Segja óásættanlegt að þurfa að kynda hús með olíu Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 15:27 Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Foto: Egill Aðalsteinsson/Egill Aðalsteinsson Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir óásættanlegt að brenna þurfi olíu til að kynda hús á Vestfjörðum. Bæjarráðið lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Ráðið kom saman á fundi í gær og á þeim fundi voru raforkumál tekin fyrir. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri, kynnti bæjarráði stöðu raforkumála á Vestfjörðum og það að orkuskerðing til fjarvarmaveitna hafi þau áhrif að Orkubú Vestfjarða þarf að brenna olíu svo hægt sé að kynda hús á Vestfjörðum. Í bókun bæjarráðs segir að þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðastofu undanfarin ár þörfina á uppbyggingu nútímalegra og örugga innviða rafmagns hafi ekki verið brugðist við því. „Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á dísilolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn,“ segir í bókuninni. Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Bendir ráðið á að Vestfirðingar hafi tekið þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“ Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Ráðið kom saman á fundi í gær og á þeim fundi voru raforkumál tekin fyrir. Elías Jónatansson, Orkubússtjóri, kynnti bæjarráði stöðu raforkumála á Vestfjörðum og það að orkuskerðing til fjarvarmaveitna hafi þau áhrif að Orkubú Vestfjarða þarf að brenna olíu svo hægt sé að kynda hús á Vestfjörðum. Í bókun bæjarráðs segir að þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðastofu undanfarin ár þörfina á uppbyggingu nútímalegra og örugga innviða rafmagns hafi ekki verið brugðist við því. „Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á dísilolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn,“ segir í bókuninni. Bæjarráðið krefst þess að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Bendir ráðið á að Vestfirðingar hafi tekið þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“
Ályktun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: „Við þökkum Orkubússtjóra fyrir komuna og kynningu á raforkumálum fjórðungsins. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu orkumála á Vestfjörðum. Það er óásættanlegt að Vestfirðir þurfi að búa við það að enn í dag þurfi að kynda húsnæði með orku sem fæst frá díselolíu. Þrátt fyrir háværar raddir frá bæjarfulltrúum, atvinnulífinu og Vestfjarðarstofu undanfarin ár, um nauðsyn þess að byggja upp nútímalega og örugga innviði rafmagns, hafa hvorki ríkisstjórnir né Landsvirkjun brugðist við með áætlun í takt við nútímann og alþjóðaskuldbindingar. Ríkisstjórn sem hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á ekki að sætta sig við að heill landsfjórðungur þurfa að reiða sig á díselolíu til húshitunar á köldustu mánuðum ársins og þegar skerðing verður á flutningi rafmagns inn í fjórðunginn. Við gerum þá sjálfsögðu kröfu að tekin verði ákvörðun um að byggja upp og styrkja grænan orkubúskap á Vestfjörðum í stað þess að einblína á ódýrasta kostinn og gamaldags lausnir. Á það skal bent að Vestfirðingar tóku þátt í uppbyggingu raforkukerfis alls landsins á sínum tíma. Bæjarráð tekur undir með stjórn Vestfjarðastofu um áhyggjur af þeim afleiðingum sem breyttar rekstrarforsendur hafa á rekstur og fjárfestingagetu Orkubús Vestfjarða og kallar eftir því að stjórnvöld og Landsvirkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum.“
Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira