Stjórnmál eru hópíþrótt Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 12:31 Ég hóf afskipti af bæjarmálum hér í Mosfellsbæ í upphafi árs 2010 en þá gaf ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar. Ég hafði áður hrifist af stjórnun bæjarins og þeim breytingum sem urðu á ímynd og rekstri hans eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð leiðandi afl í bæjarstjórn. Ég tók eftir stefnumótunarvinnunni sem unnin var árin 2008-9 og framtíðarsýninni sem kom út úr þeirri vinnu. Ég tók eftir samheldninni í hópnum og þeim jákvæðu straumum sem frá honum stafaði. Mig langaði að vera hluti af þessum hóp því þarna sá ég mig geta blómstrað og vaxið með því að taka þátt í því að gera samfélagið sem ég brenn svo fyrir, enn betra. Þess vegna ákvað ég að taka þátt í prófkjörinu. Ég náði 5. sætinu og fannst það góð byrjun. Strax eftir prófkjörið var hafist handa við að undirbúa stefnuskrá okkar sjálfstæðisfólks fyrir kosningarnar þá um vorið. Skipaðir voru málefnahópar og opnir málefnafundir auglýstir fyrir alla bæjarbúa þar sem safnað var hugmyndum og ábendingum hvernig við gætum gert góðan bæ enn betri. Í þeirri vinnu fengu allar raddir að njóta sín og öll sjónarmið voru gild undir stjórn oddvitans og leiðtogans. Með afrakstur þessarar vinnu fórum við svo af stað í kosningabaráttuna, full af eldmóði, glöð í fasi og með bjartsýni í hjarta. Þetta gat ekki klikkað og við sigruðum kosningarnar með glæsibrag. Sjálfstæðisflokkurinn var aftur kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Ég man hvað ég var glöð yfir þátttöku minni og fannst ég hafa verið þátttakandi í ævintýri og lagt mitt af mörkum til að gera samfélagið betra. Leiðtoginn skiptir máli Ég hef lært mikið á þessum árum mínum í bæjarmálunum ásamt því að hafa menntað mig í stjórnunar og leiðtogafræðum. Enginn fæðist fullnuma leiðtogi, leiðtogafærni ávinnst með reynslu, menntun og þjálfun. Franklin Covey segir í sínum fræðum frá fjórum hlutverkum leiðtoga sem eru: Byggja upp traust Skapa sýn Framkvæma stefnu Leysa hæfileika úr læðingi Ég vil sjá leiðtoga sem hefur skarpa sýn og hlýtt hjarta, manneskju sem tekur ábyrgar ákvarðanir á grundvelli þekkingar. Sagt hefur verið að algengustu mistök leiðtoga séu fólgin í því að ofmetnast, fyllast drambi, fyllast oftrú á sjálfan sig og eigin visku og getu. Leiðtoginn sem ber sér á brjóst og hrósar sjálfum sér, leiðtoginn sem stendur í stafni og baðar út öngum verður fljótlega bara leiðtogi yfir sjálfum sér, aðrir farnir burt. Mosfellsbær er þekkingarfyrirtæki og þar þarf leiðtoginn að vera leiðbeinandi og hvetjandi. Ég veit að menntun mín og reynsla muni höfða til breiðari hóps Mosfellinga, nýrra Mosfellinga og eldri Mosfellinga, til foreldra sem þurfa öruggt umhverfi fyrir börnin sín í skólum og frístund bæjarins. Ég vil verða næsti leiðtogi sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ og leiða flokkinn til sigurs í kosningunum í vor. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sætið í prófkjörinu 5. febrúar. Munum að stjórnmál eru hópíþrótt, gerum þetta saman og höldum áfram að gera Mosfellsbæ að besta bæ fyrir alla. Höfundur er bæjarfulltrúi og frambjóðandi í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég hóf afskipti af bæjarmálum hér í Mosfellsbæ í upphafi árs 2010 en þá gaf ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar. Ég hafði áður hrifist af stjórnun bæjarins og þeim breytingum sem urðu á ímynd og rekstri hans eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð leiðandi afl í bæjarstjórn. Ég tók eftir stefnumótunarvinnunni sem unnin var árin 2008-9 og framtíðarsýninni sem kom út úr þeirri vinnu. Ég tók eftir samheldninni í hópnum og þeim jákvæðu straumum sem frá honum stafaði. Mig langaði að vera hluti af þessum hóp því þarna sá ég mig geta blómstrað og vaxið með því að taka þátt í því að gera samfélagið sem ég brenn svo fyrir, enn betra. Þess vegna ákvað ég að taka þátt í prófkjörinu. Ég náði 5. sætinu og fannst það góð byrjun. Strax eftir prófkjörið var hafist handa við að undirbúa stefnuskrá okkar sjálfstæðisfólks fyrir kosningarnar þá um vorið. Skipaðir voru málefnahópar og opnir málefnafundir auglýstir fyrir alla bæjarbúa þar sem safnað var hugmyndum og ábendingum hvernig við gætum gert góðan bæ enn betri. Í þeirri vinnu fengu allar raddir að njóta sín og öll sjónarmið voru gild undir stjórn oddvitans og leiðtogans. Með afrakstur þessarar vinnu fórum við svo af stað í kosningabaráttuna, full af eldmóði, glöð í fasi og með bjartsýni í hjarta. Þetta gat ekki klikkað og við sigruðum kosningarnar með glæsibrag. Sjálfstæðisflokkurinn var aftur kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Ég man hvað ég var glöð yfir þátttöku minni og fannst ég hafa verið þátttakandi í ævintýri og lagt mitt af mörkum til að gera samfélagið betra. Leiðtoginn skiptir máli Ég hef lært mikið á þessum árum mínum í bæjarmálunum ásamt því að hafa menntað mig í stjórnunar og leiðtogafræðum. Enginn fæðist fullnuma leiðtogi, leiðtogafærni ávinnst með reynslu, menntun og þjálfun. Franklin Covey segir í sínum fræðum frá fjórum hlutverkum leiðtoga sem eru: Byggja upp traust Skapa sýn Framkvæma stefnu Leysa hæfileika úr læðingi Ég vil sjá leiðtoga sem hefur skarpa sýn og hlýtt hjarta, manneskju sem tekur ábyrgar ákvarðanir á grundvelli þekkingar. Sagt hefur verið að algengustu mistök leiðtoga séu fólgin í því að ofmetnast, fyllast drambi, fyllast oftrú á sjálfan sig og eigin visku og getu. Leiðtoginn sem ber sér á brjóst og hrósar sjálfum sér, leiðtoginn sem stendur í stafni og baðar út öngum verður fljótlega bara leiðtogi yfir sjálfum sér, aðrir farnir burt. Mosfellsbær er þekkingarfyrirtæki og þar þarf leiðtoginn að vera leiðbeinandi og hvetjandi. Ég veit að menntun mín og reynsla muni höfða til breiðari hóps Mosfellinga, nýrra Mosfellinga og eldri Mosfellinga, til foreldra sem þurfa öruggt umhverfi fyrir börnin sín í skólum og frístund bæjarins. Ég vil verða næsti leiðtogi sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ og leiða flokkinn til sigurs í kosningunum í vor. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sætið í prófkjörinu 5. febrúar. Munum að stjórnmál eru hópíþrótt, gerum þetta saman og höldum áfram að gera Mosfellsbæ að besta bæ fyrir alla. Höfundur er bæjarfulltrúi og frambjóðandi í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun