Skora á ráðherra að gera kynferðisbrotaþola að aðilum að málum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 21:54 Stígamót hafa skorað á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að breyta stöðu brotaþola kynferðis- og kynbundins ofbeldis í lögum. Vísir/Vilhelm Stígamót hafa sett af stað undirskriftalista þar sem skorað er á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að gera þolendur kynferðisofbeldis að aðilum í málum þeirra. Eins og lögin eru í dag eru þolendur vitni að sínum málum í réttarkerfinu. Stígamót sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að á einum degi hafi 3.500 skrifað undir listann. Með listanum fylgja sögur fimm kvenna, sem allar segjast hafa slæma reynslu af réttarkerfinu þegar þær tilkynntu ofbeldi sem þær hafi verið beittar. Á næstu vikum mun dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um bætta réttarstöðu brotaþola og skora Stígamót á hann að „stíga skrefið til fulls og veita brotaþolum aðild, eða flest þau réttindi, sem sakborningar njóta.“ „Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi er til þess fallið að afmennska og hlutgera þolendur. Það skýtur því skökku við þegar réttarkerfið viðheldur hlutgervingunni með því að skilgreina brotaþola sem vitni í eigin máli með afar takmörkuð réttindi,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að í meðförum réttarkerfisins verði líkami brotaþola að vettvangi glæps og brotaþoli sé smættaður niður í viðfang réttarkerfisins í máli sem einungis varði ríkið annars vegar og sakborning hins vegar. „Staðan í dag í réttarkerfinu er slæm. Meirihluti kynferðisbrotamála og mála sem varða ofbeldi í nánum samböndum eru felld niður og hljóta því ekki áheyrn dómstóla. Eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu heyra brotaþolar oft ekki af málinu fyrr en það er fellt niður. Væru brotaþolar aðilar málsins fengju þeir að skoða málsgögnin áður en tekin er ákvörðun um afdrif málsins og gætu þá leiðrétt rangfærslur eða misskilning og jafnvel lagt fram viðbótar sönnunargögn,“ segir í tilkynningunni. „Ráða mátti af orðum dómsmálaráðherra í Kastljósi í síðustu viku að hann hefði áhyggjur af því að aukin réttindi brotaþola myndu mögulega veikja stöðu þeirra. Í dag eru brotaþolar aðilar máls í Finnlandi, og í Noregi hafa þeir að mestu sambærileg réttindi á við sakborninga. Ekkert bendir til þess að slík réttindi veiki stöðu þeirra.“ Kynferðisofbeldi Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Stígamót sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að á einum degi hafi 3.500 skrifað undir listann. Með listanum fylgja sögur fimm kvenna, sem allar segjast hafa slæma reynslu af réttarkerfinu þegar þær tilkynntu ofbeldi sem þær hafi verið beittar. Á næstu vikum mun dómsmálaráðherra leggja fram frumvarp um bætta réttarstöðu brotaþola og skora Stígamót á hann að „stíga skrefið til fulls og veita brotaþolum aðild, eða flest þau réttindi, sem sakborningar njóta.“ „Kynferðisofbeldi og annað kynbundið ofbeldi er til þess fallið að afmennska og hlutgera þolendur. Það skýtur því skökku við þegar réttarkerfið viðheldur hlutgervingunni með því að skilgreina brotaþola sem vitni í eigin máli með afar takmörkuð réttindi,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að í meðförum réttarkerfisins verði líkami brotaþola að vettvangi glæps og brotaþoli sé smættaður niður í viðfang réttarkerfisins í máli sem einungis varði ríkið annars vegar og sakborning hins vegar. „Staðan í dag í réttarkerfinu er slæm. Meirihluti kynferðisbrotamála og mála sem varða ofbeldi í nánum samböndum eru felld niður og hljóta því ekki áheyrn dómstóla. Eftir að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu heyra brotaþolar oft ekki af málinu fyrr en það er fellt niður. Væru brotaþolar aðilar málsins fengju þeir að skoða málsgögnin áður en tekin er ákvörðun um afdrif málsins og gætu þá leiðrétt rangfærslur eða misskilning og jafnvel lagt fram viðbótar sönnunargögn,“ segir í tilkynningunni. „Ráða mátti af orðum dómsmálaráðherra í Kastljósi í síðustu viku að hann hefði áhyggjur af því að aukin réttindi brotaþola myndu mögulega veikja stöðu þeirra. Í dag eru brotaþolar aðilar máls í Finnlandi, og í Noregi hafa þeir að mestu sambærileg réttindi á við sakborninga. Ekkert bendir til þess að slík réttindi veiki stöðu þeirra.“
Kynferðisofbeldi Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira