Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun. Um fjórtán prósent segjast vera í meðallagi hlynnt bólusetningum barna en einungis ellefu prósent eru þeim andvíg.
49,3 prósent segjast vera mjög hlynnt bólusetningum barna og 25 prósent segjast vera frekar hlynnt bólusetningum barna.

Stuðningurinn eykst með hækkandi aldri. Ríflega 60 prósent fólks á aldrinum 18-29 ára segjast hlynnt bólusetningum barna en stuðningurinn fer upp í 86 prósent hjá fólki yfir sextugu.
Um sjötíu og fimm prósent landsmanna eru hlynntir því að bólusetja yngsta aldurshópinn, fimm til ellefu ára börn, gegn Covid-19.