Vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. febrúar 2022 21:15 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Valur sigraði Víking 33-19 í kvöld í Olís-deild karla í handbolta. Með sigrinum komu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var ánægður að leik loknum. „Stórsigur, öruggur sigur. Ánægður með mitt lið. Það tók smá tíma að brjóta þá á bak aftur, en vorum með gott forskot í hálfleik og rúlluðum vel á liðinu. Samt alltaf erfitt svona að byrja eftir langa pásu. Janúar, eins og hjá mörgum öðrum liðum verið skrautlegur út af COVID og öðru. Við misstum menn til Ungverjalands og annað slíkt. Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman. Ég er ánægður hvernig við tækluðum þennan leik.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals segir gríðarlega gott að fá Róbert Aron Horstet aftur inn í liðið eftir aðgerð sem hann fór í síðasta haust, sérstaklega eftir brotthvarf Tuma Steins Rúnarssonar út í atvinnumennsku. „Hann var náttúrulega bara að spila vörn í dag og tók hraðaupphlaupin. Við erum bara svona að reyna, eða bara gera þetta í þeim skrefum sem við eigum að gera í samráði við sjúkraþjálfara og annað. Hann er bara á fínu róli, getur kannski ekki alveg beitt sér 100 prósent sóknarlega en það er bara allt í lagi. Þetta tekur bara sinn tíma. Hann er á réttri leið. Það er gríðarlega gott að fá hann bara inn í varnarleikinn, hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og styrkir okkur klárlega þar. Tumi er farinn við þurfum bara aðeins að finna riðmann í því. Hann var lykilleikmaður hjá okkur, það tekur alltaf smá tíma til að púsla hlutunum saman eftir að hafa misst leikmann. Við finnum út úr því.“ Aðspurður hvort félagsskipti Tuma Steins Rúnarssonar hafi borið brátt að, þá hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Þegar þú missir leikmann í janúar, lykilmann, þá ber það yfirleitt brátt að. Það var bara lið út í Þýskalandi sem sýndi honum áhuga og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum, ég vildi ekkert missa hann en ég vildi heldur ekkert taka þetta tækifæri frá honum. Honum leist vel á það og Valur fékk einhverja greiðslu fyrir. Já, við reyndum klárlega að fara fá leikmenn, en það gekk því miður ekki eftir.“ Valmenn fara til Vestmannaeyja um næstu helgi og lýst Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals vel á það einvígi. „Bara eins og flestir leikir, bara vel. Erfitt að fara til eyja alltaf en gaman líka. Gott að vera komnir á stað aftur eftir langa pásu og janúar er yfirleitt rosalega leiðinlegur, svona æfingalega séð, nema þegar við vorum í Tókýó, það var mjög fínt. Við erum bara brattir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira
„Stórsigur, öruggur sigur. Ánægður með mitt lið. Það tók smá tíma að brjóta þá á bak aftur, en vorum með gott forskot í hálfleik og rúlluðum vel á liðinu. Samt alltaf erfitt svona að byrja eftir langa pásu. Janúar, eins og hjá mörgum öðrum liðum verið skrautlegur út af COVID og öðru. Við misstum menn til Ungverjalands og annað slíkt. Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman. Ég er ánægður hvernig við tækluðum þennan leik.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals segir gríðarlega gott að fá Róbert Aron Horstet aftur inn í liðið eftir aðgerð sem hann fór í síðasta haust, sérstaklega eftir brotthvarf Tuma Steins Rúnarssonar út í atvinnumennsku. „Hann var náttúrulega bara að spila vörn í dag og tók hraðaupphlaupin. Við erum bara svona að reyna, eða bara gera þetta í þeim skrefum sem við eigum að gera í samráði við sjúkraþjálfara og annað. Hann er bara á fínu róli, getur kannski ekki alveg beitt sér 100 prósent sóknarlega en það er bara allt í lagi. Þetta tekur bara sinn tíma. Hann er á réttri leið. Það er gríðarlega gott að fá hann bara inn í varnarleikinn, hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og styrkir okkur klárlega þar. Tumi er farinn við þurfum bara aðeins að finna riðmann í því. Hann var lykilleikmaður hjá okkur, það tekur alltaf smá tíma til að púsla hlutunum saman eftir að hafa misst leikmann. Við finnum út úr því.“ Aðspurður hvort félagsskipti Tuma Steins Rúnarssonar hafi borið brátt að, þá hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Þegar þú missir leikmann í janúar, lykilmann, þá ber það yfirleitt brátt að. Það var bara lið út í Þýskalandi sem sýndi honum áhuga og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum, ég vildi ekkert missa hann en ég vildi heldur ekkert taka þetta tækifæri frá honum. Honum leist vel á það og Valur fékk einhverja greiðslu fyrir. Já, við reyndum klárlega að fara fá leikmenn, en það gekk því miður ekki eftir.“ Valmenn fara til Vestmannaeyja um næstu helgi og lýst Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals vel á það einvígi. „Bara eins og flestir leikir, bara vel. Erfitt að fara til eyja alltaf en gaman líka. Gott að vera komnir á stað aftur eftir langa pásu og janúar er yfirleitt rosalega leiðinlegur, svona æfingalega séð, nema þegar við vorum í Tókýó, það var mjög fínt. Við erum bara brattir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Sjá meira