Fleiri viðvaranir: Hvassviðri og ofankoma í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2022 18:35 Gular viðvaranir tóku gildi klukkan 18 í dag og gilda flestar í sólarhring, eða lengur. Veðurstofan Gular viðvaranir tóku gildi víðsvegar á Suðurlandi, suðvestur og vesturhorni landsins klukkan 18 í dag. Gert er ráð fyrir töluverðri ofankomu og hvassviðri en hiti verður víðast hvar á og yfir frostmarki. Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir lægðina sem margir landsmenn urðu varir við fyrr í dag ekki horfna enn. Rauð viðvörun var í gildi, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og appelsínugular viðvaranir í gildi annars staðar á landinu. Þorsteinn ræddi Veðrið í Reykjavík síðdegis fyrr í dag og segir að full innistæða hafi verið fyrir rauðu viðvöruninni. Hann segir að fólk hafi líklega „sofið veðrið af sér“ og bætir við að sem betur fer hafi vel verið varað við veðrinu. Lægðin láti þó áfram á sér kræla. „Þessi djúpa og krappa lægð sem olli óveðrinu í morgun - hún er enn þá á sveimi þarna úti á Grænlandshafi. Og hún sendi frá sér lægðardrag eða éljagarð núna í kvöld þannig að það hvessir aftur hérna sunnan og vestanlands með snjókomu. Svo fer þessi garður norður á bóginn upp Breiðafjörð og Vestfirði með tilheyrandi snjókomu og hríð og svona frekar leiðinlegu veðri í kvöld og í nótt,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn vonar að ofankoma verði ekki of mikil en telur líklegt að færð geti spillst leyti. Besta veðrið verði á norður og austurlandi en þar hafi veðrið gengið niður að mestu leyti. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt 13-20 metrum á sekúndu og éljagangi. Hviður gætu farið yfir 35 metra á sekúndu og auknar líkur eru á eldingum. Gert er ráð fyrir sama eða sambærilegu veðri á Suðurlandi, í Faxaflóa, á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Veður Almannavarnir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50 Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39 Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir lægðina sem margir landsmenn urðu varir við fyrr í dag ekki horfna enn. Rauð viðvörun var í gildi, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og appelsínugular viðvaranir í gildi annars staðar á landinu. Þorsteinn ræddi Veðrið í Reykjavík síðdegis fyrr í dag og segir að full innistæða hafi verið fyrir rauðu viðvöruninni. Hann segir að fólk hafi líklega „sofið veðrið af sér“ og bætir við að sem betur fer hafi vel verið varað við veðrinu. Lægðin láti þó áfram á sér kræla. „Þessi djúpa og krappa lægð sem olli óveðrinu í morgun - hún er enn þá á sveimi þarna úti á Grænlandshafi. Og hún sendi frá sér lægðardrag eða éljagarð núna í kvöld þannig að það hvessir aftur hérna sunnan og vestanlands með snjókomu. Svo fer þessi garður norður á bóginn upp Breiðafjörð og Vestfirði með tilheyrandi snjókomu og hríð og svona frekar leiðinlegu veðri í kvöld og í nótt,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn vonar að ofankoma verði ekki of mikil en telur líklegt að færð geti spillst leyti. Besta veðrið verði á norður og austurlandi en þar hafi veðrið gengið niður að mestu leyti. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt 13-20 metrum á sekúndu og éljagangi. Hviður gætu farið yfir 35 metra á sekúndu og auknar líkur eru á eldingum. Gert er ráð fyrir sama eða sambærilegu veðri á Suðurlandi, í Faxaflóa, á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Veður Almannavarnir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50 Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39 Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50
Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39
Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33