Meiri borg Birkir Ingibjartsson skrifar 27. janúar 2022 08:31 Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg. Ekki endilega hærri hús eða margfalt fleiri íbúar. Alls ekki meiri umferð. Ég vil meira af iðandi mannlífi, grænum svæðum og grósku. Þegar maður skoðar gamlar myndir frá Reykjavík fær maður oft á tilfinninguna að svona hafi þetta verið ef við flettum nokkra áratugi aftur. Borgin var minni en það var meiri borg þar sem hún var. Bakarí á einu horni, apótek á því næsta og rakarastofa handan götunnar og ekki einn einasta bíl að sjá. Þéttleikinn var meiri og fólkið á götunum fleira. Auðvitað eru þetta draumar um horfna tíma með sinn eigin vanda en það tapaðist margt úr bæjarlífinu þegar nálægðin milli ólíkra starfsgreina hvarf. Þegar Reykjavík var þanin út og borgarhlutar aðskildir með stofnbrautum og mislægum gatnamótum. Ekki misskilja mig, ég held að skipulagssaga 20. aldar Reykjavíkur hafi verið eðlilegt viðbragð við áskorunum og lausnum þess tíma. Afsprengi þeirrar sögu er líka í grunninn frábær borg með mörg tækifæri. Tækifæri sem þarf að varðveita og styrkja en einnig tækifæri til að breyta og búa til enn betra borgarumhverfi. Stundum held ég að núverandi aðstæður hafi jafnvel verið hugmynd höfunda Aðalskipulags Reykjavíkur 1960 - að byggja dreift og víða en skilja eftir óskilgreindar eyður þar á milli. Þær væru framtíðarinnar að fylla upp í. Útkoman eru úthverfi borgarinnar sem eru hverju öðru skemmtilegra. Hvert með sitt einkenni og sterka tengingu við náttúruna sem umlykur og fléttar sig inn í borgina. Á milli þeirra liggur hinsvegar vandinn, stórar umferðargötur og gatnamót sem aðskilja borgina í afmörkuð hólf og magn bílaumferðar sem er úr öllu samhengi við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Lausnir 20. aldarinnar eiga ekki við lengur en í raun má segja að margar lausnir 19. aldar séu nær því að vera það sem okkur vantar núna. Lausnir sem bjuggu til það iðandi mannlíf sem var í litla bænum Reykjavík. Við þurfum að vera vistvænni og treysta á eigin orku til að ferðast á milli staða. Við eigum að labba og hjóla meira styttri vegalengdir og um leið gera kröfu um að sú þjónusta sem er okkur nauðsynleg sé í kallfæri. Við þurfum meiri þéttleika og til að sinna honum öflugar almenningssamgöngur sem nýta landrýmið á skynsamlegan máta og tengja úthverfin með vistvænum hætti við atvinnu- og menntakjarnann vestar í borginni. Einhverskonar 19. aldar sporvagnalausn fyrir 21. öldina. #borgarlinan. Meiri borg snýst um að spila úr núverandi gæðum Reykjavíkur þannig að fjölskrúðugt mannlif þrífist í návist við öfluga þjónustu og starfsemi. Meiri borg eru fjölbreyttar samgöngur sem fólk getur notað eftir hentugleika. Hjóla í vinnuna, labba í búðina, Borgarlínan á barinn. Meiri borg er að standa vörð um grænu lungun okkar en flétta þau saman við nýja byggð eins og kostur er. Meiri borg er þéttari en líka nánari, með meiri mannleg samskipti og tengsl við samborgarana með því að deila borgarrýminu og vera samferða. Meiri borg er afstaða. Viljum við vera lítil eða meiri? Hér eru allar aðstæður til staðar til að búa til frábært borgarumhverfi en það er okkar að grípa tækifærin sem liggja í loftinu og þora fylgja þeim eftir. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg. Ekki endilega hærri hús eða margfalt fleiri íbúar. Alls ekki meiri umferð. Ég vil meira af iðandi mannlífi, grænum svæðum og grósku. Þegar maður skoðar gamlar myndir frá Reykjavík fær maður oft á tilfinninguna að svona hafi þetta verið ef við flettum nokkra áratugi aftur. Borgin var minni en það var meiri borg þar sem hún var. Bakarí á einu horni, apótek á því næsta og rakarastofa handan götunnar og ekki einn einasta bíl að sjá. Þéttleikinn var meiri og fólkið á götunum fleira. Auðvitað eru þetta draumar um horfna tíma með sinn eigin vanda en það tapaðist margt úr bæjarlífinu þegar nálægðin milli ólíkra starfsgreina hvarf. Þegar Reykjavík var þanin út og borgarhlutar aðskildir með stofnbrautum og mislægum gatnamótum. Ekki misskilja mig, ég held að skipulagssaga 20. aldar Reykjavíkur hafi verið eðlilegt viðbragð við áskorunum og lausnum þess tíma. Afsprengi þeirrar sögu er líka í grunninn frábær borg með mörg tækifæri. Tækifæri sem þarf að varðveita og styrkja en einnig tækifæri til að breyta og búa til enn betra borgarumhverfi. Stundum held ég að núverandi aðstæður hafi jafnvel verið hugmynd höfunda Aðalskipulags Reykjavíkur 1960 - að byggja dreift og víða en skilja eftir óskilgreindar eyður þar á milli. Þær væru framtíðarinnar að fylla upp í. Útkoman eru úthverfi borgarinnar sem eru hverju öðru skemmtilegra. Hvert með sitt einkenni og sterka tengingu við náttúruna sem umlykur og fléttar sig inn í borgina. Á milli þeirra liggur hinsvegar vandinn, stórar umferðargötur og gatnamót sem aðskilja borgina í afmörkuð hólf og magn bílaumferðar sem er úr öllu samhengi við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Lausnir 20. aldarinnar eiga ekki við lengur en í raun má segja að margar lausnir 19. aldar séu nær því að vera það sem okkur vantar núna. Lausnir sem bjuggu til það iðandi mannlíf sem var í litla bænum Reykjavík. Við þurfum að vera vistvænni og treysta á eigin orku til að ferðast á milli staða. Við eigum að labba og hjóla meira styttri vegalengdir og um leið gera kröfu um að sú þjónusta sem er okkur nauðsynleg sé í kallfæri. Við þurfum meiri þéttleika og til að sinna honum öflugar almenningssamgöngur sem nýta landrýmið á skynsamlegan máta og tengja úthverfin með vistvænum hætti við atvinnu- og menntakjarnann vestar í borginni. Einhverskonar 19. aldar sporvagnalausn fyrir 21. öldina. #borgarlinan. Meiri borg snýst um að spila úr núverandi gæðum Reykjavíkur þannig að fjölskrúðugt mannlif þrífist í návist við öfluga þjónustu og starfsemi. Meiri borg eru fjölbreyttar samgöngur sem fólk getur notað eftir hentugleika. Hjóla í vinnuna, labba í búðina, Borgarlínan á barinn. Meiri borg er að standa vörð um grænu lungun okkar en flétta þau saman við nýja byggð eins og kostur er. Meiri borg er þéttari en líka nánari, með meiri mannleg samskipti og tengsl við samborgarana með því að deila borgarrýminu og vera samferða. Meiri borg er afstaða. Viljum við vera lítil eða meiri? Hér eru allar aðstæður til staðar til að búa til frábært borgarumhverfi en það er okkar að grípa tækifærin sem liggja í loftinu og þora fylgja þeim eftir. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar