Loka fyrir heitt vatn í hluta Kópavogs og Garðabæjar vegna bilunar Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2022 14:06 Unnið er að því að koma framleiðslu heits vatns í virkjuninni í gang á ný. ON Heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins er skert um 30% vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Engin framleiðsla er á vatni á Nesjavöllum eins og stendur. Við bilunina kom högg á dreifikerfi hitaveitunnar með þeim afleiðingum að leki kom að annarri Reykjaæðinni en þær flytja heitt vatn frá Mosfellsbæ til borgarinnar. Hitaveitugeymar á Reynisvatnsheiði hafa því sem næst tæmst í morgun, segir í tilkynningu frá Veitum. Af þessum sökum þarf að loka fyrir heitt vatn í Lindum, Smára og vesturbæ Kópavogs og í Garðabæ (utan Urriðaholts og Holtsbúðar) frá klukkan 14:00 til 18:00 í dag. Greint var frá því í morgun að sprenging hafi orðið í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. Aftengja þurfti fjórðu aflvélina svo starfsfólk Orku náttúrunnar gæti athafnað sig við tengivirkið þar sem sprengingin varð. Svæðið sem um ræðir.Veitur Fólk loki gluggum og fari sparlega með heita vatnið „Í morgun hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að mæta þessari stöðu. Búið er að færa fjölda hverfa á höfuðborgarsvæðinu, sem fengu vatn frá virkjunum, yfir á vatn úr borholum á lághitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni. Hellisheiðarvirkjun sé keyrð á fullum afköstum. Að sögn Veitna er nú unnið markvisst að því að koma framleiðslu heits vatns í virkjuninni í gang. Áætlað er að viðgerðir í virkjuninni taki nokkra daga en reynt verður að sjá til þess að sem minnst truflun verði á framleiðslu heits vatns. Veðurspá gerir ráð fyrir kuldatíð næstu daga og má því búast við að notkun á heitu vatni verði mikil. Veitur hvetja fólk til að fara einstaklega sparlega með heita vatnið og hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að tapa ekki varma úr húsum. Orkumál Grímsnes- og Grafningshreppur Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. 28. janúar 2022 09:58 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Við bilunina kom högg á dreifikerfi hitaveitunnar með þeim afleiðingum að leki kom að annarri Reykjaæðinni en þær flytja heitt vatn frá Mosfellsbæ til borgarinnar. Hitaveitugeymar á Reynisvatnsheiði hafa því sem næst tæmst í morgun, segir í tilkynningu frá Veitum. Af þessum sökum þarf að loka fyrir heitt vatn í Lindum, Smára og vesturbæ Kópavogs og í Garðabæ (utan Urriðaholts og Holtsbúðar) frá klukkan 14:00 til 18:00 í dag. Greint var frá því í morgun að sprenging hafi orðið í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. Aftengja þurfti fjórðu aflvélina svo starfsfólk Orku náttúrunnar gæti athafnað sig við tengivirkið þar sem sprengingin varð. Svæðið sem um ræðir.Veitur Fólk loki gluggum og fari sparlega með heita vatnið „Í morgun hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að mæta þessari stöðu. Búið er að færa fjölda hverfa á höfuðborgarsvæðinu, sem fengu vatn frá virkjunum, yfir á vatn úr borholum á lághitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni. Hellisheiðarvirkjun sé keyrð á fullum afköstum. Að sögn Veitna er nú unnið markvisst að því að koma framleiðslu heits vatns í virkjuninni í gang. Áætlað er að viðgerðir í virkjuninni taki nokkra daga en reynt verður að sjá til þess að sem minnst truflun verði á framleiðslu heits vatns. Veðurspá gerir ráð fyrir kuldatíð næstu daga og má því búast við að notkun á heitu vatni verði mikil. Veitur hvetja fólk til að fara einstaklega sparlega með heita vatnið og hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að tapa ekki varma úr húsum.
Orkumál Grímsnes- og Grafningshreppur Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. 28. janúar 2022 09:58 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. 28. janúar 2022 09:58