Gunnar er þriðji leikmaðurinn sem Haukar kalla til baka úr láni á tímabilinu. Áður höfðu þeir kallað Kristófer Mána Jónasson og Guðmund Braga Ástþórsson til baka frá Aftureldingu.
Á þessu tímabili hefur Gunnar skorað 25 mörk í tólf leikjum í Olís-deildinni. Þá var hann í lykilhlutverki í vörn Gróttu.
Heimir Óli Heimisson og Þráinn Orri Jónsson eru aðallínumenn Hauka. Sá síðarnefndi meiddist í leik Íslands og Noregs um 5. sætið á EM í síðustu viku.
Gunnar verður orðinn gjaldgengur með Haukum þegar þeir sækja Stjörnuna heim á mánudaginn.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.