Húsnæði og lífeyrir Drífa Snædal skrifar 28. janúar 2022 15:00 Verðbólgan fer áfram stigvaxandi og mælist nú 5,7% þrátt fyrir að einum helsta útsölumánuði ársins sé nú að ljúka. Að stórum hluta er verðbólgan drifin áfram af húsnæðisverði. Sú gjaldþrota stefna að hugsa húsnæðismarkaðinn út frá þörfum fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lífsgæði í landinu. Við þurfum að sannmælast um að fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta gerum við með því að styðjast við hið réttláta viðmið að almennt greiði fólk ekki meira en 25% af tekjum sínum í húsnæði. Við erum langt frá báðum þessum markmiðum og það er skilgetið afkvæmi þess hiks að koma lögum og reglum á húsnæðismarkaðinn. Það þarf ekki síðar en á vorþingi að innleiða lög um húsaleigu með leigubremsu. Það þarf að lögbinda sveitarfélög þannig að hluti lóðaúthlutunar fari í félagslega uppbygginu, þ.e. til samtaka sem starfa ekki í hagnaðarskyni hvort sem markmiðið er að leigja út eða selja eignir. Það þarf að breyta lánastarfsemi þannig að ábyrðin á síbreytilegum lánum falli ekki bara á lántaka heldur lánveitendur líka. Í gegnum djúpa kreppu sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna, það eitt og sér segir sína sögu. Það þarf að endurreisa vaxtabótakerfið og það má fjármagna með bankaskatti. Húsnæðismálin eru stærsta öryggismálið og stærsta afkomumálið og það er ekki í boði fyrir stjórnendur ríkis eða sveitarfélaga að taka ekki á honum stóra sínum. Við erum löngu tilbúin í þessa vinnu og þetta voru skýr skilaboð í vikunni, bæði á fundi ASÍ með nýjum ráðherra húsnæðismála og á fundi Þjóðhagsráðs. Annað stórt mál þessa dagana er hækkun lífeyrisaldurs. Vissulega er þrýstingur frá ákveðnum stéttum að hækka lífeyristökualdur. Margir opinberir starfsmenn vilja gjarnan vinna lengur en til sjötugs. Að hækka lífeyrisaldur á línuna er hins vegar algerlega vanhugsað út frá bæði stétt og kyni. Fólk sem vinnur erfiðisvinnu andlega og líkamlega endist ekki starfsævin eins og örorkutölur segja til um og er láglaunafólk og konur þar í meirihluta. Að hækka lífeyristökualdur þess hóps er ávísun á lífsgæða- og kjaraskerðingu og fjölgun öryrkja. Nær væri að innleiða sérstakan forgangslífeyri fyrir erfiðisvinnufólk til að brúa bilið frá því að starfskraftar þverra þangað til komið er að lífeyristökualdri. Önnur leið er að hækka frítekjumark gagnvart lífeyrissjóðstekjum til að létta undir með láglaunafólki sem tekur lífeyrin fyrr. Að hækka lífeyristökualdur án þess að taka tillit til stéttar eða kyns er forréttindablinda sem viðheldur fátækt og heilsubresti þeirra sem vinna erfiðustu störfin. Lífeyristökualdur á með réttu að semja um í kjarasamningum en ekki ákvarða með breytingum á reglugerðum á vegum fjármálaráðuneytisins. Það er eðlilegt að lífeyristökualdur verði undir í kjarasamningsviðræðum þessa árs. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan fer áfram stigvaxandi og mælist nú 5,7% þrátt fyrir að einum helsta útsölumánuði ársins sé nú að ljúka. Að stórum hluta er verðbólgan drifin áfram af húsnæðisverði. Sú gjaldþrota stefna að hugsa húsnæðismarkaðinn út frá þörfum fjárfesta en ekki fyrir venjulegt fólk hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lífsgæði í landinu. Við þurfum að sannmælast um að fylgja heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um að eigi síðar en árið 2030 geti allir orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta gerum við með því að styðjast við hið réttláta viðmið að almennt greiði fólk ekki meira en 25% af tekjum sínum í húsnæði. Við erum langt frá báðum þessum markmiðum og það er skilgetið afkvæmi þess hiks að koma lögum og reglum á húsnæðismarkaðinn. Það þarf ekki síðar en á vorþingi að innleiða lög um húsaleigu með leigubremsu. Það þarf að lögbinda sveitarfélög þannig að hluti lóðaúthlutunar fari í félagslega uppbygginu, þ.e. til samtaka sem starfa ekki í hagnaðarskyni hvort sem markmiðið er að leigja út eða selja eignir. Það þarf að breyta lánastarfsemi þannig að ábyrðin á síbreytilegum lánum falli ekki bara á lántaka heldur lánveitendur líka. Í gegnum djúpa kreppu sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna, það eitt og sér segir sína sögu. Það þarf að endurreisa vaxtabótakerfið og það má fjármagna með bankaskatti. Húsnæðismálin eru stærsta öryggismálið og stærsta afkomumálið og það er ekki í boði fyrir stjórnendur ríkis eða sveitarfélaga að taka ekki á honum stóra sínum. Við erum löngu tilbúin í þessa vinnu og þetta voru skýr skilaboð í vikunni, bæði á fundi ASÍ með nýjum ráðherra húsnæðismála og á fundi Þjóðhagsráðs. Annað stórt mál þessa dagana er hækkun lífeyrisaldurs. Vissulega er þrýstingur frá ákveðnum stéttum að hækka lífeyristökualdur. Margir opinberir starfsmenn vilja gjarnan vinna lengur en til sjötugs. Að hækka lífeyrisaldur á línuna er hins vegar algerlega vanhugsað út frá bæði stétt og kyni. Fólk sem vinnur erfiðisvinnu andlega og líkamlega endist ekki starfsævin eins og örorkutölur segja til um og er láglaunafólk og konur þar í meirihluta. Að hækka lífeyristökualdur þess hóps er ávísun á lífsgæða- og kjaraskerðingu og fjölgun öryrkja. Nær væri að innleiða sérstakan forgangslífeyri fyrir erfiðisvinnufólk til að brúa bilið frá því að starfskraftar þverra þangað til komið er að lífeyristökualdri. Önnur leið er að hækka frítekjumark gagnvart lífeyrissjóðstekjum til að létta undir með láglaunafólki sem tekur lífeyrin fyrr. Að hækka lífeyristökualdur án þess að taka tillit til stéttar eða kyns er forréttindablinda sem viðheldur fátækt og heilsubresti þeirra sem vinna erfiðustu störfin. Lífeyristökualdur á með réttu að semja um í kjarasamningum en ekki ákvarða með breytingum á reglugerðum á vegum fjármálaráðuneytisins. Það er eðlilegt að lífeyristökualdur verði undir í kjarasamningsviðræðum þessa árs. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun