Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 8. febrúar 2022 13:31 Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur opinber umræða um andlega líðan og geðheilsu stóraukist og við sjáum ákveðin stigma og fordóma fara minnkandi fyrir vikið. Við búum samt sem áður í samfélagi þar sem geðheilbrigðisvandinn er stór og umfangsmikill. Og ef litið er til niðurstaðna á borð við Áfallasögu kvenna þá er mikill skortur á fyrirbyggjandi aðgerðum og áherslu lagða á snemmtækum inngripum. Talið er að um og yfir 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Dæmi um áföll, sorg eða viðvarandi andlegt álag sem börn upplifa: Vanræksla og öryggisleysi á heimili Skilnaður foreldra og erfið samskipti í kjölfarið Kynferðisofbeldi Einelti í skóla og/eða tómstundarstarfi Heimilisofbeldi - andlegt og líkamlegt Geð- og fíknivandi á heimili Andlát í fjölskyldu Því miður sjáum við tölur um tilkynnt ofbeldi á börnum, kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi aukast um tugi prósentu stiga á tímum heimsfaraldurs. Og almennt hafa flöggum um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt orðið fleiri og rauðari á sama tíma. Hver er þinnar gæfu smiður? Við sem erum við stjórnvölinn í málefnum barna, til dæmis skólamálum, verðum að átta okkur á því að það eru skýr tengsl á milli vanlíðan barna og geta ekki einbeitt sér að námi og það bitnar eðlilega á námsárangri. Það þarf að ráðast að rót vandans en ekki leggja áherslu á birtingamynd hans sem birtist í einkunnum eða hegðun í skólaumhverfinu. Börn geta nefnilega ekki alltaf verið sinnar gæfu smiðir og þá þurfum við að treysta á að kerfið taki utan um þau sem þurfa á því að halda og grípi inn í. Líkt og fyrr segir benda rannsóknir æ oftar á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum. Gott núverandi dæmi um það eru þúsundir skjólstæðinga hjá Virk í starfsendurhæfingu eftir heilsubrest. Sífellt fleiri eru að fá greiningu um kulnun í starfi og eru í veikindaleyfi og þar eru konur í meirihluta. Hér er nefnilega ekki alltaf um of mikið álag á vinnustað að ræða. Álag og erfið samskipti geta jú vissulega verið svokallaður trigger. Ég tel mun líklegra að hér sem um áföll að ræða sem ekki hafa verið ávörpuð né unnið úr. Fjárfestum í börnum til framtíðar Það verður samfélaginu dýrkeypt ef ekki er aðhafst strax í dag þegar það kemur að því að styðja við börn sem verða fyrir áföllum og koma í veg fyrir áföll þar sem því er við komið. Það er mér ekkert mikilvægara en að hlúa að þessum börnum sem þurfa á okkur, sem skútunni stýrum, að halda. Hér þurfa ríki og borg að vinna mun betur saman. Við þurfum að fjárfesta í dýrmætum mannlegum innviðum. Það er hinn eina sanna arðbæra langtímafjárfesting sem getur bætt afkomu hins opinbera til framtíðar litið. Höfundur situr fyrir hönd Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fer fram 4. og 5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Geðheilbrigði Borgarstjórn Börn og uppeldi Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur opinber umræða um andlega líðan og geðheilsu stóraukist og við sjáum ákveðin stigma og fordóma fara minnkandi fyrir vikið. Við búum samt sem áður í samfélagi þar sem geðheilbrigðisvandinn er stór og umfangsmikill. Og ef litið er til niðurstaðna á borð við Áfallasögu kvenna þá er mikill skortur á fyrirbyggjandi aðgerðum og áherslu lagða á snemmtækum inngripum. Talið er að um og yfir 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Dæmi um áföll, sorg eða viðvarandi andlegt álag sem börn upplifa: Vanræksla og öryggisleysi á heimili Skilnaður foreldra og erfið samskipti í kjölfarið Kynferðisofbeldi Einelti í skóla og/eða tómstundarstarfi Heimilisofbeldi - andlegt og líkamlegt Geð- og fíknivandi á heimili Andlát í fjölskyldu Því miður sjáum við tölur um tilkynnt ofbeldi á börnum, kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi aukast um tugi prósentu stiga á tímum heimsfaraldurs. Og almennt hafa flöggum um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt orðið fleiri og rauðari á sama tíma. Hver er þinnar gæfu smiður? Við sem erum við stjórnvölinn í málefnum barna, til dæmis skólamálum, verðum að átta okkur á því að það eru skýr tengsl á milli vanlíðan barna og geta ekki einbeitt sér að námi og það bitnar eðlilega á námsárangri. Það þarf að ráðast að rót vandans en ekki leggja áherslu á birtingamynd hans sem birtist í einkunnum eða hegðun í skólaumhverfinu. Börn geta nefnilega ekki alltaf verið sinnar gæfu smiðir og þá þurfum við að treysta á að kerfið taki utan um þau sem þurfa á því að halda og grípi inn í. Líkt og fyrr segir benda rannsóknir æ oftar á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum. Gott núverandi dæmi um það eru þúsundir skjólstæðinga hjá Virk í starfsendurhæfingu eftir heilsubrest. Sífellt fleiri eru að fá greiningu um kulnun í starfi og eru í veikindaleyfi og þar eru konur í meirihluta. Hér er nefnilega ekki alltaf um of mikið álag á vinnustað að ræða. Álag og erfið samskipti geta jú vissulega verið svokallaður trigger. Ég tel mun líklegra að hér sem um áföll að ræða sem ekki hafa verið ávörpuð né unnið úr. Fjárfestum í börnum til framtíðar Það verður samfélaginu dýrkeypt ef ekki er aðhafst strax í dag þegar það kemur að því að styðja við börn sem verða fyrir áföllum og koma í veg fyrir áföll þar sem því er við komið. Það er mér ekkert mikilvægara en að hlúa að þessum börnum sem þurfa á okkur, sem skútunni stýrum, að halda. Hér þurfa ríki og borg að vinna mun betur saman. Við þurfum að fjárfesta í dýrmætum mannlegum innviðum. Það er hinn eina sanna arðbæra langtímafjárfesting sem getur bætt afkomu hins opinbera til framtíðar litið. Höfundur situr fyrir hönd Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fer fram 4. og 5. mars nk.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun