Loftslagsmálin hafa forgang Gunnar Valur Gíslason skrifar 9. febrúar 2022 08:01 Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. Stór sameiginleg innviðaverkefni höfuðborgarsvæðisins koma til kasta bæjarstjórnar Garðabæjar og annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu á næsta kjörtímabili. Þessi innviðaverkefni, sem eru loftslags- og umhverfismál i víðum skilningi í samvinnu ríkis og sveitarfélaga, snúast um að ná markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru mál málanna fyrir komandi kynslóðir. Unga fólkið kallar á nýsköpun og nýjar lausnir. Það er okkar sem íbúarnir kjósa til ábyrgðarstarfa að ráðast að rót vandans og svara þessu ákalli. Hágæða almenningssamgöngur Eitt megin markmið Samgöngusáttmálans svonefnda, samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 um uppbyggingu samgönguinnviða, er að minnka mengun vegna svifryks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðist verður í mikla innviðafjárfestingu á næstu 15 árum. Hágæða rafknúnar almenningssamgöngur verða innleiddar, ný umferðarmannvirki byggð, umferðaröryggi aukið og lífsgæði höfuðborgarbúa bætt. Leiðarstef sáttmálans er að styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga. Tæknivæddur sorpiðnaður - Sorporkustöð Á næsta kjörtímabili verða stigin mikilvæg framfaraskref hjá Sorpu í loftslagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Flokkunarkerfi sorps verður samræmt. Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi verður lokað og kjarnastarfsemi Sorpu við meðhöndlun úrgangs færist yfir í tæknivædda iðnaðarferla. Árlegt magn brennanlegs úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er um 140.000 tonn. Þar af mun gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) endurnýta allan lífrænan úrgang og ýmis úrgangur verður endurunninn með annarri tæknivæddri meðhöndlun. Brennanlegan úrgang er hægt að endurnýta í hátækni brennslustöð til að framleiða orku. Þangað til innlend sorporkustöð er risin þarf Sorpa að flytja mikið sorpmagn úr landi til brennslu með tilheyrandi kostnaði, kolefnisspori og orðsporsáhættu Íslands. Því er spáð að sá farvegur lokist innan tíðar enda er skortur á brennslugetu í Evrópu talinn vera 100 milljón tonn á ári. Undirbúningur og verklegar framkvæmdir við nýja hátækni sorporkustöð sem brennt gæti 100-130.000 tonnum árlega frá suðvesturhorni landsins tekur 6-8 ár. Áætlaður kostnaður er 20-35 milljarðar króna. Þetta er mikil áskorun. Minni losun – Betra loftslag Brýnt er að hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, tæknivæddur sorpiðnaður og hátækni sorporkustöð leiði til minni útblásturs frá ökutækjum, aukinnar endurvinnslu og betra loftslags. Ég vil vinna að því á næsta kjörtímabili að tryggja meðal annars þessum mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum framgang. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs. Hann gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Loftslagsmál Sorpa Strætó Samgöngur Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. Stór sameiginleg innviðaverkefni höfuðborgarsvæðisins koma til kasta bæjarstjórnar Garðabæjar og annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu á næsta kjörtímabili. Þessi innviðaverkefni, sem eru loftslags- og umhverfismál i víðum skilningi í samvinnu ríkis og sveitarfélaga, snúast um að ná markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru mál málanna fyrir komandi kynslóðir. Unga fólkið kallar á nýsköpun og nýjar lausnir. Það er okkar sem íbúarnir kjósa til ábyrgðarstarfa að ráðast að rót vandans og svara þessu ákalli. Hágæða almenningssamgöngur Eitt megin markmið Samgöngusáttmálans svonefnda, samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 um uppbyggingu samgönguinnviða, er að minnka mengun vegna svifryks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðist verður í mikla innviðafjárfestingu á næstu 15 árum. Hágæða rafknúnar almenningssamgöngur verða innleiddar, ný umferðarmannvirki byggð, umferðaröryggi aukið og lífsgæði höfuðborgarbúa bætt. Leiðarstef sáttmálans er að styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga. Tæknivæddur sorpiðnaður - Sorporkustöð Á næsta kjörtímabili verða stigin mikilvæg framfaraskref hjá Sorpu í loftslagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Flokkunarkerfi sorps verður samræmt. Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi verður lokað og kjarnastarfsemi Sorpu við meðhöndlun úrgangs færist yfir í tæknivædda iðnaðarferla. Árlegt magn brennanlegs úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er um 140.000 tonn. Þar af mun gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) endurnýta allan lífrænan úrgang og ýmis úrgangur verður endurunninn með annarri tæknivæddri meðhöndlun. Brennanlegan úrgang er hægt að endurnýta í hátækni brennslustöð til að framleiða orku. Þangað til innlend sorporkustöð er risin þarf Sorpa að flytja mikið sorpmagn úr landi til brennslu með tilheyrandi kostnaði, kolefnisspori og orðsporsáhættu Íslands. Því er spáð að sá farvegur lokist innan tíðar enda er skortur á brennslugetu í Evrópu talinn vera 100 milljón tonn á ári. Undirbúningur og verklegar framkvæmdir við nýja hátækni sorporkustöð sem brennt gæti 100-130.000 tonnum árlega frá suðvesturhorni landsins tekur 6-8 ár. Áætlaður kostnaður er 20-35 milljarðar króna. Þetta er mikil áskorun. Minni losun – Betra loftslag Brýnt er að hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, tæknivæddur sorpiðnaður og hátækni sorporkustöð leiði til minni útblásturs frá ökutækjum, aukinnar endurvinnslu og betra loftslags. Ég vil vinna að því á næsta kjörtímabili að tryggja meðal annars þessum mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum framgang. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs. Hann gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun