Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 13:25 Vafri Microsoft hefur rúmlega fjögur prósent markaðshlutdeild á heimsvísu samkvæmt statcounter. Getty/Hapabapa Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. Um er að ræða samstarf bandaríska hugbúnaðarrisans við Almannaróm, miðstöð um máltækni, og rannsóknar- og þróunarhópinn SÍM, sem unnu að þróun talgervilsins. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Almannarómi. Nýir talgervlar fyrir íslensku hafa verið þróaðir þannig að hægt er að útbúa margar mismunandi raddir en röddin sem finna má í Microsoft Edge ber nafnið Guðrún. Vilja tryggja að íslenskan lifi góðu lífi í stafrænum heimi Til að fá íslenskan lestur í Microsoft Edge vafranum opna notendur vefsíðu, smella á Tools og möguleikann Read Aloud. Efst í hægra horni kemur valmöguleiki þar sem hægt er að velja íslensku, með því að smella á nafnið Gudrun undir Voice Options. Einnig er hægt að hægrismella á hvaða texta sem er og velja Read Aloud. Vísir fjallaði um þróun íslenskra talgervla í nóvember en verkefnið er hluti af máltækniáætlun stjórnvalda. Almannarómur sér um framkvæmd áætlunarinnar en rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM hefur þróað lausnirnar. Yfirlýst markmið áætlunarinnar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum fólks við tölvur og snjalltæki. Mörg verkefni Almannaróms eru nú langt komin og afraksturinn farinn að koma í ljós. Auk þess að hlusta á talgervlanna Álf og Diljá, er nú hægt að ræða við Emblu, prófa talgreiningu Tiro, keyra texta í gegnum Yfirlestur og þýða texta með Vélþýðingu. Tækni Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Álfur og Diljá hefja upp raust sína Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 17. nóvember 2021 11:31 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Um er að ræða samstarf bandaríska hugbúnaðarrisans við Almannaróm, miðstöð um máltækni, og rannsóknar- og þróunarhópinn SÍM, sem unnu að þróun talgervilsins. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Almannarómi. Nýir talgervlar fyrir íslensku hafa verið þróaðir þannig að hægt er að útbúa margar mismunandi raddir en röddin sem finna má í Microsoft Edge ber nafnið Guðrún. Vilja tryggja að íslenskan lifi góðu lífi í stafrænum heimi Til að fá íslenskan lestur í Microsoft Edge vafranum opna notendur vefsíðu, smella á Tools og möguleikann Read Aloud. Efst í hægra horni kemur valmöguleiki þar sem hægt er að velja íslensku, með því að smella á nafnið Gudrun undir Voice Options. Einnig er hægt að hægrismella á hvaða texta sem er og velja Read Aloud. Vísir fjallaði um þróun íslenskra talgervla í nóvember en verkefnið er hluti af máltækniáætlun stjórnvalda. Almannarómur sér um framkvæmd áætlunarinnar en rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM hefur þróað lausnirnar. Yfirlýst markmið áætlunarinnar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum fólks við tölvur og snjalltæki. Mörg verkefni Almannaróms eru nú langt komin og afraksturinn farinn að koma í ljós. Auk þess að hlusta á talgervlanna Álf og Diljá, er nú hægt að ræða við Emblu, prófa talgreiningu Tiro, keyra texta í gegnum Yfirlestur og þýða texta með Vélþýðingu.
Tækni Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Álfur og Diljá hefja upp raust sína Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 17. nóvember 2021 11:31 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Álfur og Diljá hefja upp raust sína Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 17. nóvember 2021 11:31
Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38
Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00