Strætó tekur vel í hugmyndir um frestun bílprófs Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 14:32 Tillögurnar sem nefndar eru í skýrslunni eru enn á hugmyndastigi og aðeins dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög gætu gripið til. Vísir/Vilhelm Flest ungmenni bíða ekki lengi með það að taka bílprófið þegar þau fá aldur til. Nú gæti sá möguleiki komið upp að hægt verði að fresta töku bílprófs um þrjú ár og fá í staðinn árskort í Strætó. Hugmyndin er ein nokkurra sem birtast í skýrslunni Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins en sagt er frá málinu í Fréttablaðinu. Meðal þess sem stungið er upp á er að byggja upp öflugri og jafnvel gjaldfrjálsar almenningssamgöngur, gera samkomulag við stóra vinnustaði um ívilnanir ef gerðir eru vistvænir samgöngusamningar og að fara í auglýsinga- og ímyndarherferð til að auka hlutdeild virkra samgöngumáta. Í Fréttablaðinu er vitnað í Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem segir að tillögurnar séu enn á hugmyndastigi og ekki eiginleg aðgerðaáætlun heldur dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gætu gripið til. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir hugmyndina góða en að ákvörðunin sé pólitísk.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að hugmyndin hafi ekki komið til umræðu innan veggja Strætó og sé væntanlega eitthvað sem skýrsluhöfundum hefur einfaldlega dottið í hug. „Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd og svo er alltaf spurning um útfærslu. Þetta þyrfti að vera pólitísk ákvörðun og það þyrfti að fylgja fjármagn til þess að greiða fyrir kortin,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Svipað og prófað hefur verið áður Þá bendir Guðmundur á að svipaðar útfærslur hafi verið prófaðar fyrir um það bil 15 árum síðan þegar háskólanemar fengu frítt strætókort. „Árangurinn þá var ekkert sérstakur og það voru ákveðin vonbrigði hvernig það var nýtt. Það koma auðvitað fram fleiri hugmyndir í þessari skýrslu til dæmis með gjaldfrjáls bílastæði. Við teljum það eitt að hafa frítt í Strætó leysi ekki málin ef þú ert lengur að ferðast með strætó en í bíl,“ segir Guðmundur og bætir við að áhugavert sé að horfa til framtíðar hvað þetta varðar. „Þetta er sérstaklega góð hugmynd ef maður horfir til framtíðar varðandi hugmyndir um Borgarlínu og leiðarkerfi Strætó þar sem við horfum fram á betra aðgengi og styttri ferðatíma.“ „Okkar sýn er að ef þú styttir ferðatíma og vagnar festast ekki í umferð þá þyrfti það að vera hluti af þessu, það dugir ekki til að hafa frítt.“ Strætó Umhverfismál Umferð Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Hugmyndin er ein nokkurra sem birtast í skýrslunni Kolefnisfótspor höfuðborgarsvæðisins en sagt er frá málinu í Fréttablaðinu. Meðal þess sem stungið er upp á er að byggja upp öflugri og jafnvel gjaldfrjálsar almenningssamgöngur, gera samkomulag við stóra vinnustaði um ívilnanir ef gerðir eru vistvænir samgöngusamningar og að fara í auglýsinga- og ímyndarherferð til að auka hlutdeild virkra samgöngumáta. Í Fréttablaðinu er vitnað í Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem segir að tillögurnar séu enn á hugmyndastigi og ekki eiginleg aðgerðaáætlun heldur dæmi um aðgerðir sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gætu gripið til. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir hugmyndina góða en að ákvörðunin sé pólitísk.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að hugmyndin hafi ekki komið til umræðu innan veggja Strætó og sé væntanlega eitthvað sem skýrsluhöfundum hefur einfaldlega dottið í hug. „Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd og svo er alltaf spurning um útfærslu. Þetta þyrfti að vera pólitísk ákvörðun og það þyrfti að fylgja fjármagn til þess að greiða fyrir kortin,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Svipað og prófað hefur verið áður Þá bendir Guðmundur á að svipaðar útfærslur hafi verið prófaðar fyrir um það bil 15 árum síðan þegar háskólanemar fengu frítt strætókort. „Árangurinn þá var ekkert sérstakur og það voru ákveðin vonbrigði hvernig það var nýtt. Það koma auðvitað fram fleiri hugmyndir í þessari skýrslu til dæmis með gjaldfrjáls bílastæði. Við teljum það eitt að hafa frítt í Strætó leysi ekki málin ef þú ert lengur að ferðast með strætó en í bíl,“ segir Guðmundur og bætir við að áhugavert sé að horfa til framtíðar hvað þetta varðar. „Þetta er sérstaklega góð hugmynd ef maður horfir til framtíðar varðandi hugmyndir um Borgarlínu og leiðarkerfi Strætó þar sem við horfum fram á betra aðgengi og styttri ferðatíma.“ „Okkar sýn er að ef þú styttir ferðatíma og vagnar festast ekki í umferð þá þyrfti það að vera hluti af þessu, það dugir ekki til að hafa frítt.“
Strætó Umhverfismál Umferð Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira