„Varðandi framtíðina. Ég get ekkert sagt um það, ég á fimm mánuði eftir af þessum samningi við HSÍ og ég verð að segja að boltinn er hjá þeim. Ég hef ekkert meira um það að segja.“
Langar Guðmundi að halda áfram?
„Ég ætla bara ekki að tjá mig um þetta. Ég hef enga forsendu til að tjá mig þegar ég er í svona stöðu. Þjálfari sem á fimm mánuði eftir af samningi getur ekki farið að tjá sig út á við hvað hann vill. Það verða aðrir að segja hvar hugur HSÍ er í þessu máli, ég bara veit það ekki.“
Varðandi umspilið fyrir HM
„Ég stend við minn samning, ég er með samning fram í lok júní. Það er bara þannig, við þurfum að taka slag saman – liðið – og það er hægt að fá mjög erfiða andstæðinga í þessu umspili. Þess vegna börðumst við fyrir þessu til síðasta manns í dag. Þetta var grátlega nærri því.“
„Og ég verð að segja; Við erum að mæta liði hérna, það vantar tvo, það sem okkur finnst sárast í þessu er að tækifærið hafi verið tekið frá okkur að stilla upp okkar sterkasta liði. Það var í riðlinum og svo bara breytist þetta.“
„Enn og aftur, það er þetta, það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað drengirnir hafa gert inn á vellinum, ég er algjörlega orðlaus,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir súrt tap Íslands gegn Noregi í gær.