Breivik fær ekki reynslulausn en er búinn að áfrýja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:47 Breivik verður ekki sleppt lausum í bráð virðist vera. EPA-EFE/Ole Berg-Rusten Fjöldamorðinginn Anders Breivik fær ekki reynslulausn. Þetta úrskurðaði Héraðsdómur Telemark í dag en Breivik hefur þegar áfrýjað úrskurðinum. Breivik var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist fyrir að myrða 77 manneskjur í sprengingu í Osló og skotárá í Útey. Hægt er að framlengja fangelsisvistinni þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar en hann gat í fyrsta sinn núna, tíu árum eftir að hann var dæmdur, sótt um reynslulausn. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, óskaði eftir því þegar mál hans var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði að notast væri við gamla nafn skjólstæðings síns, Anders Behring Breivik, í stað þess nafns sem hann tók upp fyrir nokkrum árum, Fjotolf Hansen. Saksóknarar höfðu ekkert á móti því. Hafi enga samúð með fórnarlömbunum Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómurinn meti Breivik enn sem mikla hættu við samfélag manna og ástæða sé til að hræðast að hann muni beita ofbeldi aftur. „Sakborningurinn virtist algerlega laus við samúð með fórnarlömbum hryðjuverkanna,“ segir í úrskurðinum sem vísað er í í frétt norska ríkisútvarpsins. Storrvik tilkynnti eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að Breivik sé búinn að áfrýja. Breivik hefur kvartað yfir aðbúnaði sínum í fangelsinu og segir hann stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist ekki sá sem skipulagði árásirnar Við aðalmeðferð umsóknarinnar fór fram geðrænt mat á Breivik og mat geðlæknirinn Randi Rosenqvist það svo að hann væri enn jafn hættulegur í dag og hann var fyrir tíu árum, þegar hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkin. Mikil hætta sé á því að verði honum veitt reynslulausn muni hann brjóta aftur af sér. Þegar umsókn Breiviks um reynslulausn var tekin fyrir í Skien-fangelsinu þann 18. janúar síðastliðinn heilsaði Breivik að nasistasið þegar hann gekk inn í íþróttasal fangelsisins, sem var nýttur sem réttarsalur. Þá hélt hann því fram að hann hefði í raun ekki verið sá sem var á bak við hryðjuverkaárásirnar, heldur hafi honum verið innrættar róttækar skoðanir hægri öfgamanna af öfgasamtökum áður en hryðjuverkin áttu sér stað. Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33 Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55 „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Breivik var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist fyrir að myrða 77 manneskjur í sprengingu í Osló og skotárá í Útey. Hægt er að framlengja fangelsisvistinni þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar en hann gat í fyrsta sinn núna, tíu árum eftir að hann var dæmdur, sótt um reynslulausn. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, óskaði eftir því þegar mál hans var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði að notast væri við gamla nafn skjólstæðings síns, Anders Behring Breivik, í stað þess nafns sem hann tók upp fyrir nokkrum árum, Fjotolf Hansen. Saksóknarar höfðu ekkert á móti því. Hafi enga samúð með fórnarlömbunum Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómurinn meti Breivik enn sem mikla hættu við samfélag manna og ástæða sé til að hræðast að hann muni beita ofbeldi aftur. „Sakborningurinn virtist algerlega laus við samúð með fórnarlömbum hryðjuverkanna,“ segir í úrskurðinum sem vísað er í í frétt norska ríkisútvarpsins. Storrvik tilkynnti eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að Breivik sé búinn að áfrýja. Breivik hefur kvartað yfir aðbúnaði sínum í fangelsinu og segir hann stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist ekki sá sem skipulagði árásirnar Við aðalmeðferð umsóknarinnar fór fram geðrænt mat á Breivik og mat geðlæknirinn Randi Rosenqvist það svo að hann væri enn jafn hættulegur í dag og hann var fyrir tíu árum, þegar hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkin. Mikil hætta sé á því að verði honum veitt reynslulausn muni hann brjóta aftur af sér. Þegar umsókn Breiviks um reynslulausn var tekin fyrir í Skien-fangelsinu þann 18. janúar síðastliðinn heilsaði Breivik að nasistasið þegar hann gekk inn í íþróttasal fangelsisins, sem var nýttur sem réttarsalur. Þá hélt hann því fram að hann hefði í raun ekki verið sá sem var á bak við hryðjuverkaárásirnar, heldur hafi honum verið innrættar róttækar skoðanir hægri öfgamanna af öfgasamtökum áður en hryðjuverkin áttu sér stað.
Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33 Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55 „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33
Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55
„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30