Sköpum gott veður í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2022 08:30 Í Reykjavík á sér stað gróskumikið skólastarf á öllum skólastigum. Að starfinu stendur öflugur hópur kennara, starfsfólks og stjórnenda. Skólar, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili borgarinnar eru fullir af framúrskarandi fagfólki sem við þurfum að gefa tækifæri til að blómstra í störfum sínum. Reykjavíkurborg undir forystu núverandi meirihluta setti fram metnaðarfulla Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og hefur unnið markvisst að innleiðingu undanfarin misseri. Á skömmum tíma hafa orðið til mörg gríðarlega spennandi verkefni bæði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Undanfarin misseri hefur hins vegar álagið í skólum verið með þeim hætti að erfitt er að fá hugarró til að setjast niður og skapa. Kennsla er skapandi starf í grunninn. Á hverri sekúndu þarftu að taka ákvarðanir um framvindu kennslustundarinnar og þess á milli ertu að skapa ný verkefni, tengingar, leiðangra og rannsóknir með nemendum. Það vita það allir sem hafa reynt að það er erfitt að fá skipun um að setjast niður og vera skapandi. Álagið á kennara og starfsfólk skóla hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Það má líkja ástandinu við óveður og kennarar eru í hlutverki kotbænda. Þegar veðrinu slotar tímabundið þá þéttir þú kannski glugga en þú smíðar ekki nýtt hús. Sköpun krefst hugarróar, að þú hafir ráðrúm til að setjast niður án þess að þurfa að kasta mæðinni. Sköpun þarf að gerast í öryggi og frjóum jarðvegi. Skapandi skólastarf gerist í samtali og við þurfum að styðja við teymisvinnu fagfólks. Við vitum í raun ekkert af hverju við erum að missa en ég er fullviss um að ef við léttum á álagi þar sem starfsfólk fær tíma og orku þá verður til einhver galdur. Núverandi meirihluti hefur stóraukið möguleika fagfólks til að þróa skólastarfið, t.d. með styrkjum, en við verðum að gefa þeim betra ráðrúm til að skapa og styðja þannig enn frekar við innleiðingu á nýrri menntastefnu. Treystum fagfólkinu okkar. Það verður að vera forgangsatriði borgarstjórnar á næsta kjörtímabili að skapa gott veður í skólum borgarinnar, létta álagi á starfsfólki skóla og skapa þeim starfsaðstæður þar þessi mannauður skólakerfisins fær tækifæri til að toppa sig. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Grunnskólar Skóla - og menntamál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík á sér stað gróskumikið skólastarf á öllum skólastigum. Að starfinu stendur öflugur hópur kennara, starfsfólks og stjórnenda. Skólar, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili borgarinnar eru fullir af framúrskarandi fagfólki sem við þurfum að gefa tækifæri til að blómstra í störfum sínum. Reykjavíkurborg undir forystu núverandi meirihluta setti fram metnaðarfulla Menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030 og hefur unnið markvisst að innleiðingu undanfarin misseri. Á skömmum tíma hafa orðið til mörg gríðarlega spennandi verkefni bæði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Undanfarin misseri hefur hins vegar álagið í skólum verið með þeim hætti að erfitt er að fá hugarró til að setjast niður og skapa. Kennsla er skapandi starf í grunninn. Á hverri sekúndu þarftu að taka ákvarðanir um framvindu kennslustundarinnar og þess á milli ertu að skapa ný verkefni, tengingar, leiðangra og rannsóknir með nemendum. Það vita það allir sem hafa reynt að það er erfitt að fá skipun um að setjast niður og vera skapandi. Álagið á kennara og starfsfólk skóla hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Það má líkja ástandinu við óveður og kennarar eru í hlutverki kotbænda. Þegar veðrinu slotar tímabundið þá þéttir þú kannski glugga en þú smíðar ekki nýtt hús. Sköpun krefst hugarróar, að þú hafir ráðrúm til að setjast niður án þess að þurfa að kasta mæðinni. Sköpun þarf að gerast í öryggi og frjóum jarðvegi. Skapandi skólastarf gerist í samtali og við þurfum að styðja við teymisvinnu fagfólks. Við vitum í raun ekkert af hverju við erum að missa en ég er fullviss um að ef við léttum á álagi þar sem starfsfólk fær tíma og orku þá verður til einhver galdur. Núverandi meirihluti hefur stóraukið möguleika fagfólks til að þróa skólastarfið, t.d. með styrkjum, en við verðum að gefa þeim betra ráðrúm til að skapa og styðja þannig enn frekar við innleiðingu á nýrri menntastefnu. Treystum fagfólkinu okkar. Það verður að vera forgangsatriði borgarstjórnar á næsta kjörtímabili að skapa gott veður í skólum borgarinnar, létta álagi á starfsfólki skóla og skapa þeim starfsaðstæður þar þessi mannauður skólakerfisins fær tækifæri til að toppa sig. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun