Segja óásættanlegt að þurfa að kynda hús með olíu Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 15:27 Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Foto: Egill Aðalsteinsson/Egill Aðalsteinsson Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir óásættanlegt að brenna þurfi olíu til að kynda hús á Vestfjörðum. Bæjarráðið lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Ráðið kom saman á fundi í gær og á þeim fundi voru raforkumál tekin fyrir. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri, kynnti bæjarráði stöðu raforkumála á Vestfjörðum og það að orkuskerðing til fjarvarmaveitna hafi þau áhrif að Orkubú Vestfjarða þarf að brenna olíu svo hægt sé að kynda hús á Vestfjörðum. Í bókun bæjarráðs segir að þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðastofu undanfarin ár þörfina á uppbyggingu nútímalegra og örugga innviða rafmagns hafi ekki verið brugðist við því. „Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á dísilolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn,“ segir í bókuninni. Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Bendir ráðið á að Vestfirðingar hafi tekið þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“ Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Ráðið kom saman á fundi í gær og á þeim fundi voru raforkumál tekin fyrir. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri, kynnti bæjarráði stöðu raforkumála á Vestfjörðum og það að orkuskerðing til fjarvarmaveitna hafi þau áhrif að Orkubú Vestfjarða þarf að brenna olíu svo hægt sé að kynda hús á Vestfjörðum. Í bókun bæjarráðs segir að þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðastofu undanfarin ár þörfina á uppbyggingu nútímalegra og örugga innviða rafmagns hafi ekki verið brugðist við því. „Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á dísilolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn,“ segir í bókuninni. Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Bendir ráðið á að Vestfirðingar hafi tekið þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“
Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira