„Og rúmlega það held ég. Við vorum flottir og börðumst, reyndum hvað við gátum en það gekk ekki upp í dag. Því miður,“ sagði þessi magnaði leikmaður aðspurður hvort menn hefðu ekki gefið allt sem þeir áttu inn á vellinum í dag.
„Gríðarlega stoltur, við sýndum gríðarlega samstöðu. Menn duttu út og þegar allskonar atvik komu upp þá þjöppuðum við okkur saman og leystum þá stöðu sem við þurftum að leysa.“
„Ég hef verið pirraður yfir hversu misvel hefur gengið með landsliðinu. Síðustu ár finnst mér ég hafa verið að spila á svona fimm prósent getu með landsliðinu þannig ég er loksins að spila af eðlilegri getu þó það sé margt hægt að bæta og ég geti spilað betur á mörgum köflum. Þetta var stórt skref og vonandi heldur þetta bara áfram,“ sagði Ómar Ingi um frammistöðu sína á Evrópumótinu en hann er markahæsti maður mótsins eins og staðan er í dag. Það var þó aldrei markmiðið fyrir mótið.
„Gaman að skora mörk og allt það en það er oft tilviljunarkennt líka. Held reyndar að lélegur leikmaður geti ekki orðið markahæstur, það er mjög sjaldgæft svo þetta segir eitthvað en ekki alla söguna.“
Er Ísland komið aftur í hóp bestu liða í heimi?
„Já ég held það. Mér finnst við eiga heima í topp sex allavega eins og við lendum núna í. Kannski meira ef við erum aðeins heppnari á köflum en eins og staðan er núna erum við í topp sex og ég er gríðarlega ánægður með það. Það var stórt skref tekið á þess móti,“ sagði Ómar Ingi Magnússon að endingu.