Andlegt brjósklos Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2022 13:01 Við skulum ímynda okkur aðstæður. Maður nokkur er að bera nokkra þunga kassa upp fjórar hæðir í lyftulausri blokk. Fjölskyldan bráðum að flytja og ekki úr vegi að koma nokkrum kössum inn til að létta á fyrir næstu vikur. Ekki er vitað nákvæmlega hvað hver kassi er þungur en ætla má að þyngdin sé þannig að hann þurfi að stoppa inn á milli á stigapöllum til að ná andanum. Strengirnir munu líklega segja vel til sín næstu daga og hann þarf mögulega að taka smá hvíld þegar heim er komið. Maðurinn sér strax eftir því að hafa ekki bara beðið um aðstoð frá vinum sínum. Þegar næst síðasti kassinn er borinn upp finnur hann hins vegar smell í bakinu og á eftir fylgja stingandi verkir niður í hægri löpp ásamt dofa. Hann missir kassann úr höndunum, fellur niður og hringir á sjúkrabíl. Eftir talsverða bið og rannsóknir á spítala er staðfest brjósklos. Hann neyðist til að taka sér leyfi úr vinnu, að minnsta kosti í nokkra mánuði, meðan hann fer í aðgerð og sinnir endurhæfingu. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa honum í þessum kvölum og því verkefni sem framundan er. Ímyndið ykkur núna að kassarnir séu tákn fyrir streituvalda, álag og andleg veikindi. Stiginn gæti verið tákn fyrir lífið. Stundum og fyrir suma er ekkert mál að hlaupa upp nokkrar hæðir en það getur hins vegar verið áskorun með þunga kassa. Já eða ef fólk glímir við stoðkerfisvandamál eða jafnvel fötlun. Maðurinn vill jú sinna þessu sjálfur og telur enga þörf á að heyra í neinum til að bera nokkra kassa – þeir eru jú ekki það þungir að hann ráði ekki við þá. Það er nefnilega oft eins með álag og streituvalda. Fólk telur sig geta ráðið við að sinna því sjálft og bæta ofan á. Þar til það getur það ekki. Fólk fær andlega kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun eða jafnvel taugaáfall, þó það heyri ekki til formlegrar greiningar. Sumir þróa með sér alvarlegri geðsjúkdóma. Fólk verður óvinnufært, tímabundið eða til lengri tíma. Þeir sem veikjast hvað verst snúa aldrei aftur á vinnumarkað eða út í lífið sjálft ef því er að skipta og þess má geta að árið 2020 féllu 47 manns fyrir eigin hendi á Íslandi (Sjálfsvíg – tölur, 2021). Samfélagið virðist þó ekki gera þessum alvarlegu og andlegu veikindum jafn hátt undir höfði og þeim líkamlegu, þó viðhorfið sé sem betur fer að breytast til batnaðar með vitundarvakningu um mikilvægi andlegrar heilsu. Það virðist vera þægilegra og minna vandræðalegt að „réttlæta“ til dæmis leyfi frá vinnu eða skilafresti í námi þegar manneskja hefur staðfestingu á líkamlegum veikindum. Þá virðast einstaklingar frekar reiðubúnir að ræða líkamlegu veikindin opinskátt en þau andlegu, ásamt því að leita sér frekar aðstoðar. Það hljómar einhvern veginn betur að mæta í sjúkraþjálfun en til sálfræðings eða geðlæknis þó einfaldlega sé um að ræða efnaskipti í heila, sem er jafnframt eitt okkar mikilvægasta líffæri. Við erum komin vel á veg með hjálp góðrar fræðslu og samtaka eins og Geðhjálpar og Píeta samtakanna sem er ánægjulegt, en betur má ef duga skal. Þetta á sérstaklega við núna í kjölfar heimsfaraldurs þegar leiða má líkur að því að ótti, félagsleg einangrun og sjálfsbjargarþörf hafi ráðið för hjá okkur flestum. Ekki allir munu þurfa að leita einhverskonar aðstoðar og sumir munu ekki leita hennar þrátt fyrir að þörf sé á, en skilningur fyrir hvoru tveggja er nauðsynlegur. Mikilvægt er að opna enn frekar á umræðuna um andleg veikindi afnema það tabú sem oft virðist fylgja henni, til hagsbóta fyrir okkur öll. Það er nefnilega erfitt að útskýra andlegt brjósklos. Höfundur er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og áhugakona um geðheilbrigði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Við skulum ímynda okkur aðstæður. Maður nokkur er að bera nokkra þunga kassa upp fjórar hæðir í lyftulausri blokk. Fjölskyldan bráðum að flytja og ekki úr vegi að koma nokkrum kössum inn til að létta á fyrir næstu vikur. Ekki er vitað nákvæmlega hvað hver kassi er þungur en ætla má að þyngdin sé þannig að hann þurfi að stoppa inn á milli á stigapöllum til að ná andanum. Strengirnir munu líklega segja vel til sín næstu daga og hann þarf mögulega að taka smá hvíld þegar heim er komið. Maðurinn sér strax eftir því að hafa ekki bara beðið um aðstoð frá vinum sínum. Þegar næst síðasti kassinn er borinn upp finnur hann hins vegar smell í bakinu og á eftir fylgja stingandi verkir niður í hægri löpp ásamt dofa. Hann missir kassann úr höndunum, fellur niður og hringir á sjúkrabíl. Eftir talsverða bið og rannsóknir á spítala er staðfest brjósklos. Hann neyðist til að taka sér leyfi úr vinnu, að minnsta kosti í nokkra mánuði, meðan hann fer í aðgerð og sinnir endurhæfingu. Allir eru boðnir og búnir að hjálpa honum í þessum kvölum og því verkefni sem framundan er. Ímyndið ykkur núna að kassarnir séu tákn fyrir streituvalda, álag og andleg veikindi. Stiginn gæti verið tákn fyrir lífið. Stundum og fyrir suma er ekkert mál að hlaupa upp nokkrar hæðir en það getur hins vegar verið áskorun með þunga kassa. Já eða ef fólk glímir við stoðkerfisvandamál eða jafnvel fötlun. Maðurinn vill jú sinna þessu sjálfur og telur enga þörf á að heyra í neinum til að bera nokkra kassa – þeir eru jú ekki það þungir að hann ráði ekki við þá. Það er nefnilega oft eins með álag og streituvalda. Fólk telur sig geta ráðið við að sinna því sjálft og bæta ofan á. Þar til það getur það ekki. Fólk fær andlega kvilla á borð við kvíða, þunglyndi, áfallastreituröskun eða jafnvel taugaáfall, þó það heyri ekki til formlegrar greiningar. Sumir þróa með sér alvarlegri geðsjúkdóma. Fólk verður óvinnufært, tímabundið eða til lengri tíma. Þeir sem veikjast hvað verst snúa aldrei aftur á vinnumarkað eða út í lífið sjálft ef því er að skipta og þess má geta að árið 2020 féllu 47 manns fyrir eigin hendi á Íslandi (Sjálfsvíg – tölur, 2021). Samfélagið virðist þó ekki gera þessum alvarlegu og andlegu veikindum jafn hátt undir höfði og þeim líkamlegu, þó viðhorfið sé sem betur fer að breytast til batnaðar með vitundarvakningu um mikilvægi andlegrar heilsu. Það virðist vera þægilegra og minna vandræðalegt að „réttlæta“ til dæmis leyfi frá vinnu eða skilafresti í námi þegar manneskja hefur staðfestingu á líkamlegum veikindum. Þá virðast einstaklingar frekar reiðubúnir að ræða líkamlegu veikindin opinskátt en þau andlegu, ásamt því að leita sér frekar aðstoðar. Það hljómar einhvern veginn betur að mæta í sjúkraþjálfun en til sálfræðings eða geðlæknis þó einfaldlega sé um að ræða efnaskipti í heila, sem er jafnframt eitt okkar mikilvægasta líffæri. Við erum komin vel á veg með hjálp góðrar fræðslu og samtaka eins og Geðhjálpar og Píeta samtakanna sem er ánægjulegt, en betur má ef duga skal. Þetta á sérstaklega við núna í kjölfar heimsfaraldurs þegar leiða má líkur að því að ótti, félagsleg einangrun og sjálfsbjargarþörf hafi ráðið för hjá okkur flestum. Ekki allir munu þurfa að leita einhverskonar aðstoðar og sumir munu ekki leita hennar þrátt fyrir að þörf sé á, en skilningur fyrir hvoru tveggja er nauðsynlegur. Mikilvægt er að opna enn frekar á umræðuna um andleg veikindi afnema það tabú sem oft virðist fylgja henni, til hagsbóta fyrir okkur öll. Það er nefnilega erfitt að útskýra andlegt brjósklos. Höfundur er á lokaári í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst og áhugakona um geðheilbrigði.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun