Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 14:42 Rafmagnslínum Orkubús Vestfjarða hefur slegið út í dag og ganga norðan- og sunnanverðir Vestfirðir á varaaflsvélum. Vísir/Egill Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. Þetta segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða en verið er að vinna að því að koma rafmagni á alla notendur. Þar segir að Vesturlína hafi slegið út um klukkan hálf tvö og að Bíldudalslína hafi ekki tollið í framhaldinu. Þá hafi Mjólkárlína Landsnets, sem liggur milli geiradals og Mjólkárvirkjunar, leyst út á sama tíma. Vonskuveður gengur nú yfir vestanvert landið með éljum og hríð. Samgöngur hafa raskast, sérstaklega á fjallvegum og fólk hefur verið varað við því að einstaklega slæm færð er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Vegagerðin varar við því að loka gæti þurft Öxnadalsheiði með stuttum fyrirvara. Athugið: Súðavíkurhlíð lokar kl 15:00 vegna snjóflóðahættu. Öxnadalsheiði er komin á óvissustig og gæti lokast tímabundið með stuttum fyrirvara vegna veðurs. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 30, 2022 Snjóflóð hefur fallið í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokað þar vegi. Þá verður Súðavíkurhlíð lokað af öryggisástæðum vegna veðurs klukkan 15. Innanlandsflug til og frá Ísafirði hefur þá verið fellt niður í dag vegna veðurs. Sömuleiðis hefur Strætó fellt niður ferðir á milli Hafnar og Reykjavíkur í dag. Þá féll ferð Strætó frá Akureyri í Borgarnes í morgun niður og strætó á leið frá Reykjavík til Akureyrar fór ekki lengra en í Borgarnes vegna veðurs. Ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar seinni partinn eru í skoðun. Veður Samgöngur Orkumál Tengdar fréttir Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða en verið er að vinna að því að koma rafmagni á alla notendur. Þar segir að Vesturlína hafi slegið út um klukkan hálf tvö og að Bíldudalslína hafi ekki tollið í framhaldinu. Þá hafi Mjólkárlína Landsnets, sem liggur milli geiradals og Mjólkárvirkjunar, leyst út á sama tíma. Vonskuveður gengur nú yfir vestanvert landið með éljum og hríð. Samgöngur hafa raskast, sérstaklega á fjallvegum og fólk hefur verið varað við því að einstaklega slæm færð er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Vegagerðin varar við því að loka gæti þurft Öxnadalsheiði með stuttum fyrirvara. Athugið: Súðavíkurhlíð lokar kl 15:00 vegna snjóflóðahættu. Öxnadalsheiði er komin á óvissustig og gæti lokast tímabundið með stuttum fyrirvara vegna veðurs. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 30, 2022 Snjóflóð hefur fallið í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokað þar vegi. Þá verður Súðavíkurhlíð lokað af öryggisástæðum vegna veðurs klukkan 15. Innanlandsflug til og frá Ísafirði hefur þá verið fellt niður í dag vegna veðurs. Sömuleiðis hefur Strætó fellt niður ferðir á milli Hafnar og Reykjavíkur í dag. Þá féll ferð Strætó frá Akureyri í Borgarnes í morgun niður og strætó á leið frá Reykjavík til Akureyrar fór ekki lengra en í Borgarnes vegna veðurs. Ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar seinni partinn eru í skoðun.
Veður Samgöngur Orkumál Tengdar fréttir Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26