Frelsissvipti og beitti kynferðisofbeldi að loknum húsfundi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2022 22:36 Ákærði neitaði að hafa veist að brotaþola. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar og fyrir að hafa frelsissvipt konu í íbúð sinni. Maðurinn var nágranni brotaþola og hann veittist að konunni að loknum húsfundi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í vikunni. Í málavaxtalýsingu héraðsdóms segir að ákærði hafi ítrekað boðið brotaþola að sjá nýuppgerða íbúð sína en þau hafi verið nágrannar. Hún hafi loks gefið undan en haldið að barn og maki mannsins væru heima. Það hafi reynst misskilningur og ákærði hafi þá lokað dyrunum á eftir þeim, tvílæst hurðinni og sett keðju fyrir. Fljótlega hafi ákærði þá sett spýtu milli hurðarhúns og gólfs og hafi brotaþoli fengið við það áfall. Maðurinn hafi þá byrjað að káfa á henni, sest ofan á hana og reynt að komast með hendur inn á buxur brotaþola. Loks hafi henni tekist að komast fram úr herberginu og ákærði hafi á endanum hleypt henni út úr íbúðinni. Hún hafi í kjölfarið óskað eftir aðstoð frá lögreglu. Framburður brotaþola trúverðugur Ákærði neitaði alfarið að hafa brotið á brotaþola fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðum héraðsdóms segir hins vegar að framburður ákærða hafi hvorki verið stöðugur né í samræmi við gögn málsins. Framburður brotaþola hafi hins vegar verið stöðugur og trúverðugur frá upphafi rannsóknar. Héraðsdómur taldi þó á grundvelli dómaframkvæmdar að ekki hafi verið um fullframið nauðgunarbrot að ræða enda hafi ákærða ekki tekist að stinga fingri „fyllilega inn í leggöng brotaþola,“ eins og það er orðað í niðurstöðum héraðsdóms. Brotið teljist því tilraun til nauðgunar. Ákærði var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf hann því ekki að sitja inni, haldi hann almennt skilorð. Honum ber að greiða brotaþola 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar fjórar milljónir í sakarkostnað til ríkissjóðs. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Í málavaxtalýsingu héraðsdóms segir að ákærði hafi ítrekað boðið brotaþola að sjá nýuppgerða íbúð sína en þau hafi verið nágrannar. Hún hafi loks gefið undan en haldið að barn og maki mannsins væru heima. Það hafi reynst misskilningur og ákærði hafi þá lokað dyrunum á eftir þeim, tvílæst hurðinni og sett keðju fyrir. Fljótlega hafi ákærði þá sett spýtu milli hurðarhúns og gólfs og hafi brotaþoli fengið við það áfall. Maðurinn hafi þá byrjað að káfa á henni, sest ofan á hana og reynt að komast með hendur inn á buxur brotaþola. Loks hafi henni tekist að komast fram úr herberginu og ákærði hafi á endanum hleypt henni út úr íbúðinni. Hún hafi í kjölfarið óskað eftir aðstoð frá lögreglu. Framburður brotaþola trúverðugur Ákærði neitaði alfarið að hafa brotið á brotaþola fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðum héraðsdóms segir hins vegar að framburður ákærða hafi hvorki verið stöðugur né í samræmi við gögn málsins. Framburður brotaþola hafi hins vegar verið stöðugur og trúverðugur frá upphafi rannsóknar. Héraðsdómur taldi þó á grundvelli dómaframkvæmdar að ekki hafi verið um fullframið nauðgunarbrot að ræða enda hafi ákærða ekki tekist að stinga fingri „fyllilega inn í leggöng brotaþola,“ eins og það er orðað í niðurstöðum héraðsdóms. Brotið teljist því tilraun til nauðgunar. Ákærði var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf hann því ekki að sitja inni, haldi hann almennt skilorð. Honum ber að greiða brotaþola 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar fjórar milljónir í sakarkostnað til ríkissjóðs.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira