Reyna að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 11:31 Úkraínskur hermaður tekur þátt í heræfingu á fimmtudag. Úkraínskt herlið er í viðbragðsstöðu vegna viðveru rússneskra hermanna við landamæri ríkjanna tveggja. Vyacheslav Madiyevskyy/ Ukrinform/Future Publishing via Getty Minnst átta Íslendingar eru nú í Úkraínu þar sem mikið óvissuástand ríkir vegna mögulegrar innrásar Rússa í landið. Utanríkisþjónustan hvetur Íslendinga í landinu til þess að láta vita af sér og huga vel að ferðaskilríkjum sínum. Í gær sendi utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu var hvatt til þess að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið væri af stað. Þá voru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta vita af sér. Staðan í Úkraínu er afar óviss um þessar mundir, þar sem blikur eru á lofti um hvort Rússar, sem komið hafa upp miklum herafla við landamæri landanna tveggja, muni ráðast inn í landið. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir nú unnið að því að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu. Ráðuneytið ekki gefið út eiginlega viðvörun „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar, íslenskir ríkisborgarar, sem hafa tímabundna búsetu í Úkraínu,“ segir Sveinn í samtali við fréttastofu. Hann áréttar þá að ráðuneytið hafi ekki gefið út viðvörun vegna ástandsins í Úkraínu, heldur sé verið að vekja athygli fólks á óvissri stöðu í landinu. Sveinn H. Guðmarsson er fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Utanríkisráðuneytið/Golli „Og þess vegna hvetjum við fólk til þess að hugsa sig mjög vel um áður en það heldur til Úkraínu, eða þeir sem eru nú þegar í Úkraínu að huga að því að ferðaskilríki séu í lagi, hvernig breyta megi hugsanlegum ferðaplönum ef þau eru til staðar og fylgjast síðan með ferðaviðvörunum annarra ríkja. En Ísland er ekki að gefa út sérstaka viðvörun vegna Úkraínu, ekki frekar en annarra ríkja.“ Líkt og áður sagði hafa Íslendingar sem staddir eru i Úkraínu verið hvattir til þess að láta vita af sér. Það sé meðal annars hægt að gera i gegnum netfangið hjalp@utn.is. Innrás myndi takmarka svigrúm til borgaraþjónustu Sveinn segir ljóst að ef til innrásar kæmi gæti orðið erfiðara fyrir ráðuneytið að liðsinna Íslendingum í Úkraínu. „Við sáum það til dæmis í Afganistan á síðasta ári, að eftir því sem syrti í álinn, þeim mun erfiðara var að aðstoða fólk við að koma heim,“ segir Sveinn. „Það er aðalatriði að fólk sé meðvitað um þá óvissu sem er uppi og hagi sínum áformum í samræmi við það.“ Utanríkismál Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í gær sendi utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu var hvatt til þess að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið væri af stað. Þá voru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta vita af sér. Staðan í Úkraínu er afar óviss um þessar mundir, þar sem blikur eru á lofti um hvort Rússar, sem komið hafa upp miklum herafla við landamæri landanna tveggja, muni ráðast inn í landið. Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir nú unnið að því að komast í samband við Íslendinga í Úkraínu. Ráðuneytið ekki gefið út eiginlega viðvörun „Þetta eru fyrst og fremst Íslendingar, íslenskir ríkisborgarar, sem hafa tímabundna búsetu í Úkraínu,“ segir Sveinn í samtali við fréttastofu. Hann áréttar þá að ráðuneytið hafi ekki gefið út viðvörun vegna ástandsins í Úkraínu, heldur sé verið að vekja athygli fólks á óvissri stöðu í landinu. Sveinn H. Guðmarsson er fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Utanríkisráðuneytið/Golli „Og þess vegna hvetjum við fólk til þess að hugsa sig mjög vel um áður en það heldur til Úkraínu, eða þeir sem eru nú þegar í Úkraínu að huga að því að ferðaskilríki séu í lagi, hvernig breyta megi hugsanlegum ferðaplönum ef þau eru til staðar og fylgjast síðan með ferðaviðvörunum annarra ríkja. En Ísland er ekki að gefa út sérstaka viðvörun vegna Úkraínu, ekki frekar en annarra ríkja.“ Líkt og áður sagði hafa Íslendingar sem staddir eru i Úkraínu verið hvattir til þess að láta vita af sér. Það sé meðal annars hægt að gera i gegnum netfangið hjalp@utn.is. Innrás myndi takmarka svigrúm til borgaraþjónustu Sveinn segir ljóst að ef til innrásar kæmi gæti orðið erfiðara fyrir ráðuneytið að liðsinna Íslendingum í Úkraínu. „Við sáum það til dæmis í Afganistan á síðasta ári, að eftir því sem syrti í álinn, þeim mun erfiðara var að aðstoða fólk við að koma heim,“ segir Sveinn. „Það er aðalatriði að fólk sé meðvitað um þá óvissu sem er uppi og hagi sínum áformum í samræmi við það.“
Utanríkismál Úkraína Rússland Íslendingar erlendis Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Biðja Íslendinga í Úkraínu að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur fólk sem hyggur á ferðalög til Úkraínu að kynna sér vel ferðaviðvaranir áður en haldið er af stað í ferðalagið. Þá eru Íslendingar í Úkraínu hvattir til þess að láta ráðuneytið vita af sér. 11. febrúar 2022 23:06
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent