Stjórnvöld kynda verðbólgubálið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2022 11:01 Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum. Þannig eru meðalvextir í Bretlandi og Bandaríkjunum 0,25% og stendur ekki til að hækka þá samkvæmt nýjustu tíðindum. Menn virðast sammála um að þreyja meðan núverandi ástand ríkir. Nema á Íslandi.Nú virðist svo sem Seðlabankinn sé tekinn til við fyrri iðju að stórhækka stýrivexti með tiheyrandi kostnaðarauka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Enn skal spurt hvers vegna vextir hér þurfi að vera hærri en á flestum byggðum bólum til annars en að moka undir fjármálakerfið. Helstu ástæður verðbólgu hér á landi er hækkun húsnæðisliðar. Sú hækkun er mannanna verk og einkum í boði borgarstjórans í Reykjavík og fylgifiska hans. Viðvarandi lóðaskortur í Reykjavík og dýrar lóðir á þéttingarreitum valda hér mestu um. Lítil von er til breytinga í þessum efnum nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti verði sendur í frí til frambúðar. Hætt er við þegar fram komnar vaxtahækkanir muni bitna sérstaklega harkalega á þeim sem nýlega hafa fest kaup á fasteign og einnig þeim sem eru föst á leigumarkaði. Verði um frekari hækkanir að ræða mun enn herða að og hætt er við að ástandið muni bitna mest á skuldsettum heimilum og fólki a leigumarkaði. Ætla stjórnvöld að sitja við sinn keip í vaxtahækkunum þegar hætt er við að fólk flæmist af heimilum sínum enn einu sinni. Sporin hræða þegar horft er til þess ástands sem skapaðist árin eftir hrun. Það má ekki henda að fjölskyldur fari á vonarvöl vegna okurvaxta enn einu sinni. Seðlabankinn hefur einnig beitt öðrum ráðstöfunum til að efla hér verðbólgu nefnilega að vinna gegn styrkingu krónunnar með inngripum á markaði. Seðlabankinn tekur semsagt afstöðu með fjármálakerfinu og útflutningsgeiranum gegn almenningi og þeim sem stunda þjónustu. Vonir voru bundnar við að með nýjum seðlabankastjóra myndu fylgja nýir siðir en að ekki yrði hjakkað í gömlum hjólförum. Þær væntingar hafa dvínað mjög eftir því sem á faraldurinn hefur liðið. Seðlabankastjóri hefur meira að segja dottið í gryfju þóttans sem einkenndi forvera hans og hefur hent fram einstöku fimmaurabrandara þegar að honum er sótt líkt og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Aukin verðbólga og varnir gegn henni er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar og ekki dugar að bíða eftir minnisblaði. Það þarf að grípa til aðgerða strax.Aumkunarverð er tilraun formanns framsóknarflokksins að reyna að halda því fram að hann sé fylgjandi því að taka húsnæðisliðinn útúr vísitölunni. Hann fékk tækifæri til þess á þingi árið 2018 þegar þingmenn Miðflokksins lögðu fram frumvarp þar að lútandi en hann og húskarlar hans og kerlingar höfðu ekki þor. Það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum í undanfara kosninga og sitja síðan með hendur í skauti í fjögur ár eins og er háttur framsóknar. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum. Þannig eru meðalvextir í Bretlandi og Bandaríkjunum 0,25% og stendur ekki til að hækka þá samkvæmt nýjustu tíðindum. Menn virðast sammála um að þreyja meðan núverandi ástand ríkir. Nema á Íslandi.Nú virðist svo sem Seðlabankinn sé tekinn til við fyrri iðju að stórhækka stýrivexti með tiheyrandi kostnaðarauka fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. Enn skal spurt hvers vegna vextir hér þurfi að vera hærri en á flestum byggðum bólum til annars en að moka undir fjármálakerfið. Helstu ástæður verðbólgu hér á landi er hækkun húsnæðisliðar. Sú hækkun er mannanna verk og einkum í boði borgarstjórans í Reykjavík og fylgifiska hans. Viðvarandi lóðaskortur í Reykjavík og dýrar lóðir á þéttingarreitum valda hér mestu um. Lítil von er til breytinga í þessum efnum nema núverandi borgarstjórnarmeirihluti verði sendur í frí til frambúðar. Hætt er við þegar fram komnar vaxtahækkanir muni bitna sérstaklega harkalega á þeim sem nýlega hafa fest kaup á fasteign og einnig þeim sem eru föst á leigumarkaði. Verði um frekari hækkanir að ræða mun enn herða að og hætt er við að ástandið muni bitna mest á skuldsettum heimilum og fólki a leigumarkaði. Ætla stjórnvöld að sitja við sinn keip í vaxtahækkunum þegar hætt er við að fólk flæmist af heimilum sínum enn einu sinni. Sporin hræða þegar horft er til þess ástands sem skapaðist árin eftir hrun. Það má ekki henda að fjölskyldur fari á vonarvöl vegna okurvaxta enn einu sinni. Seðlabankinn hefur einnig beitt öðrum ráðstöfunum til að efla hér verðbólgu nefnilega að vinna gegn styrkingu krónunnar með inngripum á markaði. Seðlabankinn tekur semsagt afstöðu með fjármálakerfinu og útflutningsgeiranum gegn almenningi og þeim sem stunda þjónustu. Vonir voru bundnar við að með nýjum seðlabankastjóra myndu fylgja nýir siðir en að ekki yrði hjakkað í gömlum hjólförum. Þær væntingar hafa dvínað mjög eftir því sem á faraldurinn hefur liðið. Seðlabankastjóri hefur meira að segja dottið í gryfju þóttans sem einkenndi forvera hans og hefur hent fram einstöku fimmaurabrandara þegar að honum er sótt líkt og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Aukin verðbólga og varnir gegn henni er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar og ekki dugar að bíða eftir minnisblaði. Það þarf að grípa til aðgerða strax.Aumkunarverð er tilraun formanns framsóknarflokksins að reyna að halda því fram að hann sé fylgjandi því að taka húsnæðisliðinn útúr vísitölunni. Hann fékk tækifæri til þess á þingi árið 2018 þegar þingmenn Miðflokksins lögðu fram frumvarp þar að lútandi en hann og húskarlar hans og kerlingar höfðu ekki þor. Það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum í undanfara kosninga og sitja síðan með hendur í skauti í fjögur ár eins og er háttur framsóknar. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun