Ef skólinn hættir að snúast um menntun Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 3. febrúar 2022 15:30 Mér finnst hugtakið menntun heillandi enda býður það upp á svo víða túlkun og rökræður. Grunnskólinn spannar mikilvægt mótunar- og þroskaskeið í lífi allra. Áhrif skólastigsins og starfsfólks þess á nemendur verða seint vanmetin. Þegar ég les viðhorfspistla eftir kjörna fulltrúa í sveitastjórnum eða skrif á íbúasíðum um málefni grunnskólans þá tek ég eftir að þau snúast mikið um viðbótarþjónustuna sem skólarnir veita, s.s. fyrirkomulag frístundar, mötuneyti og ýmis félagsleg atriði. Krafan er hvellskýr um góða þjónustu, það er vel og sannarlega mikilvægt. En ég sakna þess þó að mér finnst miklu minna skrifað og rætt um aðalhlutverk grunnskólanna sem er menntun barnanna. Er námsskráin í takt við nýja tíma? Er námið næg áskorun? Ættum við að hefja tungumálakennslu fyrr og auka framboð tungumála? Taka upp spænsku, frönsku eða fara úr dönsku í norsku og líta til þess að flest börn eru í dag altalandi á ensku þegar þau innritast í grunnskóla? Hefur verið brugðist við þessu? Hlutverk grunnskólakennarans er að undirbúa nemendur undir frekara nám og almenna þátttöku í lýðræðissamfélagi. Menntunin er hans hlutverk en uppeldið sjálft er á könnu foreldra, þótt þau mörk séu ekki alltaf kristaltær enda í eðli sínu skyld. Vísbendingar eru um að sífellt fleiri uppeldisleg atriði séu sett á könnu kennara, eins og að vera vakandi yfir því hvort börnin hafi fengið jafnt gefið í skóinn og gera athugasemdir ef út af bregður eða hvort öllum sé alltaf boðið í afmæli. Samskipti heimili og skóla eru í dag mun meiri en áður tíðkaðist. Það er jákvæð þróun en getur farið út í öfgar. Ég starfaði eitt sinn sem afleysingakennari og komst að raun um hversu mismunandi kennslustundirnar geta verið. Á meðan sumir bekkir gáfu manni kraft með leiftrandi áhuga sínum voru aðrir bekkir mjög krefjandi og fóru langt með að klára alla orku vinnudagsins í einni kennslustund. Störf kennara eins og annarra hafa sín takmörk. Oft heyrast raddir um að verkefni og vitundarvakning sem tengist samfélagsumræðu líðandi stundar þurfi að færa inn í skólana. Þá er ekkert tillit tekið til þeirra verkefna sem skólinn á að sinna að öðru leyti. Einföldum samskipti heimili og skóla Ég tel að það sé sóknarfæri að skoða betur samskipti heimili og skóla og straumlínulaga að því sem raunhæft og eðlilegt getur talist. Þannig þekkir hvor sitt hlutverk og ábyrgðarsvið betur og væntingar verða þá til samræmis við það. Afraksturinn getur ekki annað en þjónað börnunum betur. Við þurfum að átta okkur á að tæplega 40% fólks á íslenskum vinnumarkaði er í dag með háskólagráðu, eina eða fleiri. Á sama tíma er mikil eftirspurn eftir iðnmenntuðu fólki. Í mínum uppvexti var bóknámi og verknámi stillt upp sem leið A og leið B. Fór ekki saman. Þetta var brenglað gildismat og rangt. Við hvað var miðað? Möguleikar hársnyrtis með sveinspróf til að starfa víða um heim eru til dæmis ótakmarkaðir á meðan möguleikar einhvers sem er með doktorspróf í íslensku til þess hljóta að teljast litlir. Viðhorfin eru sem betur fer að breytast hratt og þau sem best standa á vinnumarkaði í dag hafa hæfni og menntun á báðum sviðum. Hefur grunnskólinn tekið mið af þessari þróun við undirbúning nemenda? Grunnskólinn á að vera staður þar sem börn og unglingar læra að þekkja hæfileika sína, færni og áhugasvið og geta byggt á þeirri vitneskju. Geta myndað sér upplýsta og ábyrga afstöðu um framtíð sína. Grunnskólinn á að kveikja áhuga þeirra, efla og styrkja sjálfsvitund og sjálfsmynd í gegnum námið. Við eigum að fagna því sem greinir okkur að í þessu tilliti en ekki að berja niður og steypa alla í sama mót meðaltalsins. Við þurfum að huga jafnt að þeim sem glíma við námsörðugleika og þeim sem skara fram úr. Báðir hópar eiga jafnan rétt á að njóta sín og hæfileika sinna. Þannig styrkist heildin mest sem er samfélagið allt. Aukið valfrelsi allra hagur Það þarf að auka valfrelsi í grunnskólunum og leyfa þeim að rækta sín sérkenni. Þannig fáum við fjölbreytt framboð skóla sem val er um. Lykilatriði er að nemendur geti valið um skóla óháð hverfaskiptingu, eins og við höfum heimilað um árabil í Garðabæ. Sérstakur Þróunarsjóður grunnskóla er til staðar í bænum sem hefur það verkefni að styðja við nýja hugsun og framþróun í skólastarfinu, þetta hefur skipt sköpum og mun gera áfram. Menntunin verður að vera í forgrunni því ef grunnskólinn hættir að snúast um sitt aðalhlutverk og megináherslan verður á allt annað sem tengist starfseminni þá fer illa. Skóli þar sem ólíkir nemendur eiga jafna möguleika á að blómstra í krafti styrkleika sinna er farsæll skóli þar sem öllum líður vel. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mér finnst hugtakið menntun heillandi enda býður það upp á svo víða túlkun og rökræður. Grunnskólinn spannar mikilvægt mótunar- og þroskaskeið í lífi allra. Áhrif skólastigsins og starfsfólks þess á nemendur verða seint vanmetin. Þegar ég les viðhorfspistla eftir kjörna fulltrúa í sveitastjórnum eða skrif á íbúasíðum um málefni grunnskólans þá tek ég eftir að þau snúast mikið um viðbótarþjónustuna sem skólarnir veita, s.s. fyrirkomulag frístundar, mötuneyti og ýmis félagsleg atriði. Krafan er hvellskýr um góða þjónustu, það er vel og sannarlega mikilvægt. En ég sakna þess þó að mér finnst miklu minna skrifað og rætt um aðalhlutverk grunnskólanna sem er menntun barnanna. Er námsskráin í takt við nýja tíma? Er námið næg áskorun? Ættum við að hefja tungumálakennslu fyrr og auka framboð tungumála? Taka upp spænsku, frönsku eða fara úr dönsku í norsku og líta til þess að flest börn eru í dag altalandi á ensku þegar þau innritast í grunnskóla? Hefur verið brugðist við þessu? Hlutverk grunnskólakennarans er að undirbúa nemendur undir frekara nám og almenna þátttöku í lýðræðissamfélagi. Menntunin er hans hlutverk en uppeldið sjálft er á könnu foreldra, þótt þau mörk séu ekki alltaf kristaltær enda í eðli sínu skyld. Vísbendingar eru um að sífellt fleiri uppeldisleg atriði séu sett á könnu kennara, eins og að vera vakandi yfir því hvort börnin hafi fengið jafnt gefið í skóinn og gera athugasemdir ef út af bregður eða hvort öllum sé alltaf boðið í afmæli. Samskipti heimili og skóla eru í dag mun meiri en áður tíðkaðist. Það er jákvæð þróun en getur farið út í öfgar. Ég starfaði eitt sinn sem afleysingakennari og komst að raun um hversu mismunandi kennslustundirnar geta verið. Á meðan sumir bekkir gáfu manni kraft með leiftrandi áhuga sínum voru aðrir bekkir mjög krefjandi og fóru langt með að klára alla orku vinnudagsins í einni kennslustund. Störf kennara eins og annarra hafa sín takmörk. Oft heyrast raddir um að verkefni og vitundarvakning sem tengist samfélagsumræðu líðandi stundar þurfi að færa inn í skólana. Þá er ekkert tillit tekið til þeirra verkefna sem skólinn á að sinna að öðru leyti. Einföldum samskipti heimili og skóla Ég tel að það sé sóknarfæri að skoða betur samskipti heimili og skóla og straumlínulaga að því sem raunhæft og eðlilegt getur talist. Þannig þekkir hvor sitt hlutverk og ábyrgðarsvið betur og væntingar verða þá til samræmis við það. Afraksturinn getur ekki annað en þjónað börnunum betur. Við þurfum að átta okkur á að tæplega 40% fólks á íslenskum vinnumarkaði er í dag með háskólagráðu, eina eða fleiri. Á sama tíma er mikil eftirspurn eftir iðnmenntuðu fólki. Í mínum uppvexti var bóknámi og verknámi stillt upp sem leið A og leið B. Fór ekki saman. Þetta var brenglað gildismat og rangt. Við hvað var miðað? Möguleikar hársnyrtis með sveinspróf til að starfa víða um heim eru til dæmis ótakmarkaðir á meðan möguleikar einhvers sem er með doktorspróf í íslensku til þess hljóta að teljast litlir. Viðhorfin eru sem betur fer að breytast hratt og þau sem best standa á vinnumarkaði í dag hafa hæfni og menntun á báðum sviðum. Hefur grunnskólinn tekið mið af þessari þróun við undirbúning nemenda? Grunnskólinn á að vera staður þar sem börn og unglingar læra að þekkja hæfileika sína, færni og áhugasvið og geta byggt á þeirri vitneskju. Geta myndað sér upplýsta og ábyrga afstöðu um framtíð sína. Grunnskólinn á að kveikja áhuga þeirra, efla og styrkja sjálfsvitund og sjálfsmynd í gegnum námið. Við eigum að fagna því sem greinir okkur að í þessu tilliti en ekki að berja niður og steypa alla í sama mót meðaltalsins. Við þurfum að huga jafnt að þeim sem glíma við námsörðugleika og þeim sem skara fram úr. Báðir hópar eiga jafnan rétt á að njóta sín og hæfileika sinna. Þannig styrkist heildin mest sem er samfélagið allt. Aukið valfrelsi allra hagur Það þarf að auka valfrelsi í grunnskólunum og leyfa þeim að rækta sín sérkenni. Þannig fáum við fjölbreytt framboð skóla sem val er um. Lykilatriði er að nemendur geti valið um skóla óháð hverfaskiptingu, eins og við höfum heimilað um árabil í Garðabæ. Sérstakur Þróunarsjóður grunnskóla er til staðar í bænum sem hefur það verkefni að styðja við nýja hugsun og framþróun í skólastarfinu, þetta hefur skipt sköpum og mun gera áfram. Menntunin verður að vera í forgrunni því ef grunnskólinn hættir að snúast um sitt aðalhlutverk og megináherslan verður á allt annað sem tengist starfseminni þá fer illa. Skóli þar sem ólíkir nemendur eiga jafna möguleika á að blómstra í krafti styrkleika sinna er farsæll skóli þar sem öllum líður vel. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun