Hræðast að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 13:34 Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að ferðaþjónustunni blæði út áður en ferðasumarið hefst. Vísir/Vilhelm Hætta er fyrir hendi að þegar ferðamenn fari aftur að streyma til landsins í vor verði ferðaþjónustan of löskuð til að taka á móti þeim. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja hafi ekki nægjar tekjur til að halda starfsfólki. Þetta segja tíu stjórnendur í ferðaþjónustu sem sendu yfirlýsingu frá sér í dag. Meðal þeirra eru stjórnendur hjá Íslandshótelum, Ferðaskrifstpfunni Atlantik, Flugfélaginu Erni, Ferðaskrifstofu Íslands og Gray Line. Fram kemur í yfirlýsingunni að viðbúið sé að víða verði þjónusta við ferðamenn, gisting, leiðsögn, veitingar og fleira, ekki til staðar þar sem starfsfólk vanti. Fyrirtæki geti mörg ekki haldið starfsfólki, hvað þá ráðið nýtt fólk til að undirbúa ferðasumarið eða markaðssetja þjónustu sína. „Óvissan og sveiflurnar í ferðaþjónustunni hafa gert það að verkum að fjöldinn allur af reyndu og öflugu starfsfólki er hætt fyrir fullt og allt. Öðrum hefur verið hægt að halda, þrátt fyrir sveiflurnar, með fjölbreyttum úrræðum sem ríkissjóður hefur kostar,“ segir í yfirlýsingunni. Nú hafi slíkir styrkir runnið sitt skeið. „Janúar má að heita dauður tekjulega séð í ferðaþjónustunni, með 65-70% tekjufalli. Útlitið er ekki bjartara a.m.k. næstu tvo mánuði. Ekkert fyrirtæki getur staðið undir fastakostnaði og launakostnaði ema hafa tekjur.“ Áætlaðir viðspyrnustyrkir ekki nóg Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær að hann hefði mælt fyrir áframhaldandi styrkjum og ráðist yrði í viðspyrnuátak. Stjórnendurnir segja það ekki nóg. „Þeir gagnast samt aðeins minnstu fyrirtækjunum enda eru þeir að hámarki 2,5 milljónir miðað við fimm starfsmenn. Viðspyrnustyrkir gera lítið fyrir millistór og stór fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. Það versta sem komið geti fyrir í aðdraganda ferðasumars sé að ferðaþjónustufyrirtæki fari að segja upp fólki enn einu sinni í þeirri von að fólkið fáist aftur til starfa þegar birti til. „Hætt er við því að tekjur þjóðarbúsins af komu ferðamanna verði minni en ella. Það er því til mikils að vinna að tryggja að ferðaþjónustan geti mætt þörfum ferðafólksins með góðri þjónustu og tryggt áframhaldandi gott orðspor fyrir Ísland sem áfangastað.“ Vilja framlengja ráðningarstyrkina Þau segja að besta leiðin til að tryggja að ferðaþjónustufyritækin þrauki fram á vor sé að framlengja ráðningarstyrkina en þó ekki með sama fyrirkomulagi og áður, það er að fyrirtæki þurfi að segja fólki upp og ráða nýtt af atvinnuleysisskrá. „Frekar að úrræðið verði framlengt í 3-6 mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli þess. Auðvelt er að koma í veg fyrir misnotkun með því að tengja það tekjufalli árið 2021 miðað við 2019.“ „Það væri vægast sagt kaldhæðnislegt að láta ferðaþjónustuna blæða út skömmu áður en hjólin fara að snúast á nýjan leik.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 27. janúar 2022 06:35 Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. 26. janúar 2022 12:01 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Þetta segja tíu stjórnendur í ferðaþjónustu sem sendu yfirlýsingu frá sér í dag. Meðal þeirra eru stjórnendur hjá Íslandshótelum, Ferðaskrifstpfunni Atlantik, Flugfélaginu Erni, Ferðaskrifstofu Íslands og Gray Line. Fram kemur í yfirlýsingunni að viðbúið sé að víða verði þjónusta við ferðamenn, gisting, leiðsögn, veitingar og fleira, ekki til staðar þar sem starfsfólk vanti. Fyrirtæki geti mörg ekki haldið starfsfólki, hvað þá ráðið nýtt fólk til að undirbúa ferðasumarið eða markaðssetja þjónustu sína. „Óvissan og sveiflurnar í ferðaþjónustunni hafa gert það að verkum að fjöldinn allur af reyndu og öflugu starfsfólki er hætt fyrir fullt og allt. Öðrum hefur verið hægt að halda, þrátt fyrir sveiflurnar, með fjölbreyttum úrræðum sem ríkissjóður hefur kostar,“ segir í yfirlýsingunni. Nú hafi slíkir styrkir runnið sitt skeið. „Janúar má að heita dauður tekjulega séð í ferðaþjónustunni, með 65-70% tekjufalli. Útlitið er ekki bjartara a.m.k. næstu tvo mánuði. Ekkert fyrirtæki getur staðið undir fastakostnaði og launakostnaði ema hafa tekjur.“ Áætlaðir viðspyrnustyrkir ekki nóg Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær að hann hefði mælt fyrir áframhaldandi styrkjum og ráðist yrði í viðspyrnuátak. Stjórnendurnir segja það ekki nóg. „Þeir gagnast samt aðeins minnstu fyrirtækjunum enda eru þeir að hámarki 2,5 milljónir miðað við fimm starfsmenn. Viðspyrnustyrkir gera lítið fyrir millistór og stór fyrirtæki í ferðaþjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. Það versta sem komið geti fyrir í aðdraganda ferðasumars sé að ferðaþjónustufyrirtæki fari að segja upp fólki enn einu sinni í þeirri von að fólkið fáist aftur til starfa þegar birti til. „Hætt er við því að tekjur þjóðarbúsins af komu ferðamanna verði minni en ella. Það er því til mikils að vinna að tryggja að ferðaþjónustan geti mætt þörfum ferðafólksins með góðri þjónustu og tryggt áframhaldandi gott orðspor fyrir Ísland sem áfangastað.“ Vilja framlengja ráðningarstyrkina Þau segja að besta leiðin til að tryggja að ferðaþjónustufyritækin þrauki fram á vor sé að framlengja ráðningarstyrkina en þó ekki með sama fyrirkomulagi og áður, það er að fyrirtæki þurfi að segja fólki upp og ráða nýtt af atvinnuleysisskrá. „Frekar að úrræðið verði framlengt í 3-6 mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli þess. Auðvelt er að koma í veg fyrir misnotkun með því að tengja það tekjufalli árið 2021 miðað við 2019.“ „Það væri vægast sagt kaldhæðnislegt að láta ferðaþjónustuna blæða út skömmu áður en hjólin fara að snúast á nýjan leik.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 27. janúar 2022 06:35 Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. 26. janúar 2022 12:01 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 27. janúar 2022 06:35
Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. 26. janúar 2022 12:01