Sækist eftir fyrsta sæti í Árborg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 22:16 Bragi sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Aðsend Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar, sækist eftir því að leiða framboð Sjálfstæðisflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann gefur því kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í sveitarfélaginu þann 19. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Braga, sem einnig birtist á Facebook-síðu framboðs hans. „Ég er 40 ára, eiginmaður og faðir þriggja barna og verið svo lánsamur að fá að ala þau upp hérna í Árborg. Ég er menntaður íþróttafræðingur, með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hef starfað sem stjórnandi hjá Sveitarfélaginu Árborg í 14 ár, nú sem deildastjóri frístunda- og menningardeildar. Á þessum tíma hef ég unnið að íþrótta-, frístunda-, forvarna-, viðburða-, markaðs- og ferðaþjónustumálum fyrir sveitarfélagið og vil nýta þá miklu þekkingu sem ég hef til áframhaldandi vinnu fyrir samfélagið á breiðari vettvangi. Ég legg áherslu á ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem öflug fjármálastjórn og forgangsröðun skapar tækifæri og forsendur til að veita okkur íbúum betri þjónustu til framtíðar. Samhliða þeirri íbúafjölgun sem hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf að fjölga atvinnutækifærum svo íbúar hafi fleiri valmöguleika um störf í nærsamfélaginu. Þar vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar svo samfélagið okkar geti haldið áfram að vaxa en á þeim forsendum að innviðir, líkt og leik- og grunnskólar, hitaveita og önnur mikilvæg þjónustu sé tilbúin undir slíkt,“ segir Bragi. Þá segir hann tekjur ekki hafa fylgt þeim verkefnum sem færst hafi til sveitarfélaga frá hinu opinbera. Segist hann vilja vera sterk rödd Árborgar í samstarfi við önnur sveitarfélög um að hið opinbera leiðrétti kostnaðarþátttöku sína í verkefnum á borð við málefni fatlaðra, og leik- og grunnskóla. „Það er að mínu mati frábært að ala upp börn í Sveitarfélaginu Árborg og vil ég leggja allan minn metnað í að það verði áfram eftirsóknarvert að búa í sveitarfélaginu. Það hefur blundað í mér í nokkurn tíma að taka skrefið inn á hið pólitíska svið og vill ég gera það af fullum krafti og einlægni. Ég sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist til að leiða samstilltan hóp fólks til góðra verka fyrir samfélagið. Öflugt lið þar sem allir hafa rödd og stuðning til að ljúka verkefnum og ná settum markmiðum. Þar tel ég að reynsla mín úr daglegum störfum og félagsmálum nýtist vel,“ skrifar Bragi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Braga, sem einnig birtist á Facebook-síðu framboðs hans. „Ég er 40 ára, eiginmaður og faðir þriggja barna og verið svo lánsamur að fá að ala þau upp hérna í Árborg. Ég er menntaður íþróttafræðingur, með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hef starfað sem stjórnandi hjá Sveitarfélaginu Árborg í 14 ár, nú sem deildastjóri frístunda- og menningardeildar. Á þessum tíma hef ég unnið að íþrótta-, frístunda-, forvarna-, viðburða-, markaðs- og ferðaþjónustumálum fyrir sveitarfélagið og vil nýta þá miklu þekkingu sem ég hef til áframhaldandi vinnu fyrir samfélagið á breiðari vettvangi. Ég legg áherslu á ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem öflug fjármálastjórn og forgangsröðun skapar tækifæri og forsendur til að veita okkur íbúum betri þjónustu til framtíðar. Samhliða þeirri íbúafjölgun sem hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf að fjölga atvinnutækifærum svo íbúar hafi fleiri valmöguleika um störf í nærsamfélaginu. Þar vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar svo samfélagið okkar geti haldið áfram að vaxa en á þeim forsendum að innviðir, líkt og leik- og grunnskólar, hitaveita og önnur mikilvæg þjónustu sé tilbúin undir slíkt,“ segir Bragi. Þá segir hann tekjur ekki hafa fylgt þeim verkefnum sem færst hafi til sveitarfélaga frá hinu opinbera. Segist hann vilja vera sterk rödd Árborgar í samstarfi við önnur sveitarfélög um að hið opinbera leiðrétti kostnaðarþátttöku sína í verkefnum á borð við málefni fatlaðra, og leik- og grunnskóla. „Það er að mínu mati frábært að ala upp börn í Sveitarfélaginu Árborg og vil ég leggja allan minn metnað í að það verði áfram eftirsóknarvert að búa í sveitarfélaginu. Það hefur blundað í mér í nokkurn tíma að taka skrefið inn á hið pólitíska svið og vill ég gera það af fullum krafti og einlægni. Ég sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist til að leiða samstilltan hóp fólks til góðra verka fyrir samfélagið. Öflugt lið þar sem allir hafa rödd og stuðning til að ljúka verkefnum og ná settum markmiðum. Þar tel ég að reynsla mín úr daglegum störfum og félagsmálum nýtist vel,“ skrifar Bragi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira