Á besta aldri í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. febrúar 2022 08:31 Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis. Við viljum búa til borg sem býður upp á kjöraðstæður fyrir heilsusamlegar lífsvenjur fyrir fólk á öllum aldri svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu og búið við góð lífsgæði sem lengst. Nýverið samþykktum við fyrstu Velferðarstefnu Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að allir íbúar hafi tækifæri til að lifa með reisn, þannig að borgin okkar sé sannarlega fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli þegar talað er um eldri borgara því þó það hljómi stundum í umræðunni eins og þeir séu einsleit hjörð fólks, þá eru þeir það sannarlega ekki heldur fjölbreytilegur hópur með mismunandi óskir og þarfir. Stuðningur og stuð Flest eldra fólk er frískt og þarf sömu þjónustu og fólk á öðrum æviskeiðum. En það er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur fyrir þau sem hann þurfam til að viðhalda færni og lifa því lífi sem hver og einn kýs. Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót setja notanda velferðarþjónu í Reykjavík í fyrsta sæti . Þjónustuþörf verður nú metin í samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Samfylkingin hefur lagt áherslu á nýsköpun og þróun til að efla samfélagsþátttöku og virkni eldra fólks og það höfum við gert í Reykjavík t.a.m með þróun á tæknilæsi og notkun velferðartækni og þróun félagsmiðstöðva yfir í samfélagshús þar sem öll eru velkomin. Við viljum að fólk fái heilsusamlegan og góðan mat bæði heimsendan og í þeim 17 félagsmiðstöðvum eldri borgara sem borgin rekur víðsvegar um borgina. Í samræmi við Matarstefnu Reykjavíkur er unnið að því að auka val á milli rétta og færa matargerð nær matargestum í félagsmiðstöðvum. Einstaklingsmiðuð þjónusta heim Í Reykjavík höfum við síðustu ár tekið stór skref í samþættingu stuðningsþjónustu, heimahjúkrunar, endurhæfingu í heimahúsi, heimsendingu máltíða og akstursþjónustu. Það þýðir að þeir sem veita þjónustuna vinna saman að því að hún sé sem best. Við viljum halda áfram á þeirri braut meðal annars með því að mynda fleiri sérhæfð teymi sem sérhæfa sig í þjónustu við fólk t.a.m með heilabilun, eldra fólk sem notar vímuefni, þolendur ofbeldis, fólk af erlendum uppruna og langveika svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með tilraunaverkefni til að styðja betur við fjöldkyldur fólks með heilabilun og ég er sannfærð um að það á eftir að festa sig í sessi. Ef heilsu fólks hrakar þarf meiri þjónusta við hæfi hvers og eins að standa til boða. Reykjavíkurborg rekur á fjórða hundrað þjónustuíbúðir og áfram þarf að standa að markvissri uppbyggingu á þjónustuúrræðum eins og dagdvöl, hvíldarinnlögnum og hjúkrunarrýmum í samstarfi við ríkið. Þar mun ekki stranda á okkur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Félagsmál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis. Við viljum búa til borg sem býður upp á kjöraðstæður fyrir heilsusamlegar lífsvenjur fyrir fólk á öllum aldri svo fólk geti viðhaldið góðri heilsu og búið við góð lífsgæði sem lengst. Nýverið samþykktum við fyrstu Velferðarstefnu Reykjavíkur sem hefur það að markmiði að allir íbúar hafi tækifæri til að lifa með reisn, þannig að borgin okkar sé sannarlega fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli þegar talað er um eldri borgara því þó það hljómi stundum í umræðunni eins og þeir séu einsleit hjörð fólks, þá eru þeir það sannarlega ekki heldur fjölbreytilegur hópur með mismunandi óskir og þarfir. Stuðningur og stuð Flest eldra fólk er frískt og þarf sömu þjónustu og fólk á öðrum æviskeiðum. En það er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur fyrir þau sem hann þurfam til að viðhalda færni og lifa því lífi sem hver og einn kýs. Breytingar á reglum um stuðningsþjónustu sem tóku gildi um síðustu mánaðarmót setja notanda velferðarþjónu í Reykjavík í fyrsta sæti . Þjónustuþörf verður nú metin í samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið. Samfylkingin hefur lagt áherslu á nýsköpun og þróun til að efla samfélagsþátttöku og virkni eldra fólks og það höfum við gert í Reykjavík t.a.m með þróun á tæknilæsi og notkun velferðartækni og þróun félagsmiðstöðva yfir í samfélagshús þar sem öll eru velkomin. Við viljum að fólk fái heilsusamlegan og góðan mat bæði heimsendan og í þeim 17 félagsmiðstöðvum eldri borgara sem borgin rekur víðsvegar um borgina. Í samræmi við Matarstefnu Reykjavíkur er unnið að því að auka val á milli rétta og færa matargerð nær matargestum í félagsmiðstöðvum. Einstaklingsmiðuð þjónusta heim Í Reykjavík höfum við síðustu ár tekið stór skref í samþættingu stuðningsþjónustu, heimahjúkrunar, endurhæfingu í heimahúsi, heimsendingu máltíða og akstursþjónustu. Það þýðir að þeir sem veita þjónustuna vinna saman að því að hún sé sem best. Við viljum halda áfram á þeirri braut meðal annars með því að mynda fleiri sérhæfð teymi sem sérhæfa sig í þjónustu við fólk t.a.m með heilabilun, eldra fólk sem notar vímuefni, þolendur ofbeldis, fólk af erlendum uppruna og langveika svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með tilraunaverkefni til að styðja betur við fjöldkyldur fólks með heilabilun og ég er sannfærð um að það á eftir að festa sig í sessi. Ef heilsu fólks hrakar þarf meiri þjónusta við hæfi hvers og eins að standa til boða. Reykjavíkurborg rekur á fjórða hundrað þjónustuíbúðir og áfram þarf að standa að markvissri uppbyggingu á þjónustuúrræðum eins og dagdvöl, hvíldarinnlögnum og hjúkrunarrýmum í samstarfi við ríkið. Þar mun ekki stranda á okkur. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun