Hugleiðingar um vald, femínisma og feðraveldi Martha Árnadóttir skrifar 28. janúar 2022 20:00 Vald er eitt af stóru hugtökunum í allri sögu mannkyns. Vald skiptir máli í öllum samskiptum hvort sem þau eru á milli hinna stærstu eða hinna smæstu, allt frá voldugum stórveldum til vanmáttugra einstaklinga. Vald getur verið flókið og síbreytilegt og hægt að nota það jafnt til góðs sem ills. Vald getur verið máttur, forræði eða yfirráð, en einnig ástæða eða orsök. Einn getur beitt annan valdi og einhver getur valdið einhverju. Það er því ekki að undra að menn hafa löngum velt fyrir sér valdinu eðli þess kostum og göllum. Og svo er það Feðraveldið sem er einstaklega áhugavert fyrirbæri og hefur verið skilgreint sem félagslegt valdakerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega forréttinda, og stjórna eignum. Kynbundið ofbeldi og mismunun Það er erfitt að hugsa um kynbundið ofbeldi og mismunun án þess að leiða hugann að hugtakinu vald og hvernig valdið flæðir í nær- og fjærumhverfinu okkar, hvar sýnilegir og ósýnilegir þræðir þess liggja? Hvaða vald er viðurkennt og hver á tilkall til valds og hver ekki? Vald getur verið formlegt og óformlegt fylgt embættum og háum stöðum, fjármagni, félagslegum tengslum og ættarsögu - og ekki síst kyni. Við sjáum valdið oft fyrr okkur á lóðréttum ás en kannski er það mun frekar lárétt og flæðir, er alls staðar, þræðir þess umljúka okkur í öllu samhengi eins og franski heimspekingurinn Foucault benti á um miðja síðustu öld - afar gagnlegt sjónarhorn til að skoða brennandi viðfangsefni samtímans. Sem sagt þá er vald ekki eitthvað sem maður hefur, það er ekki vald eins einstaklings yfir öðrum heldur mun óræðara en það. Einstaklingur beitir heldur ekki annan einstakling þessu valdi, heldur ber viðkomandi valdið með sér og hinn aðilinn skynjar það. Vald er sem sagt ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra t.d. að fá fram samþykki fyrir einhverju. Hvað einkennir þá vald feðraveldisins? Þessi skilgreining á valdi er einkar gagnleg þegar við reynum að átta okkur á því valdi sem býr í feðraveldinu - að skilja það til að geta tekist á við það. Karlar yppta öxlum og skilja ekkert í hvað verið er að tala um þegar ferðaveldið er nefnt, finnst umræðan ósanngjörn og skynja ekki að það að vera karl - eitt og sér - færir þeim forskot á vald og eftir því sem karl er í áhrifameiri stöðu því meira forskot hefur hann á vald og þá sérstaklega gagnvart konu í lægri stöðu hvort sem sú staða er formleg eða óformleg. Samkvæmt öllu þessu má segja að athafnir feðraveldisins og framganga - það sem karlar gera eða aðhafast - styrki og viðhaldi völdum feðraveldisins. Það að vera af ákveðnu kyni ber með sér vald eða valdaleysi sem verður sýnilegast í samskiptum kynjanna á öllum sviðum - á öllum hæðum. Valdið birtist í athöfnum, samskiptum og tengslum kynjanna og þannig má segja að völd feðraveldisins nærist á framgöngu þess, athöfnum og gjörðum, formlegum og óformlegum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Vald er eitt af stóru hugtökunum í allri sögu mannkyns. Vald skiptir máli í öllum samskiptum hvort sem þau eru á milli hinna stærstu eða hinna smæstu, allt frá voldugum stórveldum til vanmáttugra einstaklinga. Vald getur verið flókið og síbreytilegt og hægt að nota það jafnt til góðs sem ills. Vald getur verið máttur, forræði eða yfirráð, en einnig ástæða eða orsök. Einn getur beitt annan valdi og einhver getur valdið einhverju. Það er því ekki að undra að menn hafa löngum velt fyrir sér valdinu eðli þess kostum og göllum. Og svo er það Feðraveldið sem er einstaklega áhugavert fyrirbæri og hefur verið skilgreint sem félagslegt valdakerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega forréttinda, og stjórna eignum. Kynbundið ofbeldi og mismunun Það er erfitt að hugsa um kynbundið ofbeldi og mismunun án þess að leiða hugann að hugtakinu vald og hvernig valdið flæðir í nær- og fjærumhverfinu okkar, hvar sýnilegir og ósýnilegir þræðir þess liggja? Hvaða vald er viðurkennt og hver á tilkall til valds og hver ekki? Vald getur verið formlegt og óformlegt fylgt embættum og háum stöðum, fjármagni, félagslegum tengslum og ættarsögu - og ekki síst kyni. Við sjáum valdið oft fyrr okkur á lóðréttum ás en kannski er það mun frekar lárétt og flæðir, er alls staðar, þræðir þess umljúka okkur í öllu samhengi eins og franski heimspekingurinn Foucault benti á um miðja síðustu öld - afar gagnlegt sjónarhorn til að skoða brennandi viðfangsefni samtímans. Sem sagt þá er vald ekki eitthvað sem maður hefur, það er ekki vald eins einstaklings yfir öðrum heldur mun óræðara en það. Einstaklingur beitir heldur ekki annan einstakling þessu valdi, heldur ber viðkomandi valdið með sér og hinn aðilinn skynjar það. Vald er sem sagt ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra t.d. að fá fram samþykki fyrir einhverju. Hvað einkennir þá vald feðraveldisins? Þessi skilgreining á valdi er einkar gagnleg þegar við reynum að átta okkur á því valdi sem býr í feðraveldinu - að skilja það til að geta tekist á við það. Karlar yppta öxlum og skilja ekkert í hvað verið er að tala um þegar ferðaveldið er nefnt, finnst umræðan ósanngjörn og skynja ekki að það að vera karl - eitt og sér - færir þeim forskot á vald og eftir því sem karl er í áhrifameiri stöðu því meira forskot hefur hann á vald og þá sérstaklega gagnvart konu í lægri stöðu hvort sem sú staða er formleg eða óformleg. Samkvæmt öllu þessu má segja að athafnir feðraveldisins og framganga - það sem karlar gera eða aðhafast - styrki og viðhaldi völdum feðraveldisins. Það að vera af ákveðnu kyni ber með sér vald eða valdaleysi sem verður sýnilegast í samskiptum kynjanna á öllum sviðum - á öllum hæðum. Valdið birtist í athöfnum, samskiptum og tengslum kynjanna og þannig má segja að völd feðraveldisins nærist á framgöngu þess, athöfnum og gjörðum, formlegum og óformlegum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun