Fleiri viðvaranir: Hvassviðri og ofankoma í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2022 18:35 Gular viðvaranir tóku gildi klukkan 18 í dag og gilda flestar í sólarhring, eða lengur. Veðurstofan Gular viðvaranir tóku gildi víðsvegar á Suðurlandi, suðvestur og vesturhorni landsins klukkan 18 í dag. Gert er ráð fyrir töluverðri ofankomu og hvassviðri en hiti verður víðast hvar á og yfir frostmarki. Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir lægðina sem margir landsmenn urðu varir við fyrr í dag ekki horfna enn. Rauð viðvörun var í gildi, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og appelsínugular viðvaranir í gildi annars staðar á landinu. Þorsteinn ræddi Veðrið í Reykjavík síðdegis fyrr í dag og segir að full innistæða hafi verið fyrir rauðu viðvöruninni. Hann segir að fólk hafi líklega „sofið veðrið af sér“ og bætir við að sem betur fer hafi vel verið varað við veðrinu. Lægðin láti þó áfram á sér kræla. „Þessi djúpa og krappa lægð sem olli óveðrinu í morgun - hún er enn þá á sveimi þarna úti á Grænlandshafi. Og hún sendi frá sér lægðardrag eða éljagarð núna í kvöld þannig að það hvessir aftur hérna sunnan og vestanlands með snjókomu. Svo fer þessi garður norður á bóginn upp Breiðafjörð og Vestfirði með tilheyrandi snjókomu og hríð og svona frekar leiðinlegu veðri í kvöld og í nótt,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn vonar að ofankoma verði ekki of mikil en telur líklegt að færð geti spillst leyti. Besta veðrið verði á norður og austurlandi en þar hafi veðrið gengið niður að mestu leyti. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt 13-20 metrum á sekúndu og éljagangi. Hviður gætu farið yfir 35 metra á sekúndu og auknar líkur eru á eldingum. Gert er ráð fyrir sama eða sambærilegu veðri á Suðurlandi, í Faxaflóa, á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Veður Almannavarnir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50 Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39 Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir lægðina sem margir landsmenn urðu varir við fyrr í dag ekki horfna enn. Rauð viðvörun var í gildi, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og appelsínugular viðvaranir í gildi annars staðar á landinu. Þorsteinn ræddi Veðrið í Reykjavík síðdegis fyrr í dag og segir að full innistæða hafi verið fyrir rauðu viðvöruninni. Hann segir að fólk hafi líklega „sofið veðrið af sér“ og bætir við að sem betur fer hafi vel verið varað við veðrinu. Lægðin láti þó áfram á sér kræla. „Þessi djúpa og krappa lægð sem olli óveðrinu í morgun - hún er enn þá á sveimi þarna úti á Grænlandshafi. Og hún sendi frá sér lægðardrag eða éljagarð núna í kvöld þannig að það hvessir aftur hérna sunnan og vestanlands með snjókomu. Svo fer þessi garður norður á bóginn upp Breiðafjörð og Vestfirði með tilheyrandi snjókomu og hríð og svona frekar leiðinlegu veðri í kvöld og í nótt,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn vonar að ofankoma verði ekki of mikil en telur líklegt að færð geti spillst leyti. Besta veðrið verði á norður og austurlandi en þar hafi veðrið gengið niður að mestu leyti. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt 13-20 metrum á sekúndu og éljagangi. Hviður gætu farið yfir 35 metra á sekúndu og auknar líkur eru á eldingum. Gert er ráð fyrir sama eða sambærilegu veðri á Suðurlandi, í Faxaflóa, á Breiðafirði og á Vestfjörðum. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Veður Almannavarnir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50 Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39 Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. 7. febrúar 2022 11:50
Hættustigi vegna óveðursins aflétt Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs á landinu. 7. febrúar 2022 14:39
Snælduvitlaust veður en hærra hitastig hafi hjálpað til Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við. 7. febrúar 2022 10:33