Gerðu hlé vegna yfirliðs spyrils Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 21:27 Sævar Helgi hljóp í skarðið fyrir Kristjönu. RÚV Skipta þurfti yfir í auglýsingar í miðri Gettu betur keppni kvöldsins þar sem Kristjana Arnarsdóttir spyrill féll í yfirlið. „Ég verð að fá að setjast aðeins niður, afsakið þetta. Er hægt að gera smá hlé?“ sagði Kristjana á meðan dómarar réðu ráðum sínum eftir hraðaspurningar. Í frétt RÚV segir að sex mínútna hlé hafi þá verið gert á útsendingu á meðan hlúð var að Kristjönu. Sævar Helgi Bragason dómari hljóp í skarðið fyrir Kristjönu og tilkynnti að liðið hefði yfir hana en að hún væri heil heilsu. Hann benti réttilega á að allt geti gerst í beinni sjónvarpsútsendingu. Í frétt RÚV segir að Kristjana hafi leitað á bráðamóttöku til skoðunar en að henni hafi liðið vel miðað við aðstæður. Kristjana greindi frá því í byrjun janúar að þau Haraldur Franklín Magnús ættu von á sínu fyrsta barni. Mikið álag á starfsfólki Anna Fríða Gísladóttir, yfirmaður stafrænnar markaðssetningar hjá BIOEFFECT og vinkona Kristjönu, sagði á Twittersíðu sinni eftir atvikið að RÚV ætti að taka ábyrgð og huga að álagi á starfsfólk sitt og að önnur eins atvik hafi komið upp áður. #gettubetur@RUVohf takið ábyrgð og hugið að álagi á fólkinu ykkar. Þetta er ekki fyrsta skipti sem svona gerist. En látið þetta vera það seinasta.— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) February 4, 2022 Þórhildur Þorkelsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á RÚV virðist taka undir með Önnu Fríðu en hún endurtísti færslu hennar. Fyrir nánast sléttum tíu árum kom álíka atvik upp þegar leið yfir Guðrúnu Dís Emilsdóttur við tökur á Gettu betur. Greint var frá því í dag að Gunna Dís hefur snúið aftur á Ríkisútvarpið á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Ég verð að fá að setjast aðeins niður, afsakið þetta. Er hægt að gera smá hlé?“ sagði Kristjana á meðan dómarar réðu ráðum sínum eftir hraðaspurningar. Í frétt RÚV segir að sex mínútna hlé hafi þá verið gert á útsendingu á meðan hlúð var að Kristjönu. Sævar Helgi Bragason dómari hljóp í skarðið fyrir Kristjönu og tilkynnti að liðið hefði yfir hana en að hún væri heil heilsu. Hann benti réttilega á að allt geti gerst í beinni sjónvarpsútsendingu. Í frétt RÚV segir að Kristjana hafi leitað á bráðamóttöku til skoðunar en að henni hafi liðið vel miðað við aðstæður. Kristjana greindi frá því í byrjun janúar að þau Haraldur Franklín Magnús ættu von á sínu fyrsta barni. Mikið álag á starfsfólki Anna Fríða Gísladóttir, yfirmaður stafrænnar markaðssetningar hjá BIOEFFECT og vinkona Kristjönu, sagði á Twittersíðu sinni eftir atvikið að RÚV ætti að taka ábyrgð og huga að álagi á starfsfólk sitt og að önnur eins atvik hafi komið upp áður. #gettubetur@RUVohf takið ábyrgð og hugið að álagi á fólkinu ykkar. Þetta er ekki fyrsta skipti sem svona gerist. En látið þetta vera það seinasta.— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) February 4, 2022 Þórhildur Þorkelsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á RÚV virðist taka undir með Önnu Fríðu en hún endurtísti færslu hennar. Fyrir nánast sléttum tíu árum kom álíka atvik upp þegar leið yfir Guðrúnu Dís Emilsdóttur við tökur á Gettu betur. Greint var frá því í dag að Gunna Dís hefur snúið aftur á Ríkisútvarpið á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent