Frelsissvipti og beitti kynferðisofbeldi að loknum húsfundi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2022 22:36 Ákærði neitaði að hafa veist að brotaþola. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar og fyrir að hafa frelsissvipt konu í íbúð sinni. Maðurinn var nágranni brotaþola og hann veittist að konunni að loknum húsfundi. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í vikunni. Í málavaxtalýsingu héraðsdóms segir að ákærði hafi ítrekað boðið brotaþola að sjá nýuppgerða íbúð sína en þau hafi verið nágrannar. Hún hafi loks gefið undan en haldið að barn og maki mannsins væru heima. Það hafi reynst misskilningur og ákærði hafi þá lokað dyrunum á eftir þeim, tvílæst hurðinni og sett keðju fyrir. Fljótlega hafi ákærði þá sett spýtu milli hurðarhúns og gólfs og hafi brotaþoli fengið við það áfall. Maðurinn hafi þá byrjað að káfa á henni, sest ofan á hana og reynt að komast með hendur inn á buxur brotaþola. Loks hafi henni tekist að komast fram úr herberginu og ákærði hafi á endanum hleypt henni út úr íbúðinni. Hún hafi í kjölfarið óskað eftir aðstoð frá lögreglu. Framburður brotaþola trúverðugur Ákærði neitaði alfarið að hafa brotið á brotaþola fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðum héraðsdóms segir hins vegar að framburður ákærða hafi hvorki verið stöðugur né í samræmi við gögn málsins. Framburður brotaþola hafi hins vegar verið stöðugur og trúverðugur frá upphafi rannsóknar. Héraðsdómur taldi þó á grundvelli dómaframkvæmdar að ekki hafi verið um fullframið nauðgunarbrot að ræða enda hafi ákærða ekki tekist að stinga fingri „fyllilega inn í leggöng brotaþola,“ eins og það er orðað í niðurstöðum héraðsdóms. Brotið teljist því tilraun til nauðgunar. Ákærði var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf hann því ekki að sitja inni, haldi hann almennt skilorð. Honum ber að greiða brotaþola 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar fjórar milljónir í sakarkostnað til ríkissjóðs. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Í málavaxtalýsingu héraðsdóms segir að ákærði hafi ítrekað boðið brotaþola að sjá nýuppgerða íbúð sína en þau hafi verið nágrannar. Hún hafi loks gefið undan en haldið að barn og maki mannsins væru heima. Það hafi reynst misskilningur og ákærði hafi þá lokað dyrunum á eftir þeim, tvílæst hurðinni og sett keðju fyrir. Fljótlega hafi ákærði þá sett spýtu milli hurðarhúns og gólfs og hafi brotaþoli fengið við það áfall. Maðurinn hafi þá byrjað að káfa á henni, sest ofan á hana og reynt að komast með hendur inn á buxur brotaþola. Loks hafi henni tekist að komast fram úr herberginu og ákærði hafi á endanum hleypt henni út úr íbúðinni. Hún hafi í kjölfarið óskað eftir aðstoð frá lögreglu. Framburður brotaþola trúverðugur Ákærði neitaði alfarið að hafa brotið á brotaþola fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðum héraðsdóms segir hins vegar að framburður ákærða hafi hvorki verið stöðugur né í samræmi við gögn málsins. Framburður brotaþola hafi hins vegar verið stöðugur og trúverðugur frá upphafi rannsóknar. Héraðsdómur taldi þó á grundvelli dómaframkvæmdar að ekki hafi verið um fullframið nauðgunarbrot að ræða enda hafi ákærða ekki tekist að stinga fingri „fyllilega inn í leggöng brotaþola,“ eins og það er orðað í niðurstöðum héraðsdóms. Brotið teljist því tilraun til nauðgunar. Ákærði var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og þarf hann því ekki að sitja inni, haldi hann almennt skilorð. Honum ber að greiða brotaþola 800 þúsund krónur í miskabætur og tæpar fjórar milljónir í sakarkostnað til ríkissjóðs.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira