Sigríður Björk leiðir starfshóp um forvarnir gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2022 13:44 Sigríður Björk ríkislögreglustjóri mun leiða hópinn. Vísir/Vilhelm Innanríkisráðherra hefur falið Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra að fara fyrir starfshópi sem fjalla muni um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að hópnum verði jafnframt falið það verkefni að styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess, þar á meðal í formlegri þjónustu við þolendur kynferðisbrota. Starfshópurinn muni einnig standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu. Fram kemur í tilkynningunni að kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota hafi fjölgað um 24 próent á milli áranna 2020 og 2021. Þá hafi heimilisofbeldismál af hendi maka eða fyrrverandi maka aldrei verið fleiri en síðustu tvö ár samkvæmt málaskrá lögreglu, eða í kring um 750 talsins bæði árin. „Til þess að ná alvöru tökum á kynferðisbrotum verður að virkja samfélagið. Við berum öll ábyrgð á að uppræta það mein sem kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi er í íslensku samfélagi. Best væri ef brotin ættu sér aldrei stað og virkar forvarnir og vitundarvakning eru lykilþættir í að stuðla að því,“ er haft eftir Jóni Gunnarssyni, innanríkisráðherra, í tilkynningunni. Áhrifaríkustu aðferðirnar í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi séu virkar forvarnir, vitundarvakning og þróun á þverfaglegri samvinnu lögreglu við aðra lykilaðila. Í vinnu starfshópsins verði hugað sérstaklega að viðkvæmum hópum fólks sem reynslan hafi sýnt að séu í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Aðrir fulltrúar í starfshópnum eru Guðfinnur Sigurvinsson verkefnastjóri, Hildur Sunna Pálmadóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir hjá embætti ríkislögreglustjóra. Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa og er skipunartími hans til 31. desember 2022. Hópnum er gert að skila reglulegum áfangaskýrslum til ráðherra, ásamt lokaskýrslu um árangur af störfum hópsins í desember næstkomandi. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að hópnum verði jafnframt falið það verkefni að styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess, þar á meðal í formlegri þjónustu við þolendur kynferðisbrota. Starfshópurinn muni einnig standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu. Fram kemur í tilkynningunni að kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota hafi fjölgað um 24 próent á milli áranna 2020 og 2021. Þá hafi heimilisofbeldismál af hendi maka eða fyrrverandi maka aldrei verið fleiri en síðustu tvö ár samkvæmt málaskrá lögreglu, eða í kring um 750 talsins bæði árin. „Til þess að ná alvöru tökum á kynferðisbrotum verður að virkja samfélagið. Við berum öll ábyrgð á að uppræta það mein sem kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi er í íslensku samfélagi. Best væri ef brotin ættu sér aldrei stað og virkar forvarnir og vitundarvakning eru lykilþættir í að stuðla að því,“ er haft eftir Jóni Gunnarssyni, innanríkisráðherra, í tilkynningunni. Áhrifaríkustu aðferðirnar í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi séu virkar forvarnir, vitundarvakning og þróun á þverfaglegri samvinnu lögreglu við aðra lykilaðila. Í vinnu starfshópsins verði hugað sérstaklega að viðkvæmum hópum fólks sem reynslan hafi sýnt að séu í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Aðrir fulltrúar í starfshópnum eru Guðfinnur Sigurvinsson verkefnastjóri, Hildur Sunna Pálmadóttir frá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir hjá embætti ríkislögreglustjóra. Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa og er skipunartími hans til 31. desember 2022. Hópnum er gert að skila reglulegum áfangaskýrslum til ráðherra, ásamt lokaskýrslu um árangur af störfum hópsins í desember næstkomandi.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira