Ummæli um vanrækslu móður dæmd dauð og ómerk Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 12:53 Landsréttur dæmdi ummælin dauð og ómerk. Vísir/Vilhelm Þrenn ummæli konu um meinta vanrækslu móður á dóttur sinni hafa verið dæmd dauð og ómerk. Landsréttur lækkaði miskabætur sem konan var dæmd til að greiða móðurinni í héraði. Ummælin þrenn voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún fjallaði um dómsmál sem tengdist mæðgunum. Ummælin, sem eru dauð og ómerk, eru eftirfarandi: „Svo er það móðirin sem leyfði þessu að viðgangast, ýtti jafnvel undir það...“ „... hefur vanrækt stelpuna alla tíð og stolið af henni þeim bótum sem hún hafði rétt...“ „...á meðan móðirin gæti haldið áfram að stela öllum hennar bótum og notað fyrir sjálfa sig.“ Í niðurstöðum Landsréttar segir að ofangreind ummæli feli í sér staðhæfingar um staðreyndir fremur en gildisdóma. Í dómaframkvæmd hér á landi sem og í Mannréttindadómstól Evrópu hefur því verið slegið föstu að mikilvægt sé að greina þar á milli. Landsréttur segir ummælin hafa falið í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi af hálfu móðurinnar. Gilti einu þótt konan hefði ekki nefnt móðurina á nafn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið í færslu hennar. Þá hefðu upplýsingar sem lágu til grundvallar ummælunum ekki veitt konunni næga stoð fyrir þeim. Loks hefðu ummælin hvorki beinst að opinberri persónu né verið neins konar framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu. Af þeim ástæðum dæmdi Landsréttur ummælin dauð og ómerk auk þess að gera konunni að greiða móðurinni 100 þúsund krónur í miskabætur. Í héraði hafði móðurinni verið dæmdar 300 þúsund krónur í bætur. Á rætur að rekja til meints kynferðisbrots Málsatvik voru þau að árið 2015 hófst rannsókn lögreglu á ætluðu kynferðisbroti. Dóttir konunnar, sem er með þroskahömlun, kom þá ásamt föður sínum og stjúpmóður á lögreglustöð til að tilkynna grun um að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Að lokinni rannsókn lögreglu var gefin út ákæra á hendur manni, sem er þrjátíu árum eldri en dóttirin, fyrir kynferðisbrot. Árið 2017 sýknaði fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands manninn og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Málið rataði á síður blaðanna árið 2019 og var það þá sem konan kaus að tjá sig um málið á Facebooksíðu sinni. Í pistli þar segist konan telja að í málinu hafi verið um tvo gerendur að ræða, þann sem var ákærður og móður stúlkunnar. Í kjölfarið sendi lögmaður móðurinnar konunni bréf þar sem afsökunarbeiðni var krafist auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Svo fór, sem áður segir, að ummæli konunnar voru dæmd dauð og ómerk á tveimur dómstigum auk þess sem konunni var gert að greiða 100 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ummælin þrenn voru hluti af lengri Facebook-færslu konunnar þar sem hún fjallaði um dómsmál sem tengdist mæðgunum. Ummælin, sem eru dauð og ómerk, eru eftirfarandi: „Svo er það móðirin sem leyfði þessu að viðgangast, ýtti jafnvel undir það...“ „... hefur vanrækt stelpuna alla tíð og stolið af henni þeim bótum sem hún hafði rétt...“ „...á meðan móðirin gæti haldið áfram að stela öllum hennar bótum og notað fyrir sjálfa sig.“ Í niðurstöðum Landsréttar segir að ofangreind ummæli feli í sér staðhæfingar um staðreyndir fremur en gildisdóma. Í dómaframkvæmd hér á landi sem og í Mannréttindadómstól Evrópu hefur því verið slegið föstu að mikilvægt sé að greina þar á milli. Landsréttur segir ummælin hafa falið í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi af hálfu móðurinnar. Gilti einu þótt konan hefði ekki nefnt móðurina á nafn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið í færslu hennar. Þá hefðu upplýsingar sem lágu til grundvallar ummælunum ekki veitt konunni næga stoð fyrir þeim. Loks hefðu ummælin hvorki beinst að opinberri persónu né verið neins konar framlag til almennrar þjóðfélagsumræðu. Af þeim ástæðum dæmdi Landsréttur ummælin dauð og ómerk auk þess að gera konunni að greiða móðurinni 100 þúsund krónur í miskabætur. Í héraði hafði móðurinni verið dæmdar 300 þúsund krónur í bætur. Á rætur að rekja til meints kynferðisbrots Málsatvik voru þau að árið 2015 hófst rannsókn lögreglu á ætluðu kynferðisbroti. Dóttir konunnar, sem er með þroskahömlun, kom þá ásamt föður sínum og stjúpmóður á lögreglustöð til að tilkynna grun um að hún hefði orðið fyrir kynferðisbroti. Að lokinni rannsókn lögreglu var gefin út ákæra á hendur manni, sem er þrjátíu árum eldri en dóttirin, fyrir kynferðisbrot. Árið 2017 sýknaði fjölskipaður Héraðsdómur Suðurlands manninn og vísaði bótakröfu stúlkunnar frá dómi. Málið rataði á síður blaðanna árið 2019 og var það þá sem konan kaus að tjá sig um málið á Facebooksíðu sinni. Í pistli þar segist konan telja að í málinu hafi verið um tvo gerendur að ræða, þann sem var ákærður og móður stúlkunnar. Í kjölfarið sendi lögmaður móðurinnar konunni bréf þar sem afsökunarbeiðni var krafist auk 500 þúsund króna miskabótagreiðslu. Svo fór, sem áður segir, að ummæli konunnar voru dæmd dauð og ómerk á tveimur dómstigum auk þess sem konunni var gert að greiða 100 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira