Um 78 starfsmenn gista í nótt og aðrir eiga að bíða af sér veðrið Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2022 23:24 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Um 78 starfsmenn Landspítalans munu gista þar í nótt til að tryggja lágmarksmönnun á meðan versta óveðrið gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Stjórnendur spítalans biðja aðra stafsmenn um að leggja ekki af stað til vinnu fyrr en veðrinu slotar og óhætt er að fara af stað. „Við erum að undirbúa spítalann fyrir þessa rekstrarvá sem vofir yfir ef allt gengur eftir og við erum búin að vera fara yfir okkar viðbúnað með tilliti til varaaflsstöðva, að sjúklingar geti fengið mat og að við getum mannað vaktaskiptin,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að einna mest hætta stafi af hugsanlegu rafmagnsleysi eða rekstrartruflunum á nettengingu sjúkrahússins. Búið sé að yfirfara varaaflsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi. „Við erum í góðu samstarfi við almannavarnir og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Við erum að vinna þetta allt í sameiningu en okkar er að geta haldið uppi þeirri þjónustu sem okkur ber að veita.“ Lítill fjöldi starfsmanna fyrir stóra stofnun Einungis nauðsynleg heilbrigðisþjónusta verður veitt á Landspítalanum á meðan versta veðrið gengur yfir og til að mynda er búið að aflýsa öllum göngudeildartímum í fyrramálið. Guðlaug beinir þeim skilaboðum til starfsmanna og almennings að ferðast ekki að óþörfu og bíða frekar og sjá til að vera viss um að færð eða veður hindri ekki að fólk komist á áfangastað. „Við erum búin að manna nóttina og svo erum við með starfsfólk í húsi sem er tilbúið til að taka við þessu helsta í fyrramálið. Það er ekkert annað en það enda eru um 70 starfsmenn ekki mikið fyrir svona stóra stofnun, þetta er bara það allra nauðsynlegasta. Við erum að tala um gjörgæslu, skurðstofu, svæfingu, og legudeildirnar bara rétt til þess að bæta í liðsaukann í fyrramálið.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
„Við erum að undirbúa spítalann fyrir þessa rekstrarvá sem vofir yfir ef allt gengur eftir og við erum búin að vera fara yfir okkar viðbúnað með tilliti til varaaflsstöðva, að sjúklingar geti fengið mat og að við getum mannað vaktaskiptin,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að einna mest hætta stafi af hugsanlegu rafmagnsleysi eða rekstrartruflunum á nettengingu sjúkrahússins. Búið sé að yfirfara varaaflsstöðvar við Hringbraut og í Fossvogi. „Við erum í góðu samstarfi við almannavarnir og Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. Við erum að vinna þetta allt í sameiningu en okkar er að geta haldið uppi þeirri þjónustu sem okkur ber að veita.“ Lítill fjöldi starfsmanna fyrir stóra stofnun Einungis nauðsynleg heilbrigðisþjónusta verður veitt á Landspítalanum á meðan versta veðrið gengur yfir og til að mynda er búið að aflýsa öllum göngudeildartímum í fyrramálið. Guðlaug beinir þeim skilaboðum til starfsmanna og almennings að ferðast ekki að óþörfu og bíða frekar og sjá til að vera viss um að færð eða veður hindri ekki að fólk komist á áfangastað. „Við erum búin að manna nóttina og svo erum við með starfsfólk í húsi sem er tilbúið til að taka við þessu helsta í fyrramálið. Það er ekkert annað en það enda eru um 70 starfsmenn ekki mikið fyrir svona stóra stofnun, þetta er bara það allra nauðsynlegasta. Við erum að tala um gjörgæslu, skurðstofu, svæfingu, og legudeildirnar bara rétt til þess að bæta í liðsaukann í fyrramálið.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira