Lífið í Urriðaholti Vera Rut Ragnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 16:01 Garðabær er sístækkandi bæjarfélag. Á síðasta ári stækkaði sveitarfélagið hlutfallslega mest meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf bý ég í Urriðaholti sem er nýjasta hverfi í Garðabæ, hverfi sem byggir á þeirri hugsjón að íbúðabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks og ekki þurfi að fara langt til að sækja þjónustu. Áhersla er á blöndun íbúðaforma svo fjölbreytni íbúa sé mikil og allir finni það sem hentar sér. Urriðaholtið hefur hlotið vistvottun samkvæmt vottunarkerfi Breeam Communities. Fyrir íbúa Urriðaholts þýðir það að gönguleiðir í skóla og leikskóla eru stuttar og öruggar, gert er ráð fyrir mismunandi ferðamátum og götur eru hafðar þröngar í þeim tilgangi að draga úr umferðarhraða. Stutt er í verslun og þjónustu, barnvæn leiksvæði og í óspillta náttúruna. Fimm víra rafmagnskerfi dregur úr rafmengun og ljósmengun er minni utandyra með því að hafa þægilega lýsingu. Á kvöldin fá því stjörnubjartar næturnar að njóta sín, sem er ekki algeng sjón í þéttbýli. Ofanvatnslausnir eru sjálfbærar og tryggja hringrás vatns í hverfinu svo lífríki raskist ekki. Hverfið er enn í uppbyggingu og áætlanir gera ráð fyrir að það verði tilbúið árið 2024. Í Urriðaholti er Dæinn, notalegt kaffihús og vínbar sem vel er sótt og veitingarstaðurinn 212 opnar von bráðar. Snjallverslunin Nær er væntanleg, verslun sem verður opin allan sólarhringinn þar sem fólk getur verslað og greitt í símanum, án aðkomu starfsmanna. Í Urriðaholti er líka jógastúdió, skartgripabúð og aðrar sérvöruverslanir. Einstakt samfélag Margir Garðbæingar eiga erfitt með að tengja Urriðaholtið við Garðabæ og ég var þeirra á meðal. Ég er alin upp í Garðabæ og fannst holtið vera úthverfi og varla tengt bænum. Heldur væri hverfið sjálfstæð eining, nokkurs konar þorp. Að mörgu leiti er það raunar upplifunin nú þegar ég bý í holtinu og ég fæ stundum á tilfinninguna að ég búi í smábæ. Eins og áður sagði eru íbúar hér flestir ungir og mörg höfum við það sameiginlegt að við ólumst upp í Garðabæ. Bekkjarfélagar dóttur minnar eru margir hverjir börn bekkjarfélaga minna úr grunn- og leikskóla. Það er mikil nágrannakærleikur, vinasambönd myndast í blokkum og á stigagöngum, bæði hjá börnum og fullorðnum. Heilu fjölskyldurnar hafa flutt saman hingað, svo dæmi sé tekið flutti par hér í Urriðaholt, ári seinna kom systir konunnar, stuttu eftir það foreldrar þeirra og loks þriðja systirin. Þetta minnir á Garðabæ þegar ég var lítil, þegar bærinn var svo lítill að það þekktust „allir“. Gott að búa í Urriðaholti Urriðaholt er stundum kallað þorpið við vatnið. Urriðakotsvatn er sunnan megin við hverfið, Heiðmörk er austan megin og Búrfellshraun eða Vífilsstaðahraun er að norðanverðu. Það er því stutt að fara út í náttúruna hvaðan sem er í hverfinu og þó að Urriðaholt sé umkringt óspilltri náttúru þá er hverfið með beina tengingu við Reykjanesbraut og fljótlegt að fara í aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Í dag telur hverfið tæplega 3000 manns og fer hratt stækkandi, áætlað er að íbúar Urriðaholts telji um 5000 manns og verður þá um fjórðungur Garðabæjar. Tengingar milli bæjarhluta Þó að þjónustan sé góð í Holtinu er mikil þörf á betri tenginum við miðbæinn okkar, í dag þarf að ganga yfir umferðarþunga brú til þess að komast á göngustíg sem tengir saman Austurhraun og Flatirnar. Það eru 11 akreinar sem þarf að fara yfir. Foreldrar eru hræddir við að senda börn sín á hjóli t.d. í Tónlistaskólann eða í Ásgarð því samgöngurnar eins og þær eru í dag eru hættulegar, það sýndi sig þegar hræðilegt banaslys varð á síðasta ári. Mín einlæga sýn er sú að það þurfi að tengja Urriðaholtið betur, hvort heldur með undirgöngum eða göngubrú yfir Reykjanesbrautina. Það er gott að búa í Urriðaholti og verður enn betra með betri samgöngum. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er sístækkandi bæjarfélag. Á síðasta ári stækkaði sveitarfélagið hlutfallslega mest meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf bý ég í Urriðaholti sem er nýjasta hverfi í Garðabæ, hverfi sem byggir á þeirri hugsjón að íbúðabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks og ekki þurfi að fara langt til að sækja þjónustu. Áhersla er á blöndun íbúðaforma svo fjölbreytni íbúa sé mikil og allir finni það sem hentar sér. Urriðaholtið hefur hlotið vistvottun samkvæmt vottunarkerfi Breeam Communities. Fyrir íbúa Urriðaholts þýðir það að gönguleiðir í skóla og leikskóla eru stuttar og öruggar, gert er ráð fyrir mismunandi ferðamátum og götur eru hafðar þröngar í þeim tilgangi að draga úr umferðarhraða. Stutt er í verslun og þjónustu, barnvæn leiksvæði og í óspillta náttúruna. Fimm víra rafmagnskerfi dregur úr rafmengun og ljósmengun er minni utandyra með því að hafa þægilega lýsingu. Á kvöldin fá því stjörnubjartar næturnar að njóta sín, sem er ekki algeng sjón í þéttbýli. Ofanvatnslausnir eru sjálfbærar og tryggja hringrás vatns í hverfinu svo lífríki raskist ekki. Hverfið er enn í uppbyggingu og áætlanir gera ráð fyrir að það verði tilbúið árið 2024. Í Urriðaholti er Dæinn, notalegt kaffihús og vínbar sem vel er sótt og veitingarstaðurinn 212 opnar von bráðar. Snjallverslunin Nær er væntanleg, verslun sem verður opin allan sólarhringinn þar sem fólk getur verslað og greitt í símanum, án aðkomu starfsmanna. Í Urriðaholti er líka jógastúdió, skartgripabúð og aðrar sérvöruverslanir. Einstakt samfélag Margir Garðbæingar eiga erfitt með að tengja Urriðaholtið við Garðabæ og ég var þeirra á meðal. Ég er alin upp í Garðabæ og fannst holtið vera úthverfi og varla tengt bænum. Heldur væri hverfið sjálfstæð eining, nokkurs konar þorp. Að mörgu leiti er það raunar upplifunin nú þegar ég bý í holtinu og ég fæ stundum á tilfinninguna að ég búi í smábæ. Eins og áður sagði eru íbúar hér flestir ungir og mörg höfum við það sameiginlegt að við ólumst upp í Garðabæ. Bekkjarfélagar dóttur minnar eru margir hverjir börn bekkjarfélaga minna úr grunn- og leikskóla. Það er mikil nágrannakærleikur, vinasambönd myndast í blokkum og á stigagöngum, bæði hjá börnum og fullorðnum. Heilu fjölskyldurnar hafa flutt saman hingað, svo dæmi sé tekið flutti par hér í Urriðaholt, ári seinna kom systir konunnar, stuttu eftir það foreldrar þeirra og loks þriðja systirin. Þetta minnir á Garðabæ þegar ég var lítil, þegar bærinn var svo lítill að það þekktust „allir“. Gott að búa í Urriðaholti Urriðaholt er stundum kallað þorpið við vatnið. Urriðakotsvatn er sunnan megin við hverfið, Heiðmörk er austan megin og Búrfellshraun eða Vífilsstaðahraun er að norðanverðu. Það er því stutt að fara út í náttúruna hvaðan sem er í hverfinu og þó að Urriðaholt sé umkringt óspilltri náttúru þá er hverfið með beina tengingu við Reykjanesbraut og fljótlegt að fara í aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Í dag telur hverfið tæplega 3000 manns og fer hratt stækkandi, áætlað er að íbúar Urriðaholts telji um 5000 manns og verður þá um fjórðungur Garðabæjar. Tengingar milli bæjarhluta Þó að þjónustan sé góð í Holtinu er mikil þörf á betri tenginum við miðbæinn okkar, í dag þarf að ganga yfir umferðarþunga brú til þess að komast á göngustíg sem tengir saman Austurhraun og Flatirnar. Það eru 11 akreinar sem þarf að fara yfir. Foreldrar eru hræddir við að senda börn sín á hjóli t.d. í Tónlistaskólann eða í Ásgarð því samgöngurnar eins og þær eru í dag eru hættulegar, það sýndi sig þegar hræðilegt banaslys varð á síðasta ári. Mín einlæga sýn er sú að það þurfi að tengja Urriðaholtið betur, hvort heldur með undirgöngum eða göngubrú yfir Reykjanesbrautina. Það er gott að búa í Urriðaholti og verður enn betra með betri samgöngum. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun