Tapa allt að fjörutíu nýjum gervihnöttum vegna segulstorms Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2022 22:10 49 Starlink gervihnöttum var skotið á loft frá Flórída á fimmtudaginn í síðustu viku. SpaceX Forsvarsmenn fyrirtækisins SpaceX tilkynntu í gær að útlit sé fyrir að allt að fjörutíu nýir Starlink-gervihnettir munu tapast vegna segulstorms. Gervihnettirnir munu brenna upp í gufuhvolfinu. Gervihnöttunum var skotið á loft þann 3. febrúar með Falcon 9 eldflaug frá Flórída. Þeir voru settir á braut um jörðu í um 210 kílómetra hæð en það er gert svo gallaðir gervihnettir geti verið látnir brenna upp í gufuhvolfinu með auðveldum hætti, samkvæmt SpaceX, í stað þess að þeir bæti á þann ruslahaug sem er þegar á braut um jörðu. Ef gervihnettirnir virka sem skildi eru þeir færðir á hærri sporbraut. Þann 4. febrúar lentu gervihnettirnir þó í segulstormi upp í gufuhvolfinu. Vegna þess er talið að allt að fjörutíu af 49 gervihnöttum séu ekki á nægilegum hraða til að halda sér á sporbraut. Segulstormar auka loftmótstöðu í gufuhvolfinu og samkvæmt útreikningum starfsmanna SpaceX er útlit fyrir að loftmótstaða í kjölfar geimskotsins í síðustu viku hafi verið um helmingi (helmingi, ekki tvöfalt) meiri en við hefðbundnar kringumstæður. Segulstormar myndast í stuttu máli þegar rafsegulgeislun frá sólblossa berst til jarðarinnar. Áhugasamir geta lesið frekar um segulstorma hér á Vísindavefnum. Í tilkynningu frá SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, segir að verið sé að vinna í því að bjarga þeim gervihnöttum sem hægt er að bjarga. Umdeildir gervihnettir Eins og fram kemur í frétt The Verge hefur SpaceX skotið fleiri en tvö þúsund Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu en þeim er ætlað að veita fólki um heim allan aðgang að interneti. SpaceX hefur sagt að til standi að skjóta þúsundum gervihnatta til viðbótar á braut um jörðu. Fyrirtækið hefur fengið leyfi fyrir allt að tólf þúsund gervihnöttum. Sjá einnig: Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Stjörnuvísindamenn hafa þó miklar áhyggjur af ætlunum SpaceX og hafa í nokkur ár kvartað yfir því að gervihnettirnir komi niður á geimvísindum. Meðal annars komi gerivhnettirnir niður á myndum úr útvarpssjónaukum. Í frétt Guardian er bent á að meðal annarra hafi Josef Aschbacher, yfirmaður ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, lýst yfir áhyggjum af ætlunum Starlink. Hann sagði í desember að Musk væri að semja eigin reglur í geimnum og kallaði eftir samhæfðum aðgerðum frá Evrópusambandinu til að koma í veg fyrir að Starlink-gervihnettirnir kæmu í veg fyrir að önnur ríki gætu skotið gervihnöttum á loft. Þá kvörtuðu ráðamenn í Kína nýverið yfir því að færa hefði þurft nýja geimstöð Kínverja vegna hættu á árekstri við gervihnött SpaceX. SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Fönguðu tvo áfanga í geimskoti með myndavélum á jörðu niðri Geimferðafyrirtækið SpaceX birti um helgina nýtt myndband af geimskoti sem fangaði tvo atburði í geimskotum sem sjást iðulega ekki. Það er þegar eldflaugin sendir farminn af stað og snýr við til jarðar og þegar farmhlífinni er sleppt og hún látin falla til jarðar. 7. febrúar 2022 18:56 Gömul eldflaug SpaceX stefnir hraðbyr á tunglið Falcon 9 eldflaug sem starfsmenn SpaceX skutu út í geim frá Flórída árið 2015 virðist ætla að brotlenda á tunglinu á næstu vikum. Síðan þá hefur eldflaugin verið á fleygiferð í kringum jörðina og tunglið. 26. janúar 2022 14:00 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Musk segir SpaceX í krísu og gjaldþrot mögulegt Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, segir fyrirtækið í krísu vegna hægrar framleiðslu á eldflaugarhreyflum og að gjaldþrot sé mögulegt. Fyrirtækið þurfi nauðsynlega að auka framleiðslu. 30. nóvember 2021 23:01 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Gervihnöttunum var skotið á loft þann 3. febrúar með Falcon 9 eldflaug frá Flórída. Þeir voru settir á braut um jörðu í um 210 kílómetra hæð en það er gert svo gallaðir gervihnettir geti verið látnir brenna upp í gufuhvolfinu með auðveldum hætti, samkvæmt SpaceX, í stað þess að þeir bæti á þann ruslahaug sem er þegar á braut um jörðu. Ef gervihnettirnir virka sem skildi eru þeir færðir á hærri sporbraut. Þann 4. febrúar lentu gervihnettirnir þó í segulstormi upp í gufuhvolfinu. Vegna þess er talið að allt að fjörutíu af 49 gervihnöttum séu ekki á nægilegum hraða til að halda sér á sporbraut. Segulstormar auka loftmótstöðu í gufuhvolfinu og samkvæmt útreikningum starfsmanna SpaceX er útlit fyrir að loftmótstaða í kjölfar geimskotsins í síðustu viku hafi verið um helmingi (helmingi, ekki tvöfalt) meiri en við hefðbundnar kringumstæður. Segulstormar myndast í stuttu máli þegar rafsegulgeislun frá sólblossa berst til jarðarinnar. Áhugasamir geta lesið frekar um segulstorma hér á Vísindavefnum. Í tilkynningu frá SpaceX, sem er í eigu auðjöfursins Elons Musk, segir að verið sé að vinna í því að bjarga þeim gervihnöttum sem hægt er að bjarga. Umdeildir gervihnettir Eins og fram kemur í frétt The Verge hefur SpaceX skotið fleiri en tvö þúsund Starlink-gervihnöttum á braut um jörðu en þeim er ætlað að veita fólki um heim allan aðgang að interneti. SpaceX hefur sagt að til standi að skjóta þúsundum gervihnatta til viðbótar á braut um jörðu. Fyrirtækið hefur fengið leyfi fyrir allt að tólf þúsund gervihnöttum. Sjá einnig: Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Stjörnuvísindamenn hafa þó miklar áhyggjur af ætlunum SpaceX og hafa í nokkur ár kvartað yfir því að gervihnettirnir komi niður á geimvísindum. Meðal annars komi gerivhnettirnir niður á myndum úr útvarpssjónaukum. Í frétt Guardian er bent á að meðal annarra hafi Josef Aschbacher, yfirmaður ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu, lýst yfir áhyggjum af ætlunum Starlink. Hann sagði í desember að Musk væri að semja eigin reglur í geimnum og kallaði eftir samhæfðum aðgerðum frá Evrópusambandinu til að koma í veg fyrir að Starlink-gervihnettirnir kæmu í veg fyrir að önnur ríki gætu skotið gervihnöttum á loft. Þá kvörtuðu ráðamenn í Kína nýverið yfir því að færa hefði þurft nýja geimstöð Kínverja vegna hættu á árekstri við gervihnött SpaceX.
SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Fönguðu tvo áfanga í geimskoti með myndavélum á jörðu niðri Geimferðafyrirtækið SpaceX birti um helgina nýtt myndband af geimskoti sem fangaði tvo atburði í geimskotum sem sjást iðulega ekki. Það er þegar eldflaugin sendir farminn af stað og snýr við til jarðar og þegar farmhlífinni er sleppt og hún látin falla til jarðar. 7. febrúar 2022 18:56 Gömul eldflaug SpaceX stefnir hraðbyr á tunglið Falcon 9 eldflaug sem starfsmenn SpaceX skutu út í geim frá Flórída árið 2015 virðist ætla að brotlenda á tunglinu á næstu vikum. Síðan þá hefur eldflaugin verið á fleygiferð í kringum jörðina og tunglið. 26. janúar 2022 14:00 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Musk segir SpaceX í krísu og gjaldþrot mögulegt Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, segir fyrirtækið í krísu vegna hægrar framleiðslu á eldflaugarhreyflum og að gjaldþrot sé mögulegt. Fyrirtækið þurfi nauðsynlega að auka framleiðslu. 30. nóvember 2021 23:01 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fönguðu tvo áfanga í geimskoti með myndavélum á jörðu niðri Geimferðafyrirtækið SpaceX birti um helgina nýtt myndband af geimskoti sem fangaði tvo atburði í geimskotum sem sjást iðulega ekki. Það er þegar eldflaugin sendir farminn af stað og snýr við til jarðar og þegar farmhlífinni er sleppt og hún látin falla til jarðar. 7. febrúar 2022 18:56
Gömul eldflaug SpaceX stefnir hraðbyr á tunglið Falcon 9 eldflaug sem starfsmenn SpaceX skutu út í geim frá Flórída árið 2015 virðist ætla að brotlenda á tunglinu á næstu vikum. Síðan þá hefur eldflaugin verið á fleygiferð í kringum jörðina og tunglið. 26. janúar 2022 14:00
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01
Musk segir SpaceX í krísu og gjaldþrot mögulegt Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX, segir fyrirtækið í krísu vegna hægrar framleiðslu á eldflaugarhreyflum og að gjaldþrot sé mögulegt. Fyrirtækið þurfi nauðsynlega að auka framleiðslu. 30. nóvember 2021 23:01