Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2022 06:34 Sólveig Arna vill setjast í formannsstólinn á ný. Vísir/Vilhelm „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ Þetta segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsmanna Eflingar, í samtali við mbl.is um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins, á vinnustaðinn. Ragnheiður segir meirihluta starfsfólks Eflingar óttaslegið og að óvissan um hvort Sólveig gæfi kost á sér til endurkjörs hafi valdið því kvíða og vanlíðan. Eins og frægt er orðið sagði Sólveig af sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunnar um ástandið á skrifstofu Eflingar, þar sem hún var sökuð um óvægna stjórnarhætti. Ragnheiður segir að í kjölfarið hafi Sólveig farið mikinn gegn starfsmönnum félagsins, sem hafi ekki haft sama tækifæri og formaðurinn fráfarandi til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Það sem særir okkur er það að hún er búin að æsa upp félagsmenn og aðra í kommentakerfum til að tala illa um okkur. Hún er að búa til óvild gagnvart okur til að skara eld að sinni köku. Hún er búin að gefa algjört skotleyfi á okkur. Það er algjörlega óviðeigandi og skapar vantraust milli félagsmanna og starfsfólks,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. Hún segir það hvorki hafa verið trúnaðarmenn starfsmanna né starfsmennirnir sjálfir sem hafi lekið margumræddri ályktun trúnaðarmannanna um starfsumhverfið á skrifstofu Eflingar til fjölmiðla. Það hafi ekki staðið til að gera það opinbert. „Við höfðum ekkert út á stefnu hennar að setja og unnum af heilum hug fyrir félagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er algjörlega leikrit sem hún setur upp sjálf,“ segir Ragnheiður um ákvörðun Sólveigar að segja af sér. „Þetta plagg átti ekkert að fara neitt. Þetta var bara vinnuplagg handa þeim.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá mbl.is. Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsmanna Eflingar, í samtali við mbl.is um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins, á vinnustaðinn. Ragnheiður segir meirihluta starfsfólks Eflingar óttaslegið og að óvissan um hvort Sólveig gæfi kost á sér til endurkjörs hafi valdið því kvíða og vanlíðan. Eins og frægt er orðið sagði Sólveig af sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunnar um ástandið á skrifstofu Eflingar, þar sem hún var sökuð um óvægna stjórnarhætti. Ragnheiður segir að í kjölfarið hafi Sólveig farið mikinn gegn starfsmönnum félagsins, sem hafi ekki haft sama tækifæri og formaðurinn fráfarandi til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Það sem særir okkur er það að hún er búin að æsa upp félagsmenn og aðra í kommentakerfum til að tala illa um okkur. Hún er að búa til óvild gagnvart okur til að skara eld að sinni köku. Hún er búin að gefa algjört skotleyfi á okkur. Það er algjörlega óviðeigandi og skapar vantraust milli félagsmanna og starfsfólks,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. Hún segir það hvorki hafa verið trúnaðarmenn starfsmanna né starfsmennirnir sjálfir sem hafi lekið margumræddri ályktun trúnaðarmannanna um starfsumhverfið á skrifstofu Eflingar til fjölmiðla. Það hafi ekki staðið til að gera það opinbert. „Við höfðum ekkert út á stefnu hennar að setja og unnum af heilum hug fyrir félagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er algjörlega leikrit sem hún setur upp sjálf,“ segir Ragnheiður um ákvörðun Sólveigar að segja af sér. „Þetta plagg átti ekkert að fara neitt. Þetta var bara vinnuplagg handa þeim.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá mbl.is.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira