Sækist eftir fyrsta sæti í Árborg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 22:16 Bragi sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Aðsend Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar, sækist eftir því að leiða framboð Sjálfstæðisflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann gefur því kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í sveitarfélaginu þann 19. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Braga, sem einnig birtist á Facebook-síðu framboðs hans. „Ég er 40 ára, eiginmaður og faðir þriggja barna og verið svo lánsamur að fá að ala þau upp hérna í Árborg. Ég er menntaður íþróttafræðingur, með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hef starfað sem stjórnandi hjá Sveitarfélaginu Árborg í 14 ár, nú sem deildastjóri frístunda- og menningardeildar. Á þessum tíma hef ég unnið að íþrótta-, frístunda-, forvarna-, viðburða-, markaðs- og ferðaþjónustumálum fyrir sveitarfélagið og vil nýta þá miklu þekkingu sem ég hef til áframhaldandi vinnu fyrir samfélagið á breiðari vettvangi. Ég legg áherslu á ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem öflug fjármálastjórn og forgangsröðun skapar tækifæri og forsendur til að veita okkur íbúum betri þjónustu til framtíðar. Samhliða þeirri íbúafjölgun sem hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf að fjölga atvinnutækifærum svo íbúar hafi fleiri valmöguleika um störf í nærsamfélaginu. Þar vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar svo samfélagið okkar geti haldið áfram að vaxa en á þeim forsendum að innviðir, líkt og leik- og grunnskólar, hitaveita og önnur mikilvæg þjónustu sé tilbúin undir slíkt,“ segir Bragi. Þá segir hann tekjur ekki hafa fylgt þeim verkefnum sem færst hafi til sveitarfélaga frá hinu opinbera. Segist hann vilja vera sterk rödd Árborgar í samstarfi við önnur sveitarfélög um að hið opinbera leiðrétti kostnaðarþátttöku sína í verkefnum á borð við málefni fatlaðra, og leik- og grunnskóla. „Það er að mínu mati frábært að ala upp börn í Sveitarfélaginu Árborg og vil ég leggja allan minn metnað í að það verði áfram eftirsóknarvert að búa í sveitarfélaginu. Það hefur blundað í mér í nokkurn tíma að taka skrefið inn á hið pólitíska svið og vill ég gera það af fullum krafti og einlægni. Ég sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist til að leiða samstilltan hóp fólks til góðra verka fyrir samfélagið. Öflugt lið þar sem allir hafa rödd og stuðning til að ljúka verkefnum og ná settum markmiðum. Þar tel ég að reynsla mín úr daglegum störfum og félagsmálum nýtist vel,“ skrifar Bragi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Braga, sem einnig birtist á Facebook-síðu framboðs hans. „Ég er 40 ára, eiginmaður og faðir þriggja barna og verið svo lánsamur að fá að ala þau upp hérna í Árborg. Ég er menntaður íþróttafræðingur, með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og hef starfað sem stjórnandi hjá Sveitarfélaginu Árborg í 14 ár, nú sem deildastjóri frístunda- og menningardeildar. Á þessum tíma hef ég unnið að íþrótta-, frístunda-, forvarna-, viðburða-, markaðs- og ferðaþjónustumálum fyrir sveitarfélagið og vil nýta þá miklu þekkingu sem ég hef til áframhaldandi vinnu fyrir samfélagið á breiðari vettvangi. Ég legg áherslu á ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem öflug fjármálastjórn og forgangsröðun skapar tækifæri og forsendur til að veita okkur íbúum betri þjónustu til framtíðar. Samhliða þeirri íbúafjölgun sem hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf að fjölga atvinnutækifærum svo íbúar hafi fleiri valmöguleika um störf í nærsamfélaginu. Þar vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar svo samfélagið okkar geti haldið áfram að vaxa en á þeim forsendum að innviðir, líkt og leik- og grunnskólar, hitaveita og önnur mikilvæg þjónustu sé tilbúin undir slíkt,“ segir Bragi. Þá segir hann tekjur ekki hafa fylgt þeim verkefnum sem færst hafi til sveitarfélaga frá hinu opinbera. Segist hann vilja vera sterk rödd Árborgar í samstarfi við önnur sveitarfélög um að hið opinbera leiðrétti kostnaðarþátttöku sína í verkefnum á borð við málefni fatlaðra, og leik- og grunnskóla. „Það er að mínu mati frábært að ala upp börn í Sveitarfélaginu Árborg og vil ég leggja allan minn metnað í að það verði áfram eftirsóknarvert að búa í sveitarfélaginu. Það hefur blundað í mér í nokkurn tíma að taka skrefið inn á hið pólitíska svið og vill ég gera það af fullum krafti og einlægni. Ég sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist til að leiða samstilltan hóp fólks til góðra verka fyrir samfélagið. Öflugt lið þar sem allir hafa rödd og stuðning til að ljúka verkefnum og ná settum markmiðum. Þar tel ég að reynsla mín úr daglegum störfum og félagsmálum nýtist vel,“ skrifar Bragi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira