Innlent

Áhorfendur á knattspyrnuleik beðnir um að hafa lægra

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla var kölluð til vegna ónæðis frá knattspyrnuleik í Kópavogi.
Lögregla var kölluð til vegna ónæðis frá knattspyrnuleik í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð af hávaðatilkynningum í gærkvöldi og nótt. Þannig var til að mynda tilkynnt um fyrirgang á knattspyrnuleik í Vallarkór en þar reyndust áhorfendur berja trommur og skjóta á loft flugeldum.

Brugðust þeir vel við tilmælum lögreglu um að hafa lægra.

Lögreglu barst einnig tilkynning um líkamsárás í verslun. Gerandi og þolandi voru enn á staðnum þegar lögreglu bar að garði og var rætt við báða. Málið er í rannsókn.

Tilkynnt var um ölvaðan mann á veitingastað í miðbænum en sá var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Þá var tilkynnt um innbrot í geymslur í póstnúmerinu 107 og er það mál í rannsókn.

Uppfært kl. 11.50:

Forsvarsmenn HK vilja árétta að leikurinn hafi ekki verið á vegum félagsins og segja að það sé Kópavogsbær sem sé ábyrgur fyrir útleigu til annarra liða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×