Reyna að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 11:31 Úkraínskur hermaður tekur þátt í heræfingu á fimmtudag. Úkraínskt herlið er í viðbragðsstöðu vegna viðveru rússneskra hermanna við landamæri ríkjanna tveggja. Vyacheslav Madiyevskyy/ Ukrinform/Future Publishing via Getty Minnst átta Íslendingar eru nú í Úkraínu þar sem mikið óvissuástand ríkir vegna mögulegrar innrásar Rússa í landið. Utanríkisþjónustan hvetur Íslendinga í landinu til þess að láta vita af sér og huga vel að ferðaskilríkjum sínum. Í gær sendi utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu var hvatt til þess að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið væri af stað. Þá voru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta vita af sér. Staðan í Úkraínu er afar óviss um þessar mundir, þar sem blikur eru á lofti um hvort Rússar, sem komið hafa upp miklum herafla við landamæri landanna tveggja, muni ráðast inn í landið. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir nú unnið að því að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu. Ráðuneytið ekki gefið út eiginlega viðvörun „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar, íslenskir ríkisborgarar, sem hafa tímabundna búsetu í Úkraínu,“ segir Sveinn í samtali við fréttastofu. Hann áréttar þá að ráðuneytið hafi ekki gefið út viðvörun vegna ástandsins í Úkraínu, heldur sé verið að vekja athygli fólks á óvissri stöðu í landinu. Sveinn H. Guðmarsson er fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Utanríkisráðuneytið/Golli „Og þess vegna hvetjum við fólk til þess að hugsa sig mjög vel um áður en það heldur til Úkraínu, eða þeir sem eru nú þegar í Úkraínu að huga að því að ferðaskilríki séu í lagi, hvernig breyta megi hugsanlegum ferðaplönum ef þau eru til staðar og fylgjast síðan með ferðaviðvörunum annarra ríkja. En Ísland er ekki að gefa út sérstaka viðvörun vegna Úkraínu, ekki frekar en annarra ríkja.“ Líkt og áður sagði hafa Íslendingar sem staddir eru i Úkraínu verið hvattir til þess að láta vita af sér. Það sé meðal annars hægt að gera i gegnum netfangið hjalp@utn.is. Innrás myndi takmarka svigrúm til borgaraþjónustu Sveinn segir ljóst að ef til innrásar kæmi gæti orðið erfiðara fyrir ráðuneytið að liðsinna Íslendingum í Úkraínu. „Við sáum það til dæmis í Afganistan á síðasta ári, að eftir því sem syrti í álinn, þeim mun erfiðara var að aðstoða fólk við að koma heim,“ segir Sveinn. „Það er aðalatriði að fólk sé meðvitað um þá óvissu sem er uppi og hagi sínum áformum í samræmi við það.“ Utanríkismál Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Í gær sendi utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu var hvatt til þess að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið væri af stað. Þá voru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta vita af sér. Staðan í Úkraínu er afar óviss um þessar mundir, þar sem blikur eru á lofti um hvort Rússar, sem komið hafa upp miklum herafla við landamæri landanna tveggja, muni ráðast inn í landið. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir nú unnið að því að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu. Ráðuneytið ekki gefið út eiginlega viðvörun „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar, íslenskir ríkisborgarar, sem hafa tímabundna búsetu í Úkraínu,“ segir Sveinn í samtali við fréttastofu. Hann áréttar þá að ráðuneytið hafi ekki gefið út viðvörun vegna ástandsins í Úkraínu, heldur sé verið að vekja athygli fólks á óvissri stöðu í landinu. Sveinn H. Guðmarsson er fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Utanríkisráðuneytið/Golli „Og þess vegna hvetjum við fólk til þess að hugsa sig mjög vel um áður en það heldur til Úkraínu, eða þeir sem eru nú þegar í Úkraínu að huga að því að ferðaskilríki séu í lagi, hvernig breyta megi hugsanlegum ferðaplönum ef þau eru til staðar og fylgjast síðan með ferðaviðvörunum annarra ríkja. En Ísland er ekki að gefa út sérstaka viðvörun vegna Úkraínu, ekki frekar en annarra ríkja.“ Líkt og áður sagði hafa Íslendingar sem staddir eru i Úkraínu verið hvattir til þess að láta vita af sér. Það sé meðal annars hægt að gera i gegnum netfangið hjalp@utn.is. Innrás myndi takmarka svigrúm til borgaraþjónustu Sveinn segir ljóst að ef til innrásar kæmi gæti orðið erfiðara fyrir ráðuneytið að liðsinna Íslendingum í Úkraínu. „Við sáum það til dæmis í Afganistan á síðasta ári, að eftir því sem syrti í álinn, þeim mun erfiðara var að aðstoða fólk við að koma heim,“ segir Sveinn. „Það er aðalatriði að fólk sé meðvitað um þá óvissu sem er uppi og hagi sínum áformum í samræmi við það.“
Utanríkismál Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44