Hverjir eru þingmenn Sósíalista? Indriði Ingi Stefánsson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Þingmenn Sósíalista eru í Framsókn og Sjálfstæðisflokki Þrátt fyrir að það sé óljóst hvort framboð Pírata eða Samfylkingar höfðuðu til kjósenda Sósíalista, mætti telja líklegt að framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerðu það enn síður. Þó er það svo að ef atkvæði Sósíalista hefðu skipst jafnt milli Pírata og Samfylkingar hefði þingmönnum þeirra fjölgað um einn og tvo, á kostnað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En hvað ef Sósíalistar hefðu boði fram með Pírötum? Það er óljóst hvort Sósíalistar og Píratar hefðu áhuga á að vera undir sama listabókstaf en prófum að skoða hvað myndi gerast. Kosningalög leyfa sömu stjórnmálasamtökum að bjóða fram tvo lista í kjördæmi. Þetta hefði engu breytt um kjördæmakjörna þingmenn en þegar kæmi að úthlutun uppbótarmanna þá teldu atkvæði Sósíalista og Pírata saman. Vissulega væri enn sá veikleiki í kosningakerfinu að uppbótarmenn væru of fáir, en þá fengju Píratar einn uppbótarmann til viðbótar, og það sem meira er - einn af uppbótarþingmönnum Pírata kæmi af lista Sósíalista í Reykjavík Norður á kostnað Vinstri Grænna.. En hvað ef Sósíalistar hefðu boðið fram með Samfylkingu? Eins og í dæminu að ofan er óljóst hvort Sósíalistar og Samfylking hefðu áhuga á að bjóða fram undir sama listabókstaf. En prófum að setja upp sama dæmi. Nú bættust tveir þingmenn við hjá Samfylkingu sem kæmu frá Pírötum og Vinstri grænum, en í þetta skiptið fengi Samfylkingin alla þingmennina. Fleiri dæmi Hefðu Flokkur fólksins og Dögun gert með sér kosningabandalag árið 2016 hefði það tryggt þessum flokkum uppbótarþingmenn sem hefðu varla orðið færri en þrír. Árið 2013 voru sex flokkar með samanlagt 11,4% fylgi sem hefðu sópað til sín uppbótarþingmönnum. Flestir hefðu væntanlega skilað sér til Dögunar, Flokks heimilanna og Lýðræðisvaktarinnar. Það er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif þetta hefði haft en ljóst er að þau hefðu verið töluverð í störfum Alþingis. En hvað með sveitarstjórnarkosningar? Úthlutun uppbótarþingsæta er ætlað að tempra áhrif kjördæmakerfisins en í sveitarstjórnarkosningum koma afleiðingar kosningakerfisins að fullu fram. Þar er vel mögulegt að ná hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða. Árið 2018 náði Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hreinum meirihluta með 46,3% atkvæða. Í tilfellum Grindavíkur, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Árborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar voru listar með á bilinu 33-38% atkvæða sem eru einum fulltrúa frá meirihluta, og því í oddastöðu við myndun meirihluta. Það er afar brýnt að við tökum þennan lýðræðishalla alvarlega; til dæmis með því að fjölga kjörnum fulltrúum svo að fleiri framboð nái árangri, og breyta reiknireglum kosningakerfisins til að draga úr þessum yfirburðum stærri flokkanna. Í mörgum nágrannalöndum er þegar búið að gera slíkar breytingar, við værum því svo sannarlega ekki að finna upp hjólið, heldur aðeins að auka vægi vilja kjósenda. Svo er ekki úr vegi að hvetja minni framboð til, samvinnu hver veit nema það gæti skilað árangri. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Þingmenn Sósíalista eru í Framsókn og Sjálfstæðisflokki Þrátt fyrir að það sé óljóst hvort framboð Pírata eða Samfylkingar höfðuðu til kjósenda Sósíalista, mætti telja líklegt að framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerðu það enn síður. Þó er það svo að ef atkvæði Sósíalista hefðu skipst jafnt milli Pírata og Samfylkingar hefði þingmönnum þeirra fjölgað um einn og tvo, á kostnað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En hvað ef Sósíalistar hefðu boði fram með Pírötum? Það er óljóst hvort Sósíalistar og Píratar hefðu áhuga á að vera undir sama listabókstaf en prófum að skoða hvað myndi gerast. Kosningalög leyfa sömu stjórnmálasamtökum að bjóða fram tvo lista í kjördæmi. Þetta hefði engu breytt um kjördæmakjörna þingmenn en þegar kæmi að úthlutun uppbótarmanna þá teldu atkvæði Sósíalista og Pírata saman. Vissulega væri enn sá veikleiki í kosningakerfinu að uppbótarmenn væru of fáir, en þá fengju Píratar einn uppbótarmann til viðbótar, og það sem meira er - einn af uppbótarþingmönnum Pírata kæmi af lista Sósíalista í Reykjavík Norður á kostnað Vinstri Grænna.. En hvað ef Sósíalistar hefðu boðið fram með Samfylkingu? Eins og í dæminu að ofan er óljóst hvort Sósíalistar og Samfylking hefðu áhuga á að bjóða fram undir sama listabókstaf. En prófum að setja upp sama dæmi. Nú bættust tveir þingmenn við hjá Samfylkingu sem kæmu frá Pírötum og Vinstri grænum, en í þetta skiptið fengi Samfylkingin alla þingmennina. Fleiri dæmi Hefðu Flokkur fólksins og Dögun gert með sér kosningabandalag árið 2016 hefði það tryggt þessum flokkum uppbótarþingmenn sem hefðu varla orðið færri en þrír. Árið 2013 voru sex flokkar með samanlagt 11,4% fylgi sem hefðu sópað til sín uppbótarþingmönnum. Flestir hefðu væntanlega skilað sér til Dögunar, Flokks heimilanna og Lýðræðisvaktarinnar. Það er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif þetta hefði haft en ljóst er að þau hefðu verið töluverð í störfum Alþingis. En hvað með sveitarstjórnarkosningar? Úthlutun uppbótarþingsæta er ætlað að tempra áhrif kjördæmakerfisins en í sveitarstjórnarkosningum koma afleiðingar kosningakerfisins að fullu fram. Þar er vel mögulegt að ná hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða. Árið 2018 náði Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hreinum meirihluta með 46,3% atkvæða. Í tilfellum Grindavíkur, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Árborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar voru listar með á bilinu 33-38% atkvæða sem eru einum fulltrúa frá meirihluta, og því í oddastöðu við myndun meirihluta. Það er afar brýnt að við tökum þennan lýðræðishalla alvarlega; til dæmis með því að fjölga kjörnum fulltrúum svo að fleiri framboð nái árangri, og breyta reiknireglum kosningakerfisins til að draga úr þessum yfirburðum stærri flokkanna. Í mörgum nágrannalöndum er þegar búið að gera slíkar breytingar, við værum því svo sannarlega ekki að finna upp hjólið, heldur aðeins að auka vægi vilja kjósenda. Svo er ekki úr vegi að hvetja minni framboð til, samvinnu hver veit nema það gæti skilað árangri. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar