Hóta að loka hjúkrunarheimilinu vegna ófullnægjandi brunavarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2022 15:57 Slökkvilið Akureyrar telur brunavarnir húsnæðisins þar sem hjúkrunarheimilið Hlíð er staðsett vera ófullnægjandi. Vísir/Tryggvi Páll Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri verður lokað af slökkviliðinu í bænum verði ekki ráðist í endurbætur á brunavörnum hússins fyrir 25. febrúar næstkomandi. Bæjarstjórinn segir að undirbúningur að úrbótum sé þegar hafinn og að ekki sé reiknað með að slökkviliðið munu neyðast til að loka hjúkrunarheimilinu. Fjallað var um málið í bæjarráði Akureyarbæjar í dag. Þar kemur að fyrr í mánuðinum hafi bænum borist erindi frá slökkviliðinu, þar sem varað var við yfirvofandi lokun húsnæðisins að Austurbyggð 17 á Akureyri, þar sem hjúkrunarheimilið Hlíð er starfrækt. Heilsuvernd tók yfir rekstur hjúkrunarheimilisins af ríkinu í apríl á síðasta ári, eftir að Akureyrarbær ákvað að endurnýja ekki samning við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilisins. Kanna lagalega stöðu en árétta að brugðist verði við án tafar Í bókun bæjarráðs vegna málsins segir að litið sé alvarlegum augum á ábendingar slökkviliðsins. Áréttað er að við þeim verði brugðist án tafar. Samhliða gerir bæjarráðið þá kröfu að íslenska ríkið eða Heilsuvernd greiði kostnaðinn við þau verk sem þarf að vinna. Fjallað var um málið í bæjarráði Akureyrarbæjar í dag.Vísir/Tryggvi Páll „Ótækt er að Akureyrarbær beri einn kostnað af óhjákvæmilegu viðhaldi og nauðsynlegum endurbótum á húseignum sem ríkið hefur afhent þriðja aðila til ráðstöfunar endurgjaldslaust án samráðs við Akureyrarbæ sem er skráður eigandi húsnæðisins,“ segir í bókuninni þar sem Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra er falið að kanna lagalega stöðu bæjarins vegna eignarhalds á húsinu. Komið hefur fram að Heilsuvernd greiðir ekki leigu vegna húsnæðisins. Í samtali við Vísi segir Ásthildur undirbúningur úrbóta sé þegar hafinn. „Ég geri ekki ráð fyrir því að það muni þurfa koma til aðgerða af hálfu brunaeftirlitsins. Við erum þegar byrjuð að undirbúa aðgerðirnar,“ segir hún. Á vef bæjarins segir að brugðist verði við ábendingum slökkviliðsins. „Sveitarfélagið mun leggja fram verkáætlun um úrbætur og bregðast við af ábyrgð og festu. Ráðast þarf í úrbætur hið fyrsta og fá skriflega staðfestingu heilbrigðisráðuneytisins um kostnaðarþátttöku ríkisins.“ Er þar vakin athygli á því ríkið hafi ráðstafað húseignum bæjarins til þriðja aðila, Heilsuverndar, án þess að leiga sé greidd til sveitarfélagsins. „Hefðbundin kostnaðarskipting við meiriháttar viðhald og endurbætur húsnæðis af þessu tagi er sú að sveitarfélag standi straum af 15% kostnaðar en ríkið 85%. Samkvæmt samkomulagi Heilsuverndar ehf. við Sjúkratryggingar Íslands greiðir fyrirtækið ekki leigu af húsnæðinu en fær greitt svokallað húsnæðisgjald til að standa undir rekstri húsnæðisins og almennu viðhaldi. Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa þannig ráðstafað húseignum Akureyrarbæjar til þriðja aðila án þess að á móti komi leigugreiðslur til sveitarfélagsins.“ Segja ástand brunavarna hússins verri en gert var ráð fyrir Meðfylgjandi afgreiðslu bæjarráðs á málinu er bréf frá Einari Þór Sverrissyni, stjórnarformanni Heilsuverndar hjúkrunarheimilis, þar sem vakin er athygli á kröfu slökkvilðsins. Í bréfinu frá Einar segir að málið sé alvarlegt og að ástand brunavarna hússins hafi verið mun verri en gert var ráð fyrir við yfirtökuna. Er þar tekið fram að frá árinu 2019 hafi slökkviliðið árlega gert athugasemdir við brunavarnir hússins. Nú sé þolinmæði þess hins vegar á þrotum. Á hjúkrunarheimilinu séu 108 íbúar auk hundrað starfsmanna og fjölda annarra sem heimsæki heimilið eða nýti sér þjónustu þess. Segir í bréfinu til bæjarins að það sé „með öllu óásættanlegt gagnvart öryggi allra þessara einstaklinga að eigendur fasteignarinnar Akureyrarbær og íslenska ríkið hafi látið svo alvarlega athugasemdir um brunaöryggismál hússins, sem vind um eyru þjóta í allan þennan tíma.“ Ljóst sé að yfirvofandi lokun heimilisins myndi setja „umhverfi allra vistmanna í fullkomið uppnám,“ fáir þeirra hafi í önnur húsaskjól að leita en til nánustu ættingja. Gerir Heilsuvernd þá kröfu að Akureyrarbær sjái til þess að þeim málum sem varða brunavarnir hússins verði komið í lag fyrir þann tímafrest sem gefinn er af hálfu slökkviliðsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum sem birtust á vef Akureyrarbæjar. Heilbrigðismál Akureyri Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Fjallað var um málið í bæjarráði Akureyarbæjar í dag. Þar kemur að fyrr í mánuðinum hafi bænum borist erindi frá slökkviliðinu, þar sem varað var við yfirvofandi lokun húsnæðisins að Austurbyggð 17 á Akureyri, þar sem hjúkrunarheimilið Hlíð er starfrækt. Heilsuvernd tók yfir rekstur hjúkrunarheimilisins af ríkinu í apríl á síðasta ári, eftir að Akureyrarbær ákvað að endurnýja ekki samning við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilisins. Kanna lagalega stöðu en árétta að brugðist verði við án tafar Í bókun bæjarráðs vegna málsins segir að litið sé alvarlegum augum á ábendingar slökkviliðsins. Áréttað er að við þeim verði brugðist án tafar. Samhliða gerir bæjarráðið þá kröfu að íslenska ríkið eða Heilsuvernd greiði kostnaðinn við þau verk sem þarf að vinna. Fjallað var um málið í bæjarráði Akureyrarbæjar í dag.Vísir/Tryggvi Páll „Ótækt er að Akureyrarbær beri einn kostnað af óhjákvæmilegu viðhaldi og nauðsynlegum endurbótum á húseignum sem ríkið hefur afhent þriðja aðila til ráðstöfunar endurgjaldslaust án samráðs við Akureyrarbæ sem er skráður eigandi húsnæðisins,“ segir í bókuninni þar sem Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra er falið að kanna lagalega stöðu bæjarins vegna eignarhalds á húsinu. Komið hefur fram að Heilsuvernd greiðir ekki leigu vegna húsnæðisins. Í samtali við Vísi segir Ásthildur undirbúningur úrbóta sé þegar hafinn. „Ég geri ekki ráð fyrir því að það muni þurfa koma til aðgerða af hálfu brunaeftirlitsins. Við erum þegar byrjuð að undirbúa aðgerðirnar,“ segir hún. Á vef bæjarins segir að brugðist verði við ábendingum slökkviliðsins. „Sveitarfélagið mun leggja fram verkáætlun um úrbætur og bregðast við af ábyrgð og festu. Ráðast þarf í úrbætur hið fyrsta og fá skriflega staðfestingu heilbrigðisráðuneytisins um kostnaðarþátttöku ríkisins.“ Er þar vakin athygli á því ríkið hafi ráðstafað húseignum bæjarins til þriðja aðila, Heilsuverndar, án þess að leiga sé greidd til sveitarfélagsins. „Hefðbundin kostnaðarskipting við meiriháttar viðhald og endurbætur húsnæðis af þessu tagi er sú að sveitarfélag standi straum af 15% kostnaðar en ríkið 85%. Samkvæmt samkomulagi Heilsuverndar ehf. við Sjúkratryggingar Íslands greiðir fyrirtækið ekki leigu af húsnæðinu en fær greitt svokallað húsnæðisgjald til að standa undir rekstri húsnæðisins og almennu viðhaldi. Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa þannig ráðstafað húseignum Akureyrarbæjar til þriðja aðila án þess að á móti komi leigugreiðslur til sveitarfélagsins.“ Segja ástand brunavarna hússins verri en gert var ráð fyrir Meðfylgjandi afgreiðslu bæjarráðs á málinu er bréf frá Einari Þór Sverrissyni, stjórnarformanni Heilsuverndar hjúkrunarheimilis, þar sem vakin er athygli á kröfu slökkvilðsins. Í bréfinu frá Einar segir að málið sé alvarlegt og að ástand brunavarna hússins hafi verið mun verri en gert var ráð fyrir við yfirtökuna. Er þar tekið fram að frá árinu 2019 hafi slökkviliðið árlega gert athugasemdir við brunavarnir hússins. Nú sé þolinmæði þess hins vegar á þrotum. Á hjúkrunarheimilinu séu 108 íbúar auk hundrað starfsmanna og fjölda annarra sem heimsæki heimilið eða nýti sér þjónustu þess. Segir í bréfinu til bæjarins að það sé „með öllu óásættanlegt gagnvart öryggi allra þessara einstaklinga að eigendur fasteignarinnar Akureyrarbær og íslenska ríkið hafi látið svo alvarlega athugasemdir um brunaöryggismál hússins, sem vind um eyru þjóta í allan þennan tíma.“ Ljóst sé að yfirvofandi lokun heimilisins myndi setja „umhverfi allra vistmanna í fullkomið uppnám,“ fáir þeirra hafi í önnur húsaskjól að leita en til nánustu ættingja. Gerir Heilsuvernd þá kröfu að Akureyrarbær sjái til þess að þeim málum sem varða brunavarnir hússins verði komið í lag fyrir þann tímafrest sem gefinn er af hálfu slökkviliðsins. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum sem birtust á vef Akureyrarbæjar.
Heilbrigðismál Akureyri Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16