Stórt verkefni – skammur tími Þorkell Heiðarsson skrifar 4. febrúar 2022 12:31 Hringrásarhagkerfið er nær okkur en margir gera sér grein fyrir. Það var í raun leitt í lög á alþingi og nú er það hlutverk Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og fylgja lögunum eftir. Þetta kallar á samhent viðbrögð og vinnusemi. Samkvæmt lögunum verður skylt að safna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa. Einnig verður skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa, við heimili eða í grenndarstöðvum. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023. Framundan eru því tímamót í umhverfismálum borgarinnar sem kalla að sjálfsögðu á breytingar á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægust verður samt aðkoma grasrótarinnar, íbúanna – okkar sjálfra. Fjögurra flokka kerfi Fjögurra flokka kerfið er kannski á útleið í íslenskri pólitík, en sannarlega á innleið í þessum málaflokki. Ný fjögurra flokka skipting verður tekin upp við öll heimili: tvær tvískiptar tunnur fyrir lífrænan eldhúsúrgang, blandað sorp auk pappírs og plasts sem við þekkjum nú þegar.Þetta er stórt verkefni sem snýr annars vegar flokkun og söfnun heimilisúrgangs og hins vegar að sanngjarnri innheimtu endurgjalds af einstaklingum og lögaðilum fyrir þann kostnað sem hlýst af meðhöndlun úrgangs. Í nýjum tillögum starfshóps um samræmt úrgangsflokkunarkerfi er lagt er til að komið verði uppi neti stærri og smærri grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í öruggri göngufjarlægð og í alfaraleið þar sem tekið verður við gleri, skilagjaldsskyldum umbúðum, málmi og textíl.Borgin þarf því að endurhanna alla hirðu úrgangs, staðsetningu og merkingu íláta og innheimtu gjalda af einstaklingum og lögaðilum fyrir meðhöndlunina. Sá borgar sem mengar Frá og með 1. janúar 2023 verður innleidd svokölluð greiðsluregla sem er ein af meginreglum umhverfisréttarins. Þetta þýðir einfaldlega að sá borgar sem mengar. Það er því verkefni borgarinnar að innheimta gjald sem tekur mið af magni úrgangs, gerð, losunartíðni, frágangi úrgangs og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kostnað við meðhöndlun hans. Þeir sem minnka úrganginn sinn, flokka betur borga einfaldlega minna. Það hefur sýnt sig að þetta er eitt áhrifamesta kerfi í evrópskum borgum til að minnka úrgang og mengun og innleiða hringrásarhagkerfið. Skammur tími til stefnu Reykjavík þarf að endurskoða alla svæðisáætlun um úrgangsmeðhöndlun, samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem og gjaldskrá. Nú þarf að greina í þaula allan þann kostnað sem tengist úrgangsmálum borgarinnar. Nýtt kerfi muni stórauka flokkun og endurvinnslu og mikilvægt er að fá alla með á vagninn.Það er skammur tími til stefnu, einungis 10 mánuðir, og mikið verk að vinna! Borgin þarf að bregðast við strax og vinna hratt á næstunni – verkefnið er klárt. Þetta er hið raunverulega stóra verkefni borgarinnar á þessu ári. Hringrásarhagkerfi kallar á breiða sátt og samvinnu almennings, atvinnulífs og stjórnvalda. Það er okkar allra hagur að þetta verkefni takist vel enda hagur umhverfis og náttúru sem við erum jú hluti af.Rusl er ekki úrgangur heldur hráefni sem ber að koma aftur inn í hringrásarhagkerfið. Þess vegna þurfum við að öll flokka og endurvinna. Hringrásarhagkerfið er ekki bara eitt mikilvægasta aflið gegn loftlagsbreytingum heldur líka hagkvæmara kerfi fyrir alla. Það er nefnilega aldrei skynsamlegt að henda verðmætum. Höfundur er náttúrufræðingur og frambjóðandi í 5. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Umhverfismál Þorkell Heiðarsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hringrásarhagkerfið er nær okkur en margir gera sér grein fyrir. Það var í raun leitt í lög á alþingi og nú er það hlutverk Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og fylgja lögunum eftir. Þetta kallar á samhent viðbrögð og vinnusemi. Samkvæmt lögunum verður skylt að safna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa. Einnig verður skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa, við heimili eða í grenndarstöðvum. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023. Framundan eru því tímamót í umhverfismálum borgarinnar sem kalla að sjálfsögðu á breytingar á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægust verður samt aðkoma grasrótarinnar, íbúanna – okkar sjálfra. Fjögurra flokka kerfi Fjögurra flokka kerfið er kannski á útleið í íslenskri pólitík, en sannarlega á innleið í þessum málaflokki. Ný fjögurra flokka skipting verður tekin upp við öll heimili: tvær tvískiptar tunnur fyrir lífrænan eldhúsúrgang, blandað sorp auk pappírs og plasts sem við þekkjum nú þegar.Þetta er stórt verkefni sem snýr annars vegar flokkun og söfnun heimilisúrgangs og hins vegar að sanngjarnri innheimtu endurgjalds af einstaklingum og lögaðilum fyrir þann kostnað sem hlýst af meðhöndlun úrgangs. Í nýjum tillögum starfshóps um samræmt úrgangsflokkunarkerfi er lagt er til að komið verði uppi neti stærri og smærri grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í öruggri göngufjarlægð og í alfaraleið þar sem tekið verður við gleri, skilagjaldsskyldum umbúðum, málmi og textíl.Borgin þarf því að endurhanna alla hirðu úrgangs, staðsetningu og merkingu íláta og innheimtu gjalda af einstaklingum og lögaðilum fyrir meðhöndlunina. Sá borgar sem mengar Frá og með 1. janúar 2023 verður innleidd svokölluð greiðsluregla sem er ein af meginreglum umhverfisréttarins. Þetta þýðir einfaldlega að sá borgar sem mengar. Það er því verkefni borgarinnar að innheimta gjald sem tekur mið af magni úrgangs, gerð, losunartíðni, frágangi úrgangs og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kostnað við meðhöndlun hans. Þeir sem minnka úrganginn sinn, flokka betur borga einfaldlega minna. Það hefur sýnt sig að þetta er eitt áhrifamesta kerfi í evrópskum borgum til að minnka úrgang og mengun og innleiða hringrásarhagkerfið. Skammur tími til stefnu Reykjavík þarf að endurskoða alla svæðisáætlun um úrgangsmeðhöndlun, samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem og gjaldskrá. Nú þarf að greina í þaula allan þann kostnað sem tengist úrgangsmálum borgarinnar. Nýtt kerfi muni stórauka flokkun og endurvinnslu og mikilvægt er að fá alla með á vagninn.Það er skammur tími til stefnu, einungis 10 mánuðir, og mikið verk að vinna! Borgin þarf að bregðast við strax og vinna hratt á næstunni – verkefnið er klárt. Þetta er hið raunverulega stóra verkefni borgarinnar á þessu ári. Hringrásarhagkerfi kallar á breiða sátt og samvinnu almennings, atvinnulífs og stjórnvalda. Það er okkar allra hagur að þetta verkefni takist vel enda hagur umhverfis og náttúru sem við erum jú hluti af.Rusl er ekki úrgangur heldur hráefni sem ber að koma aftur inn í hringrásarhagkerfið. Þess vegna þurfum við að öll flokka og endurvinna. Hringrásarhagkerfið er ekki bara eitt mikilvægasta aflið gegn loftlagsbreytingum heldur líka hagkvæmara kerfi fyrir alla. Það er nefnilega aldrei skynsamlegt að henda verðmætum. Höfundur er náttúrufræðingur og frambjóðandi í 5. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun