Patrekur: Algjörir klaufar að hafa ekki unnið þennan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2022 22:00 Patreki Jóhannessyni fannst sínir menn full linir í leiknum gegn Haukum. vísir/hulda margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Haukum í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann en Haukar tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin. „Við klúðruðum einhverjum færum og svo vorum við alltof linir í vörninni. Við töpuðum stöðunni einn gegn einum,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi í leikslok. „Í fyrri hálfleik vorum við þéttir í vörninni og markvarslan var góð. Í sókninni unnum við stöðuna einn gegn einum ekki nógu oft. Við vorum algjörir klaufar að hafa ekki unnið þennan leik og ég er ógeðslega svekktur með það.“ Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13, þrátt fyrir að Arnór Freyr Stefánsson hafi varið eins og berserkur í marki Stjörnunnar. „Við nýttum það illa. Við vorum alltof linir. Það komu kaflar á milli og við skoruðum 29 mörk en þeir löbbuðu í gegnum vörnina okkar trekk í trekk. Það voru auðvitað menn að koma inn en það er engin afsökun. Þetta var bara lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan um miðjan desember og Patrekur segir að það hafi sést í kvöld. „Bæði lið voru lengi í gang og eðlilegt ryð en mér fannst við eiga að gera betur og vinna þennan leik. Þetta var algjörlega okkar klúður að loka þessu ekki. Þú sérð það, ég er mjög svekktur,“ sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 29-33 | Gestirnir skoruðu síðustu fjögur mörkin Haukar unnu Stjörnuna, 29-33, í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en Haukar sigu fram úr undir lokin og skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins. 7. febrúar 2022 21:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
„Við klúðruðum einhverjum færum og svo vorum við alltof linir í vörninni. Við töpuðum stöðunni einn gegn einum,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi í leikslok. „Í fyrri hálfleik vorum við þéttir í vörninni og markvarslan var góð. Í sókninni unnum við stöðuna einn gegn einum ekki nógu oft. Við vorum algjörir klaufar að hafa ekki unnið þennan leik og ég er ógeðslega svekktur með það.“ Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13, þrátt fyrir að Arnór Freyr Stefánsson hafi varið eins og berserkur í marki Stjörnunnar. „Við nýttum það illa. Við vorum alltof linir. Það komu kaflar á milli og við skoruðum 29 mörk en þeir löbbuðu í gegnum vörnina okkar trekk í trekk. Það voru auðvitað menn að koma inn en það er engin afsökun. Þetta var bara lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur. Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan um miðjan desember og Patrekur segir að það hafi sést í kvöld. „Bæði lið voru lengi í gang og eðlilegt ryð en mér fannst við eiga að gera betur og vinna þennan leik. Þetta var algjörlega okkar klúður að loka þessu ekki. Þú sérð það, ég er mjög svekktur,“ sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 29-33 | Gestirnir skoruðu síðustu fjögur mörkin Haukar unnu Stjörnuna, 29-33, í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en Haukar sigu fram úr undir lokin og skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins. 7. febrúar 2022 21:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 29-33 | Gestirnir skoruðu síðustu fjögur mörkin Haukar unnu Stjörnuna, 29-33, í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en Haukar sigu fram úr undir lokin og skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins. 7. febrúar 2022 21:30