Framhaldsskólanemar kalla á hjálp Kristín Thoroddsen skrifar 31. janúar 2022 10:01 Framhaldsskólanemar hafa í gegnum heimsfaraldurinn sýnt ótrúlega þolinmæði og þurft að fórna flestu því sem við fengum að upplifa og njóta á sínum tíma. Framhaldsskólaárin eru þau ár sem móta einstaklinginn hvað mest og stuðla að þroska nemandans til að takast á við framtíðina. Undanfarið og í raun allt frá því heimsfaraldurinn tók yfir líf okkar höfum við rætt um og ritað hversu mikilvægt er að huga að andlegri heilsu þessa aldurshóps. Framhaldsskólanemar hafa kallað á hjálp, þeir hafa bent á mikilvægi þess að félagslíf sé í boði, böll, klúbbastarf og matsalir verði opnir. Ég skil því mæta vel vonbrigði þeirra þegar í ljós kom að engin breyting var á skólahaldi þessa hóps. Það var sannarlega ástæða til að standa vörð um heilsu þeirra sem og okkar allra þegar veiran var sem verst og fólk veiktist illa. Við erum með allt aðra stöðu í dag, stöðu sem hefði líklega ekki valdið neyðarástandi ein og sér. Veiran var banvæn en áframhaldandi harðar aðgerðir eru að mínu mati alvarlegri en sjúkdómurinn sjálfur fyrir unga fólkið okkar. Áskorun til ríkisstjórnarinnar! Það unga fólk sem nú situr bak við grímur sínar í skólastofum framhaldsskóla landsins er næsta kynslóð okkar. Það hefði því að mínu mati átt að vera forgangsatriði að aflétta takmörkunum sem þetta unga fólk býr við þegar farið var í fyrsta áfanga afléttingar í síðustu viku. Aðrar afléttingar háværra hópa hafa átt sér stað fyrir minna tilefni. Hlutverk framhaldsskóla er ekki aðeins það að tryggja góða menntun til framtíðar heldur einnig að styðja við félagslega getu og þroska einstaklingsins innan þess samfélags sem framhaldsskóli er. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er fjallað um skyldur en þar segir að ekki sé síður mikilvægt að skólinn styðji við félagslegt heilbrigði nemenda með því að hvetja til virkrar þátttöku í félagslífi. Ég skora því á ríkisstjórnina að hlusta á raddir unga fólksins, standa með þeim og gera þær breytingar sem þarf á sóttvarnarlögum svo þau sitji ekki uppi með eftirköst heimsfaraldursins lengra inn í framtíðina en nauðsyn krefur. Leyfum þeim að fella grímuna og njóta lífsins, án hafta. Það er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kristín Thoroddsen Mest lesið Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólanemar hafa í gegnum heimsfaraldurinn sýnt ótrúlega þolinmæði og þurft að fórna flestu því sem við fengum að upplifa og njóta á sínum tíma. Framhaldsskólaárin eru þau ár sem móta einstaklinginn hvað mest og stuðla að þroska nemandans til að takast á við framtíðina. Undanfarið og í raun allt frá því heimsfaraldurinn tók yfir líf okkar höfum við rætt um og ritað hversu mikilvægt er að huga að andlegri heilsu þessa aldurshóps. Framhaldsskólanemar hafa kallað á hjálp, þeir hafa bent á mikilvægi þess að félagslíf sé í boði, böll, klúbbastarf og matsalir verði opnir. Ég skil því mæta vel vonbrigði þeirra þegar í ljós kom að engin breyting var á skólahaldi þessa hóps. Það var sannarlega ástæða til að standa vörð um heilsu þeirra sem og okkar allra þegar veiran var sem verst og fólk veiktist illa. Við erum með allt aðra stöðu í dag, stöðu sem hefði líklega ekki valdið neyðarástandi ein og sér. Veiran var banvæn en áframhaldandi harðar aðgerðir eru að mínu mati alvarlegri en sjúkdómurinn sjálfur fyrir unga fólkið okkar. Áskorun til ríkisstjórnarinnar! Það unga fólk sem nú situr bak við grímur sínar í skólastofum framhaldsskóla landsins er næsta kynslóð okkar. Það hefði því að mínu mati átt að vera forgangsatriði að aflétta takmörkunum sem þetta unga fólk býr við þegar farið var í fyrsta áfanga afléttingar í síðustu viku. Aðrar afléttingar háværra hópa hafa átt sér stað fyrir minna tilefni. Hlutverk framhaldsskóla er ekki aðeins það að tryggja góða menntun til framtíðar heldur einnig að styðja við félagslega getu og þroska einstaklingsins innan þess samfélags sem framhaldsskóli er. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er fjallað um skyldur en þar segir að ekki sé síður mikilvægt að skólinn styðji við félagslegt heilbrigði nemenda með því að hvetja til virkrar þátttöku í félagslífi. Ég skora því á ríkisstjórnina að hlusta á raddir unga fólksins, standa með þeim og gera þær breytingar sem þarf á sóttvarnarlögum svo þau sitji ekki uppi með eftirköst heimsfaraldursins lengra inn í framtíðina en nauðsyn krefur. Leyfum þeim að fella grímuna og njóta lífsins, án hafta. Það er ekki eftir neinu að bíða! Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun