Guðmundur segist ekki geta tjáð sig um framtíðina: „Ég á fimm mánuði eftir af þessum samningi við HSÍ“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2022 07:01 Guðmundur á hliðarlínunni í gær. Nikola Krstic/Getty Images Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands fór yfir víðan völl eftir naumt tap Íslands gegn Noregi í leiknum um 5. sætið á EM í handbolta í gær. Sigur hefði einnig þýtt að Ísland væri búið að tryggja sér farseðilinn á HM á næsta ári en samningur Guðmundar verður þá runninn út. „Varðandi framtíðina. Ég get ekkert sagt um það, ég á fimm mánuði eftir af þessum samningi við HSÍ og ég verð að segja að boltinn er hjá þeim. Ég hef ekkert meira um það að segja.“ Langar Guðmundi að halda áfram? „Ég ætla bara ekki að tjá mig um þetta. Ég hef enga forsendu til að tjá mig þegar ég er í svona stöðu. Þjálfari sem á fimm mánuði eftir af samningi getur ekki farið að tjá sig út á við hvað hann vill. Það verða aðrir að segja hvar hugur HSÍ er í þessu máli, ég bara veit það ekki.“ Varðandi umspilið fyrir HM „Ég stend við minn samning, ég er með samning fram í lok júní. Það er bara þannig, við þurfum að taka slag saman – liðið – og það er hægt að fá mjög erfiða andstæðinga í þessu umspili. Þess vegna börðumst við fyrir þessu til síðasta manns í dag. Þetta var grátlega nærri því.“ „Og ég verð að segja; Við erum að mæta liði hérna, það vantar tvo, það sem okkur finnst sárast í þessu er að tækifærið hafi verið tekið frá okkur að stilla upp okkar sterkasta liði. Það var í riðlinum og svo bara breytist þetta.“ „Enn og aftur, það er þetta, það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað drengirnir hafa gert inn á vellinum, ég er algjörlega orðlaus,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir súrt tap Íslands gegn Noregi í gær. Klippa: Guðmundur segist ekki geta tjáð sig um framtíðina Handbolti EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Skýrsla Henrys: Hetjurnar okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni Ég er að verða uppiskroppa með lýsingarorð til handa strákunum okkar. Þvílíkar hetjur er líklega besta lýsingin á þeim eftir þessa lygilegu rússíbanareið sem þetta Evrópumót hefur verið. Þó svo úrslit dagsins hafi verið súr þá skildu drengirnir gjörsamlega allt eftir á gólfinu. Það var unaður að horfa á þá spila. 28. janúar 2022 18:01 Twitter eftir naumt tap Íslands: „Búinn að læra mjög mörg nöfn á nýjum íslenskum hetjum“ Ísland lauk leik á Evrópumóti karla í handbolta í dag með einkar súru eins marks tapi gegn Noregi í framlengdum leik. Hér að neðan má sjá það helsta sem gerðist á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð og eftir leik. 28. janúar 2022 17:51 Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. 28. janúar 2022 17:25 Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 17:30 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
„Varðandi framtíðina. Ég get ekkert sagt um það, ég á fimm mánuði eftir af þessum samningi við HSÍ og ég verð að segja að boltinn er hjá þeim. Ég hef ekkert meira um það að segja.“ Langar Guðmundi að halda áfram? „Ég ætla bara ekki að tjá mig um þetta. Ég hef enga forsendu til að tjá mig þegar ég er í svona stöðu. Þjálfari sem á fimm mánuði eftir af samningi getur ekki farið að tjá sig út á við hvað hann vill. Það verða aðrir að segja hvar hugur HSÍ er í þessu máli, ég bara veit það ekki.“ Varðandi umspilið fyrir HM „Ég stend við minn samning, ég er með samning fram í lok júní. Það er bara þannig, við þurfum að taka slag saman – liðið – og það er hægt að fá mjög erfiða andstæðinga í þessu umspili. Þess vegna börðumst við fyrir þessu til síðasta manns í dag. Þetta var grátlega nærri því.“ „Og ég verð að segja; Við erum að mæta liði hérna, það vantar tvo, það sem okkur finnst sárast í þessu er að tækifærið hafi verið tekið frá okkur að stilla upp okkar sterkasta liði. Það var í riðlinum og svo bara breytist þetta.“ „Enn og aftur, það er þetta, það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað drengirnir hafa gert inn á vellinum, ég er algjörlega orðlaus,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson við Henry Birgi Gunnarsson eftir súrt tap Íslands gegn Noregi í gær. Klippa: Guðmundur segist ekki geta tjáð sig um framtíðina
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Skýrsla Henrys: Hetjurnar okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni Ég er að verða uppiskroppa með lýsingarorð til handa strákunum okkar. Þvílíkar hetjur er líklega besta lýsingin á þeim eftir þessa lygilegu rússíbanareið sem þetta Evrópumót hefur verið. Þó svo úrslit dagsins hafi verið súr þá skildu drengirnir gjörsamlega allt eftir á gólfinu. Það var unaður að horfa á þá spila. 28. janúar 2022 18:01 Twitter eftir naumt tap Íslands: „Búinn að læra mjög mörg nöfn á nýjum íslenskum hetjum“ Ísland lauk leik á Evrópumóti karla í handbolta í dag með einkar súru eins marks tapi gegn Noregi í framlengdum leik. Hér að neðan má sjá það helsta sem gerðist á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð og eftir leik. 28. janúar 2022 17:51 Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. 28. janúar 2022 17:25 Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 17:30 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Skýrsla Henrys: Hetjurnar okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni Ég er að verða uppiskroppa með lýsingarorð til handa strákunum okkar. Þvílíkar hetjur er líklega besta lýsingin á þeim eftir þessa lygilegu rússíbanareið sem þetta Evrópumót hefur verið. Þó svo úrslit dagsins hafi verið súr þá skildu drengirnir gjörsamlega allt eftir á gólfinu. Það var unaður að horfa á þá spila. 28. janúar 2022 18:01
Twitter eftir naumt tap Íslands: „Búinn að læra mjög mörg nöfn á nýjum íslenskum hetjum“ Ísland lauk leik á Evrópumóti karla í handbolta í dag með einkar súru eins marks tapi gegn Noregi í framlengdum leik. Hér að neðan má sjá það helsta sem gerðist á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð og eftir leik. 28. janúar 2022 17:51
Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. 28. janúar 2022 17:25
Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 17:30