Hryðjuverkasamtök fyrir botni Miðjarðarhafs – vandamálið sem enginn vill ræða Finnur Th. Eiríksson skrifar 3. febrúar 2022 12:00 Enn og aftur situr Ísrael undir ásökunum um að viðhafa aðskilnaðarstefnu gagnvart þegnum sínum. Þessar ásakanir eru í raun fráleitar. Í nýlegri grein um þetta viðfangsefni benti ég meðal annars á þá staðreynd að fjöldi Araba hefur ríkisborgararétt í Ísrael og tekur þátt í samfélaginu á öllum stigum þess. Það er meira að segja arabískt flokkabandalag í núverandi ríkisstjórn Ísraels. Í þessari grein langar mig hins vegar að undirstrika sérstaklega atriði sem hefur algjörlega legið á milli hluta í umræðunni: Á landsvæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs starfa um þessar mundir yfir tuttugu palestínsk hryðjuverkasamtök. Ég vil taka skýrt fram að hér eru engar alhæfingar um Palestínumenn sem hóp. Ég er fullviss um að hinn almenni Palestínumaður vilji ekki búa við ógnarstjórn hryðjuverkasamtaka. Þessi samtök hafa áratugum saman eyðilagt möguleika Palestínumanna á farsælli lausn á vanda þeirra. Ég hef oft mætt tregðu hjá viðmælendum mínum þegar ég hef sagt þeim frá umfangi hryðjuverkavandans í Palestínu og þeim fjölda hryðjuverkasamtaka sem þar starfar. Á því er einföld skýring. Fjölmiðlar og alþjóðastofnanir hafa lítinn áhuga á að fjalla um þessi samtök og því eru flestir ómeðvitaðir um þau. Engu að síður er tilvist þeirra ekkert leyndarmál. Einföld leit á Netinu getur veitt allar nauðsynlegar upplýsingar til að skilja eðli þessara samtaka. Til að auðvelda leitina fyrir þá sem gætu haft áhuga ákvað ég að útbúa lista yfir nokkur starfandi hryðjuverkasamtök á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Listinn er ekki tæmandi en ætti engu að síður að gefa nokkuð skýra mynd af umfangi þessa vandamáls. Aðvörun við lýsingum á hryðjuverkum er hér með gefin. Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu (e. Popular Front for the Liberation of Palestine eða PFLP) var stofnuð árið 1967 á marxísk-lenínískum grunni. Hernaðararmur fylkingarinnar kallast „Hersveitir Abu Ali Mustapha“ (e. Abu Ali Mustapha Brigades). Alþýðufylkingin er skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Ástralíu, Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Alþýðufylkingin skipulagði meðal annars fjöldamorðin á Lod-flugvellinum í Ísrael fyrir sléttum 50 árum þar sem 26 létu lífið og 80 særðust. Þann 26. febrúar 2002, fyrir sléttum 20 árum, myrti liðsmaður samtakanna þrjá unglinga í sjálfsvígsárás og særði 27 til viðbótar. Samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á fjölda svipaðra árása. Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu – Almenn stjórn Árið 1968 varð til klofningshreyfing frá fyrrnefndri hreyfingu sem kallar sig „Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu – Almenn stjórn“ (e. General Command). Bandaríkin, Bretland, Japan og Kanada skilgreina þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Árið 1970 sprengdi þessi hreyfing upp skólabíl skammt frá borginni Avivim í norðurhluta Ísraels og 12 manns lét lífið, þeirra á meðal 9 börn, og 25 særðust. Fjórum árum seinna, árið 1974, brutust liðsmenn hreyfingarinnar inn í fjölbýlishús í Kiryat Shmona og myrtu þar 18 manns, þar af 8 börn, og særðu 15 til viðbótar. As-Sa’iqa As-Sa’iqa eru hryðjuverkasamtök stofnuð af Palestínumönnum í Sýrlandi árið 1966. Samtökin aðhyllast pólitíska hugmyndafræði sem kallast ba’athismi. Þessi hugmyndafræði einkennist af pan-arabisma sem miðar að sameiningu Arabaheimsins á þjóðernislegum grundvelli frekar en trúarlegum. Þessi samtök hafna því að Palestínumenn séu aðgreind þjóð og líta eingöngu á sig og aðra Palestínumenn sem Araba. Samtökin báru ábyrgð á Damour-fjöldamorðunum í Líbanon ásamt Fatahhreyfingunni árið 1976. Fórnarlömbin voru öll líbanskir marónítar og fjöldi látinna hefur verið námundaður að 250 manns. Fjöldamorðin voru framin í hefndarskyni fyrir önnur fjöldamorð sem voru framin í Karantina-hverfinu í Beirút. Frásagnir af Damour-fjöldamorðunum gefa til kynna að þau hafi verið óvenjulega gróf og miskunnarlaus. Fatahhreyfingin Fatahhreyfingin var stofnuð árið 1959 á sósíaldemókratískum grunni og er þar af leiðandi langlífasta palestínska hreyfingin. Mahmoud Abbas, þaulsetinn forseti Palestínsku heimastjórnarinnar (e. Palestinian Authority), tilheyrir þessari hreyfingu. Heimastjórnin er við völd á svæðum Palestínumanna á Vesturbakkanum og beitir íbúa þar miklu harðræði. Í seinni tíð hefur Fatahhreyfingin reynt að fjarlægjast og breiða yfir þátttöku sína í hryðjuverkum en það hefur gengið illa, ekki síst vegna núverandi tengsla hreyfingarinnar við „Hersveitir píslarvotta Al-Aqsa“ og „Tanzim“-hópinn sem fjallað er um hér að neðan. Meðal hryðjuverka Fatahhreyfingarinnar má nefna fjöldamorð sem voru framin árið 1978. Þá rændu liðsmenn hreyfingarinnar rútu á strandveginum fyrir norðan Tel Aviv og myrtu alla 38 farþegana, þar af 13 börn. Yfir 70 til viðbótar særðust í skotbardaga sem hófst þegar rútan var stöðvuð af lögreglunni. Einnig má minnast á þátttöku Fatahhreyfingarinnar í Damour-fjöldamorðunum árið 1976 sem minnst var á hér að ofan. Frelsisfylking Araba Frelsisfylking Araba (e. Arab Liberation Front) er smávaxin hreyfing Palestínumanna sem tengdist Írak í stjórnartíð Saddam Hussein og aðhyllist ba’athisma. Hreyfingin bjó til fjárhagslegan hvata fyrir einstaklinga til að fremja hryðjuverk með því að úthluta peningum frá Írak til fjölskyldna „píslarvotta“, meðal annars sjálfsvígsárásarmanna. Ekki er talið að hreyfingin hafi mikla hernaðarburði í dag. Frelsissamtök Palestínu Frelsissamtök Palestínu (e. Palestine Liberation Organization eða PLO) voru stofnuð árið 1964 og hafa hlotið mesta alþjóðlega viðurkenningu allra palestínskra samtaka. Samtökin eru á lista Bandaríkjanna yfir hryðjuverkasamtök en undanþága var veitt sem opnar fyrir möguleikann á pólitískum samskiptum. Fjöldi samtaka á aðild að Frelsissamtökunum og sum þeirra eru hryðjuverkasamtök, þeirra á meðal PFLP, Fatahhreyfingin og DFLP. Aðildarsamtök Frelsissamtakanna hafa framið hryðjuverk í Ísrael, Jórdaníu og Líbanon. Einnig hafa Frelsissamtökin á beinan hátt verið viðriðin hryðjuverk í Ísrael, meðal annars á árunum 2001-2005 í hinu „seinna intifada“, sem var hryðjuverkastríð háð gegn Ísrael. Hamassamtökin Hamassamtökin voru stofnuð árið 1987 og rekja uppruna sinn til Bræðralags múslima í Egyptalandi. Samtökin byggja á róttækri túlkun súnní-íslams en byggja einnig á þjóðernislegum grunni. Hernaðararmur Hamas kallast „Hersveitir Izz ad-Din al-Qassam“ (e. Izz ad-Din al-Qassam Brigades). Ýmist Hamassamtökin sjálf eða hernaðararmur þeirra eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Evrópusambandinu, Japan, Kanada, Paragvæ og Nýja-Sjálandi. Engin samtök hafa framið jafn mörg hryðjuverk í Ísrael undanfarna áratugi. Mannskæðasta hryðjuverkaárás Hamassamtakanna hefur verið nefnd „Páskafjöldamorðin“ (e. Passover massacre) en þau voru framin fyrir sléttum 20 árum í Netanya í Ísrael þegar 30 almennir borgarar voru myrtir og 140 særðust. Hamassamtökin lýstu einnig yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkaárásinni á veitingastaðnum Sbarro í Jerúsalem árið 2001. Þar létu 15 lífið, þar af 7 börn og ófrísk kona, og 130 til viðbótar særðust. Samtökin „Palestínskt heilagt stríð“ komu einnig að þessum árásum en nánar verður fjallað um þau samtök hér að neðan. Hamassamtökin eru við stjórn á Gazasvæðinu og beita íbúa þar miklu harðræði. Einnig halda samtökin reglulega úti flugskeytaárásum á íbúabyggð í Ísrael. Í dag nær varnarkerfi Ísraels yfirleitt að stöðva flugskeytin í tæka tíð en af og til sleppa flugskeyti í gegn með tilheyrandi manntjóni og eyðileggingu. Hersveitir píslarvotta Al-Aqsa Hersveitir píslarvotta Al-Aqsa (e. Al-Aqsa Martyrs’ Brigades) er hálfsjálfstæður hernaðararmur Fatahhreyfingarinnar sem var stofnaður um árið 2000. Fyrsta þekkta árás samtakanna átti sér stað árið 2002 þegar vígamaður myrti 6 manns og særði 33 til viðbótar í bat mitzvah veislu (bat mitzvah er gyðingleg fermingarathöfn fyrir stúlkur). Árásin hefur því verið kölluð „Bat mitzvah fjöldamorðin“ (e. Bat Mitzvah Massacre). Þar að auki hafa samtökin staðið á bak við fjölda sjálfsvígsárása og vígamenn þeirra hafa í að minnsta kosti fjórum tilvikum verið á unglingsaldri. Hreyfing Abu Nidal Hreyfing Abu Nidal (e. Abu Nidal Organization) var stofnuð árið 1974 þegar hún klofnaði frá Fatahhreyfingu Yassers Arafats. Hreyfingin er talin til hryðjuverkasamtaka af Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Hreyfingin byggir á andvestrænni hugmyndafræði Abu Nidal sem var jafnframt stofnandi hennar og leiðtogi. Þessi hreyfing hefur gert fjölda hryðjuverkaárása víða um heim. Í tveimur árásum, þeirri fyrri árið 1974 og þeirri seinni árið 1983, var sprengjum komið fyrir í farþegaþotum. Allir sem voru um borð í þotunum fórust – samtals 200 manns. Einnig framdi hreyfingin fjölmörg flugrán og árið 1985 myrtu liðsmenn hreyfingarinnar 58 af 89 farþegum flugvélar á leið til Möltu. Íslamska ríkið á Gaza Íslamska ríkið á Gaza, einnig þekkt sem „Hersveit Omars Hadid fursta“ (e. Sheikh Omar Hadid Brigade), er angi ISIS-samtakanna í Palestínu. Hreyfingin aðhyllist salafisma sem er öfgafullt afbrigði súnní-íslams og mælir fyrir afturhvarfi til þeirrar samfélagsgerðar sem var á tíma Múhammeðs spámanns. Hreyfingin aðhyllist einnig pan-íslamisma þar sem lokamarkmiðið er sameining allra múslimaríkja í einu kalífadæmi (e. Khalifate). Af þeim sökum, líkt og As-Sa’iqa samtökin, hafnar Íslamska ríkið í Gaza þeirri hugmynd að Palestínumenn séu aðgreind þjóð. Samtökin álíta liðsmenn sína og aðra Palestínumenn sem einungis lítinn hluta af víðfeðmu framtíðarríki íslams. Jaljalat Hryðjuverkasamtökin Jaljalat klufu sig frá Hamassamtökunum árið 2006. Samtökin draga innblástur sinn frá Al-Qaeda og aðhyllast á svipaðan hátt salafisma og andvestræna hugmyndafræði. Árið 2009 hófu Egypsk yfirvöld að byggja neðanjarðarmúr við landamæri sín að Gazasvæðinu til að hindra Jaljalat og aðra hryðjuverkahópa í að ná tengslum við hryðjuverkasamtök á Sínaískaganum. Jaysh al-Ummah Jaysh al-Ummah er hryðjuverkahópur á Gazasvæðinu sem var stofnaður um árið 2007. Hópurinn aðhyllist salafisma og styður Al-Qaeda, líkt og Jaljalat. Hópurinn hefur tekið þátt í flugskeytaárásum Hamas á íbúabyggð í Ísrael, en hefur einnig átt í stríði við Hamassamtökin um yfirráð yfir Gazasvæðinu. Lýðræðisfylkingin fyrir frelsun Palestínu Lýðræðisfylkingin fyrir frelsun Palestínu (e. Democratic Front for the Liberation of Palestine eða DFLP) var stofnuð árið 1969. Þessi hreyfing byggir á marxísk-lenínískri hugmyndafræði. Hreyfingin ber ábyrgð á Ma’alot fjöldamorðunum sem framin voru í Ísrael árið 1974. Þar tóku liðsmenn hreyfingarinnar 115 íbúa fjölbýlishúss í gíslingu. Flestir íbúanna voru börn í skólaferðalagi sem gistu í fjölbýlishúsinu. Að lokum var 31 myrtur, þar af 22 börn, og 70 manns til viðbótar særðust. Lýðræðisfylkingin var á lista Bandaríkjanna yfir hryðjuverkasamtök en var fjarlægð af þeim lista árið 1999 vegna þess að hún hafði legið í dvala um nokkurt skeið. Engu að síður er fylkingin enn þá starfandi. Mujahideen Shura-ráðið í Jerúsalem Mujahideen Shura-ráðið í Jerúsalem (e. Mujahideen Shura Council of Jerusalem) er hryðjuverkahópur sem var stofnaður um árið 2011. Þrátt fyrir nafnið starfar hann eingöngu á Sínaískaganum og á Gazasvæðinu. Hópurinn er angi ISIS-samtakanna en hefur einnig tengsl við Al-Qaeda. Hópurinn var viðriðin fjölda hryðjuverkaárása í Egyptalandi og Ísrael á árunum 2012 og 2013. Nefndir almennrar mótstöðu Hryðjuverkasamtök sem heita því undarlega nafni Nefndir almennrar mótstöðu (e. Popular Resistance Committees) urðu til við klofning frá Fatahhreyfingunni árið 2000. Samtökin byggja á róttækri túlkun súnní-íslams. Upphaflega voru samtökin fjármögnuð af Íran og Hezbollah í Líbanon en síðar flosnaði upp úr því samstarfi. Samtökin hafa framið fjölda hryðjuverka í Ísrael. Árið 2004 myrtu liðsmenn þessara samtaka Tali Hatuel, en hún var ófrísk og komin átta mánuði á leið. Auk þess myrtu þeir fjórar barnungar dætur hennar. Palestínskt heilagt stríð Hryðjuverkahópurinn „Palestínskt heilagt stríð“ (e. Palestinian Islamic Jihad eða PIJ) var stofnaður árið 1981 sem angi af hópnum „Egypskt heilagt stríð“ (e. Egyptian Islamic Jihad). Hernaðararmur hópsins kallast „Herdeildir Al-Quds“ (e. Al-Quds Brigades). Hópurinn er talinn til hryðjuverkasamtaka af Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan, Kanada og Nýja Sjálandi. Hópurinn byggir að mestu leyti á róttækri túlkun súnní-íslams og palestínskri þjóðernishyggju. Um nokkurt skeið hefur PIJ hreiðrað um sig á Gazasvæðinu og haldið úti flugskeytaárásum á íbúabyggð í Ísrael ásamt Hamassamtökunum. PIJ hafa einnig framið fjölmörg mannskæð hryðjuverk í Ísrael, þeirra á meðal yfir 30 sjálfsvígsárásir. Það hefur verið staðfest að PIJ er einn þeirra hryðjuverkahópa sem fá fjármagn frá Íran. Píslarvottasjóður Palestínsku heimastjórnarinnar Píslarvottasjóður Palestínsku heimastjórnarinnar (e. Palestinian Authority Martyrs’Fund) var stofnaður af Fatahhreyfingunni árið 1964. Líkt og Frelsishreyfing Araba sem var minnst á hér áður, býr Píslarvottasjóðurinn til fjárhagslegan hvata fyrir einstaklinga til að fremja hryðjuverk. Sjóðurinn sér um að úthluta peningum frá heimastjórninni til fjölskyldna „píslarvotta“ – meðal annars sjálfsvígsárásarmanna – og til fjölskyldna fangelsaðra hryðjuverkamanna. Sabireen-hreyfingin Sabireen-hreyfingin (e. Sabireen Movement) var stofnuð árið 2014 af hópi Palestínumanna sem hafði snúist til sjía-íslams. Hreyfingin fær fjármagn frá Íran en hefur að mestu leyti varið tíma sínum í útistöður við Hamassamtökin á Gazasvæðinu. Hreyfingin er á lista Bandaríkjanna yfir hryðjuverkasamtök. Tanzim Tanzim-hópurinn er hernaðararmur Fatahhreyfingarinnar sem var stofnaður árið 1995 af Yasser Arafat. Hópurinn ber ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Ísrael á árunum 2001 til 2005. Flestar þeirra voru sjálfsvígsárásir. Ísrael getur ekki aflétt öryggisráðstöfunum sínum Af fyrrnefndum samtökum hafa þrjú þeirra borið ábyrgð á flestum mannskæðum hryðjuverkum í Ísrael. Þau eru Hamas, Palestínskt heilagt stríð og Hersveitir píslarvotta Al-Aqsa. Núverandi öryggisráðstafanir í Ísrael halda þessum samtökum nokkurn veginn í skefjum þótt skærur brjótist reglulega út. Ísrael getur einfaldlega ekki aflétt þessum takmörkunum án þess að allsherjarstríð brjótist út. Eins og ég kom inn á í upphafi greinarinnar kærir hinn almenni Palestínumaður sig auðvitað ekki um að búa við ógnarstjórn hryðjuverkasamtaka. Þessi samtök koma meðal annars í veg fyrir möguleika allra íbúa palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna að geta sótt um ísraelskan ríkisborgararétt. Lokaorð Listinn hér að ofan kann að virðast langur en á honum eru einungis samtök sem eru enn starfrækt. Fjöldi slíkra samtaka hefur lagt upp laupana. Þar ber helst að nefna Svarta september (e. Black September) sem stóð á bak við fjöldamorðin í München fyrir sléttum 50 árum. Þar voru 12 manns myrtir – 11 Ísraelsmenn og vestur-þýskur lögreglumaður. Á þeim tíma vissu fjölmiðlar og almenningur á Vesturlöndum nákvæmlega hver bar sökina í þessari deilu – palestínsk hryðjuverkasamtök. En með tímanum virðist sú vitneskja hafa fallið í gleymsku. Með tímanum voru hryðjuverk þessara samtaka látin liggja á milli hluta og sökinni var í auknum mæli skellt á Ísraelsríki. Það er fátt sem hryðjuverkasamtökin vilja frekar en að starfa óáreitt af alþjóðasamfélaginu. Með því að beina allri athyglinni að Ísraelsríki eru andstæðingar Ísraels á Vesturlöndum að uppfylla ósk þeirra. Með því að útmála öryggisráðstafanir Ísraels sem „aðskilnaðarstefnu“ er verið að gefa áratugalangri baráttu palestínskra hryðjuverkasamtaka fyrir jaðarsetningu Ísraels viðurkenningu. Þessi tilhneiging sést ekki einungis þegar kemur að deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Í heimi þar sem fjölmiðlar, stjórnmálamenn og mannréttindasamtök ýmist beita sig sjálfsritskoðun eða hagræða málflutningi sínum í samræmi við vilja hryðjuverkasamtaka er rétt að velta fyrir sér hver raunverulega stjórni umræðunni. Höfum við sýnt hryðjuverkasamtökum að aðferðir þeirra virki? Þessi grein er tileinkuð öllum fórnarlömbum palestínskra hryðjuverkasamtaka. Höfundur er í starfsstjórn MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur situr Ísrael undir ásökunum um að viðhafa aðskilnaðarstefnu gagnvart þegnum sínum. Þessar ásakanir eru í raun fráleitar. Í nýlegri grein um þetta viðfangsefni benti ég meðal annars á þá staðreynd að fjöldi Araba hefur ríkisborgararétt í Ísrael og tekur þátt í samfélaginu á öllum stigum þess. Það er meira að segja arabískt flokkabandalag í núverandi ríkisstjórn Ísraels. Í þessari grein langar mig hins vegar að undirstrika sérstaklega atriði sem hefur algjörlega legið á milli hluta í umræðunni: Á landsvæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs starfa um þessar mundir yfir tuttugu palestínsk hryðjuverkasamtök. Ég vil taka skýrt fram að hér eru engar alhæfingar um Palestínumenn sem hóp. Ég er fullviss um að hinn almenni Palestínumaður vilji ekki búa við ógnarstjórn hryðjuverkasamtaka. Þessi samtök hafa áratugum saman eyðilagt möguleika Palestínumanna á farsælli lausn á vanda þeirra. Ég hef oft mætt tregðu hjá viðmælendum mínum þegar ég hef sagt þeim frá umfangi hryðjuverkavandans í Palestínu og þeim fjölda hryðjuverkasamtaka sem þar starfar. Á því er einföld skýring. Fjölmiðlar og alþjóðastofnanir hafa lítinn áhuga á að fjalla um þessi samtök og því eru flestir ómeðvitaðir um þau. Engu að síður er tilvist þeirra ekkert leyndarmál. Einföld leit á Netinu getur veitt allar nauðsynlegar upplýsingar til að skilja eðli þessara samtaka. Til að auðvelda leitina fyrir þá sem gætu haft áhuga ákvað ég að útbúa lista yfir nokkur starfandi hryðjuverkasamtök á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Listinn er ekki tæmandi en ætti engu að síður að gefa nokkuð skýra mynd af umfangi þessa vandamáls. Aðvörun við lýsingum á hryðjuverkum er hér með gefin. Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu (e. Popular Front for the Liberation of Palestine eða PFLP) var stofnuð árið 1967 á marxísk-lenínískum grunni. Hernaðararmur fylkingarinnar kallast „Hersveitir Abu Ali Mustapha“ (e. Abu Ali Mustapha Brigades). Alþýðufylkingin er skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Ástralíu, Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Alþýðufylkingin skipulagði meðal annars fjöldamorðin á Lod-flugvellinum í Ísrael fyrir sléttum 50 árum þar sem 26 létu lífið og 80 særðust. Þann 26. febrúar 2002, fyrir sléttum 20 árum, myrti liðsmaður samtakanna þrjá unglinga í sjálfsvígsárás og særði 27 til viðbótar. Samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á fjölda svipaðra árása. Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu – Almenn stjórn Árið 1968 varð til klofningshreyfing frá fyrrnefndri hreyfingu sem kallar sig „Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu – Almenn stjórn“ (e. General Command). Bandaríkin, Bretland, Japan og Kanada skilgreina þessi samtök sem hryðjuverkasamtök. Árið 1970 sprengdi þessi hreyfing upp skólabíl skammt frá borginni Avivim í norðurhluta Ísraels og 12 manns lét lífið, þeirra á meðal 9 börn, og 25 særðust. Fjórum árum seinna, árið 1974, brutust liðsmenn hreyfingarinnar inn í fjölbýlishús í Kiryat Shmona og myrtu þar 18 manns, þar af 8 börn, og særðu 15 til viðbótar. As-Sa’iqa As-Sa’iqa eru hryðjuverkasamtök stofnuð af Palestínumönnum í Sýrlandi árið 1966. Samtökin aðhyllast pólitíska hugmyndafræði sem kallast ba’athismi. Þessi hugmyndafræði einkennist af pan-arabisma sem miðar að sameiningu Arabaheimsins á þjóðernislegum grundvelli frekar en trúarlegum. Þessi samtök hafna því að Palestínumenn séu aðgreind þjóð og líta eingöngu á sig og aðra Palestínumenn sem Araba. Samtökin báru ábyrgð á Damour-fjöldamorðunum í Líbanon ásamt Fatahhreyfingunni árið 1976. Fórnarlömbin voru öll líbanskir marónítar og fjöldi látinna hefur verið námundaður að 250 manns. Fjöldamorðin voru framin í hefndarskyni fyrir önnur fjöldamorð sem voru framin í Karantina-hverfinu í Beirút. Frásagnir af Damour-fjöldamorðunum gefa til kynna að þau hafi verið óvenjulega gróf og miskunnarlaus. Fatahhreyfingin Fatahhreyfingin var stofnuð árið 1959 á sósíaldemókratískum grunni og er þar af leiðandi langlífasta palestínska hreyfingin. Mahmoud Abbas, þaulsetinn forseti Palestínsku heimastjórnarinnar (e. Palestinian Authority), tilheyrir þessari hreyfingu. Heimastjórnin er við völd á svæðum Palestínumanna á Vesturbakkanum og beitir íbúa þar miklu harðræði. Í seinni tíð hefur Fatahhreyfingin reynt að fjarlægjast og breiða yfir þátttöku sína í hryðjuverkum en það hefur gengið illa, ekki síst vegna núverandi tengsla hreyfingarinnar við „Hersveitir píslarvotta Al-Aqsa“ og „Tanzim“-hópinn sem fjallað er um hér að neðan. Meðal hryðjuverka Fatahhreyfingarinnar má nefna fjöldamorð sem voru framin árið 1978. Þá rændu liðsmenn hreyfingarinnar rútu á strandveginum fyrir norðan Tel Aviv og myrtu alla 38 farþegana, þar af 13 börn. Yfir 70 til viðbótar særðust í skotbardaga sem hófst þegar rútan var stöðvuð af lögreglunni. Einnig má minnast á þátttöku Fatahhreyfingarinnar í Damour-fjöldamorðunum árið 1976 sem minnst var á hér að ofan. Frelsisfylking Araba Frelsisfylking Araba (e. Arab Liberation Front) er smávaxin hreyfing Palestínumanna sem tengdist Írak í stjórnartíð Saddam Hussein og aðhyllist ba’athisma. Hreyfingin bjó til fjárhagslegan hvata fyrir einstaklinga til að fremja hryðjuverk með því að úthluta peningum frá Írak til fjölskyldna „píslarvotta“, meðal annars sjálfsvígsárásarmanna. Ekki er talið að hreyfingin hafi mikla hernaðarburði í dag. Frelsissamtök Palestínu Frelsissamtök Palestínu (e. Palestine Liberation Organization eða PLO) voru stofnuð árið 1964 og hafa hlotið mesta alþjóðlega viðurkenningu allra palestínskra samtaka. Samtökin eru á lista Bandaríkjanna yfir hryðjuverkasamtök en undanþága var veitt sem opnar fyrir möguleikann á pólitískum samskiptum. Fjöldi samtaka á aðild að Frelsissamtökunum og sum þeirra eru hryðjuverkasamtök, þeirra á meðal PFLP, Fatahhreyfingin og DFLP. Aðildarsamtök Frelsissamtakanna hafa framið hryðjuverk í Ísrael, Jórdaníu og Líbanon. Einnig hafa Frelsissamtökin á beinan hátt verið viðriðin hryðjuverk í Ísrael, meðal annars á árunum 2001-2005 í hinu „seinna intifada“, sem var hryðjuverkastríð háð gegn Ísrael. Hamassamtökin Hamassamtökin voru stofnuð árið 1987 og rekja uppruna sinn til Bræðralags múslima í Egyptalandi. Samtökin byggja á róttækri túlkun súnní-íslams en byggja einnig á þjóðernislegum grunni. Hernaðararmur Hamas kallast „Hersveitir Izz ad-Din al-Qassam“ (e. Izz ad-Din al-Qassam Brigades). Ýmist Hamassamtökin sjálf eða hernaðararmur þeirra eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Evrópusambandinu, Japan, Kanada, Paragvæ og Nýja-Sjálandi. Engin samtök hafa framið jafn mörg hryðjuverk í Ísrael undanfarna áratugi. Mannskæðasta hryðjuverkaárás Hamassamtakanna hefur verið nefnd „Páskafjöldamorðin“ (e. Passover massacre) en þau voru framin fyrir sléttum 20 árum í Netanya í Ísrael þegar 30 almennir borgarar voru myrtir og 140 særðust. Hamassamtökin lýstu einnig yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkaárásinni á veitingastaðnum Sbarro í Jerúsalem árið 2001. Þar létu 15 lífið, þar af 7 börn og ófrísk kona, og 130 til viðbótar særðust. Samtökin „Palestínskt heilagt stríð“ komu einnig að þessum árásum en nánar verður fjallað um þau samtök hér að neðan. Hamassamtökin eru við stjórn á Gazasvæðinu og beita íbúa þar miklu harðræði. Einnig halda samtökin reglulega úti flugskeytaárásum á íbúabyggð í Ísrael. Í dag nær varnarkerfi Ísraels yfirleitt að stöðva flugskeytin í tæka tíð en af og til sleppa flugskeyti í gegn með tilheyrandi manntjóni og eyðileggingu. Hersveitir píslarvotta Al-Aqsa Hersveitir píslarvotta Al-Aqsa (e. Al-Aqsa Martyrs’ Brigades) er hálfsjálfstæður hernaðararmur Fatahhreyfingarinnar sem var stofnaður um árið 2000. Fyrsta þekkta árás samtakanna átti sér stað árið 2002 þegar vígamaður myrti 6 manns og særði 33 til viðbótar í bat mitzvah veislu (bat mitzvah er gyðingleg fermingarathöfn fyrir stúlkur). Árásin hefur því verið kölluð „Bat mitzvah fjöldamorðin“ (e. Bat Mitzvah Massacre). Þar að auki hafa samtökin staðið á bak við fjölda sjálfsvígsárása og vígamenn þeirra hafa í að minnsta kosti fjórum tilvikum verið á unglingsaldri. Hreyfing Abu Nidal Hreyfing Abu Nidal (e. Abu Nidal Organization) var stofnuð árið 1974 þegar hún klofnaði frá Fatahhreyfingu Yassers Arafats. Hreyfingin er talin til hryðjuverkasamtaka af Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Hreyfingin byggir á andvestrænni hugmyndafræði Abu Nidal sem var jafnframt stofnandi hennar og leiðtogi. Þessi hreyfing hefur gert fjölda hryðjuverkaárása víða um heim. Í tveimur árásum, þeirri fyrri árið 1974 og þeirri seinni árið 1983, var sprengjum komið fyrir í farþegaþotum. Allir sem voru um borð í þotunum fórust – samtals 200 manns. Einnig framdi hreyfingin fjölmörg flugrán og árið 1985 myrtu liðsmenn hreyfingarinnar 58 af 89 farþegum flugvélar á leið til Möltu. Íslamska ríkið á Gaza Íslamska ríkið á Gaza, einnig þekkt sem „Hersveit Omars Hadid fursta“ (e. Sheikh Omar Hadid Brigade), er angi ISIS-samtakanna í Palestínu. Hreyfingin aðhyllist salafisma sem er öfgafullt afbrigði súnní-íslams og mælir fyrir afturhvarfi til þeirrar samfélagsgerðar sem var á tíma Múhammeðs spámanns. Hreyfingin aðhyllist einnig pan-íslamisma þar sem lokamarkmiðið er sameining allra múslimaríkja í einu kalífadæmi (e. Khalifate). Af þeim sökum, líkt og As-Sa’iqa samtökin, hafnar Íslamska ríkið í Gaza þeirri hugmynd að Palestínumenn séu aðgreind þjóð. Samtökin álíta liðsmenn sína og aðra Palestínumenn sem einungis lítinn hluta af víðfeðmu framtíðarríki íslams. Jaljalat Hryðjuverkasamtökin Jaljalat klufu sig frá Hamassamtökunum árið 2006. Samtökin draga innblástur sinn frá Al-Qaeda og aðhyllast á svipaðan hátt salafisma og andvestræna hugmyndafræði. Árið 2009 hófu Egypsk yfirvöld að byggja neðanjarðarmúr við landamæri sín að Gazasvæðinu til að hindra Jaljalat og aðra hryðjuverkahópa í að ná tengslum við hryðjuverkasamtök á Sínaískaganum. Jaysh al-Ummah Jaysh al-Ummah er hryðjuverkahópur á Gazasvæðinu sem var stofnaður um árið 2007. Hópurinn aðhyllist salafisma og styður Al-Qaeda, líkt og Jaljalat. Hópurinn hefur tekið þátt í flugskeytaárásum Hamas á íbúabyggð í Ísrael, en hefur einnig átt í stríði við Hamassamtökin um yfirráð yfir Gazasvæðinu. Lýðræðisfylkingin fyrir frelsun Palestínu Lýðræðisfylkingin fyrir frelsun Palestínu (e. Democratic Front for the Liberation of Palestine eða DFLP) var stofnuð árið 1969. Þessi hreyfing byggir á marxísk-lenínískri hugmyndafræði. Hreyfingin ber ábyrgð á Ma’alot fjöldamorðunum sem framin voru í Ísrael árið 1974. Þar tóku liðsmenn hreyfingarinnar 115 íbúa fjölbýlishúss í gíslingu. Flestir íbúanna voru börn í skólaferðalagi sem gistu í fjölbýlishúsinu. Að lokum var 31 myrtur, þar af 22 börn, og 70 manns til viðbótar særðust. Lýðræðisfylkingin var á lista Bandaríkjanna yfir hryðjuverkasamtök en var fjarlægð af þeim lista árið 1999 vegna þess að hún hafði legið í dvala um nokkurt skeið. Engu að síður er fylkingin enn þá starfandi. Mujahideen Shura-ráðið í Jerúsalem Mujahideen Shura-ráðið í Jerúsalem (e. Mujahideen Shura Council of Jerusalem) er hryðjuverkahópur sem var stofnaður um árið 2011. Þrátt fyrir nafnið starfar hann eingöngu á Sínaískaganum og á Gazasvæðinu. Hópurinn er angi ISIS-samtakanna en hefur einnig tengsl við Al-Qaeda. Hópurinn var viðriðin fjölda hryðjuverkaárása í Egyptalandi og Ísrael á árunum 2012 og 2013. Nefndir almennrar mótstöðu Hryðjuverkasamtök sem heita því undarlega nafni Nefndir almennrar mótstöðu (e. Popular Resistance Committees) urðu til við klofning frá Fatahhreyfingunni árið 2000. Samtökin byggja á róttækri túlkun súnní-íslams. Upphaflega voru samtökin fjármögnuð af Íran og Hezbollah í Líbanon en síðar flosnaði upp úr því samstarfi. Samtökin hafa framið fjölda hryðjuverka í Ísrael. Árið 2004 myrtu liðsmenn þessara samtaka Tali Hatuel, en hún var ófrísk og komin átta mánuði á leið. Auk þess myrtu þeir fjórar barnungar dætur hennar. Palestínskt heilagt stríð Hryðjuverkahópurinn „Palestínskt heilagt stríð“ (e. Palestinian Islamic Jihad eða PIJ) var stofnaður árið 1981 sem angi af hópnum „Egypskt heilagt stríð“ (e. Egyptian Islamic Jihad). Hernaðararmur hópsins kallast „Herdeildir Al-Quds“ (e. Al-Quds Brigades). Hópurinn er talinn til hryðjuverkasamtaka af Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan, Kanada og Nýja Sjálandi. Hópurinn byggir að mestu leyti á róttækri túlkun súnní-íslams og palestínskri þjóðernishyggju. Um nokkurt skeið hefur PIJ hreiðrað um sig á Gazasvæðinu og haldið úti flugskeytaárásum á íbúabyggð í Ísrael ásamt Hamassamtökunum. PIJ hafa einnig framið fjölmörg mannskæð hryðjuverk í Ísrael, þeirra á meðal yfir 30 sjálfsvígsárásir. Það hefur verið staðfest að PIJ er einn þeirra hryðjuverkahópa sem fá fjármagn frá Íran. Píslarvottasjóður Palestínsku heimastjórnarinnar Píslarvottasjóður Palestínsku heimastjórnarinnar (e. Palestinian Authority Martyrs’Fund) var stofnaður af Fatahhreyfingunni árið 1964. Líkt og Frelsishreyfing Araba sem var minnst á hér áður, býr Píslarvottasjóðurinn til fjárhagslegan hvata fyrir einstaklinga til að fremja hryðjuverk. Sjóðurinn sér um að úthluta peningum frá heimastjórninni til fjölskyldna „píslarvotta“ – meðal annars sjálfsvígsárásarmanna – og til fjölskyldna fangelsaðra hryðjuverkamanna. Sabireen-hreyfingin Sabireen-hreyfingin (e. Sabireen Movement) var stofnuð árið 2014 af hópi Palestínumanna sem hafði snúist til sjía-íslams. Hreyfingin fær fjármagn frá Íran en hefur að mestu leyti varið tíma sínum í útistöður við Hamassamtökin á Gazasvæðinu. Hreyfingin er á lista Bandaríkjanna yfir hryðjuverkasamtök. Tanzim Tanzim-hópurinn er hernaðararmur Fatahhreyfingarinnar sem var stofnaður árið 1995 af Yasser Arafat. Hópurinn ber ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Ísrael á árunum 2001 til 2005. Flestar þeirra voru sjálfsvígsárásir. Ísrael getur ekki aflétt öryggisráðstöfunum sínum Af fyrrnefndum samtökum hafa þrjú þeirra borið ábyrgð á flestum mannskæðum hryðjuverkum í Ísrael. Þau eru Hamas, Palestínskt heilagt stríð og Hersveitir píslarvotta Al-Aqsa. Núverandi öryggisráðstafanir í Ísrael halda þessum samtökum nokkurn veginn í skefjum þótt skærur brjótist reglulega út. Ísrael getur einfaldlega ekki aflétt þessum takmörkunum án þess að allsherjarstríð brjótist út. Eins og ég kom inn á í upphafi greinarinnar kærir hinn almenni Palestínumaður sig auðvitað ekki um að búa við ógnarstjórn hryðjuverkasamtaka. Þessi samtök koma meðal annars í veg fyrir möguleika allra íbúa palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna að geta sótt um ísraelskan ríkisborgararétt. Lokaorð Listinn hér að ofan kann að virðast langur en á honum eru einungis samtök sem eru enn starfrækt. Fjöldi slíkra samtaka hefur lagt upp laupana. Þar ber helst að nefna Svarta september (e. Black September) sem stóð á bak við fjöldamorðin í München fyrir sléttum 50 árum. Þar voru 12 manns myrtir – 11 Ísraelsmenn og vestur-þýskur lögreglumaður. Á þeim tíma vissu fjölmiðlar og almenningur á Vesturlöndum nákvæmlega hver bar sökina í þessari deilu – palestínsk hryðjuverkasamtök. En með tímanum virðist sú vitneskja hafa fallið í gleymsku. Með tímanum voru hryðjuverk þessara samtaka látin liggja á milli hluta og sökinni var í auknum mæli skellt á Ísraelsríki. Það er fátt sem hryðjuverkasamtökin vilja frekar en að starfa óáreitt af alþjóðasamfélaginu. Með því að beina allri athyglinni að Ísraelsríki eru andstæðingar Ísraels á Vesturlöndum að uppfylla ósk þeirra. Með því að útmála öryggisráðstafanir Ísraels sem „aðskilnaðarstefnu“ er verið að gefa áratugalangri baráttu palestínskra hryðjuverkasamtaka fyrir jaðarsetningu Ísraels viðurkenningu. Þessi tilhneiging sést ekki einungis þegar kemur að deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. Í heimi þar sem fjölmiðlar, stjórnmálamenn og mannréttindasamtök ýmist beita sig sjálfsritskoðun eða hagræða málflutningi sínum í samræmi við vilja hryðjuverkasamtaka er rétt að velta fyrir sér hver raunverulega stjórni umræðunni. Höfum við sýnt hryðjuverkasamtökum að aðferðir þeirra virki? Þessi grein er tileinkuð öllum fórnarlömbum palestínskra hryðjuverkasamtaka. Höfundur er í starfsstjórn MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun