Salah og Mané mætast í úrslitum eftir annan vítaspyrnusigur Egypta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2022 21:50 Mohamed Salah mætir liðsfélaga sínum hjá Liverpool í úrslitum Afríkumótsins í fótbolta á sunnudaginn. Visionhaus/Getty Images Egyptar eru komnir í úrslit Afríkumótsins í fótbolta eftir 3-1 sigur gegn heimamönnum í Kamerún í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Kamerún voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Egypta trekk í trekk. Þeir áttu meðal annars skalla í samskeytin, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum, en þó mátti sjá þreytumerki á báðum liðum. Minna var því um færi í síðari hálfleik en þeim fyrri sem varð til þess að ekki var heldur skorað í síðari hálfleik. Það dró þó til tíðinda á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Carlos Queiroz, þjálfari Egypta, nældi sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og var þar með rekinn rakleiðis upp í stúku. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma var þó markalaust jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Rétt eins og í síðari hálfleik var nokkur þreyta í báðum liðum, en þetta var þriðja framlenging Egypta á mótinu. Egyptarnir voru þó ansi nálægt því að stela sigrinum undir lok framlengingarinnar þegar þeir komust upp að endalínu, en fyrirgjöfin sigldi framhjá þremur egypskum treyjum. Það var því enn markalaust að framlengingunni lokinni og því var ekkert annað í stöðunni en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Vincent Aboubakar kom heimamönnum yfir úr fyrstu spyrnunni áður en Zizo jafnaði fyrir Egypta. Harold Moukoudi tók aðra spyrnu Kamerún, en spyrnan var slöpp og Gabaski varði frá honum. Mohamed Abdelmonem kom Egyptum svo í forystu áður en Gabaski varði sína aðra spyrnu, í þetta sinn frá James Lea Siliki. Egyptar komust svo í 3-1 þegar Mohanad Lasheen skoraði af öryggi, og það þýddi að Clinton N'Jie þurfti að skora til að halda vonum Kamerún á lífi. N'Jie skaut hins vegar framhjá og Egyptar fögnuðu því 3-1 sigri eftir vítaspyrnukeppni. Egyptar eru því á leið í úrslit Afríkumótsins á sunnudaginn þar sem liðið mætir Senegal. Afríkukeppnin í fótbolta Egyptaland Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Heimamenn í Kamerún voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Egypta trekk í trekk. Þeir áttu meðal annars skalla í samskeytin, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum, en þó mátti sjá þreytumerki á báðum liðum. Minna var því um færi í síðari hálfleik en þeim fyrri sem varð til þess að ekki var heldur skorað í síðari hálfleik. Það dró þó til tíðinda á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Carlos Queiroz, þjálfari Egypta, nældi sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og var þar með rekinn rakleiðis upp í stúku. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma var þó markalaust jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Rétt eins og í síðari hálfleik var nokkur þreyta í báðum liðum, en þetta var þriðja framlenging Egypta á mótinu. Egyptarnir voru þó ansi nálægt því að stela sigrinum undir lok framlengingarinnar þegar þeir komust upp að endalínu, en fyrirgjöfin sigldi framhjá þremur egypskum treyjum. Það var því enn markalaust að framlengingunni lokinni og því var ekkert annað í stöðunni en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Vincent Aboubakar kom heimamönnum yfir úr fyrstu spyrnunni áður en Zizo jafnaði fyrir Egypta. Harold Moukoudi tók aðra spyrnu Kamerún, en spyrnan var slöpp og Gabaski varði frá honum. Mohamed Abdelmonem kom Egyptum svo í forystu áður en Gabaski varði sína aðra spyrnu, í þetta sinn frá James Lea Siliki. Egyptar komust svo í 3-1 þegar Mohanad Lasheen skoraði af öryggi, og það þýddi að Clinton N'Jie þurfti að skora til að halda vonum Kamerún á lífi. N'Jie skaut hins vegar framhjá og Egyptar fögnuðu því 3-1 sigri eftir vítaspyrnukeppni. Egyptar eru því á leið í úrslit Afríkumótsins á sunnudaginn þar sem liðið mætir Senegal.
Afríkukeppnin í fótbolta Egyptaland Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira