Meiri borg Birkir Ingibjartsson skrifar 27. janúar 2022 08:31 Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg. Ekki endilega hærri hús eða margfalt fleiri íbúar. Alls ekki meiri umferð. Ég vil meira af iðandi mannlífi, grænum svæðum og grósku. Þegar maður skoðar gamlar myndir frá Reykjavík fær maður oft á tilfinninguna að svona hafi þetta verið ef við flettum nokkra áratugi aftur. Borgin var minni en það var meiri borg þar sem hún var. Bakarí á einu horni, apótek á því næsta og rakarastofa handan götunnar og ekki einn einasta bíl að sjá. Þéttleikinn var meiri og fólkið á götunum fleira. Auðvitað eru þetta draumar um horfna tíma með sinn eigin vanda en það tapaðist margt úr bæjarlífinu þegar nálægðin milli ólíkra starfsgreina hvarf. Þegar Reykjavík var þanin út og borgarhlutar aðskildir með stofnbrautum og mislægum gatnamótum. Ekki misskilja mig, ég held að skipulagssaga 20. aldar Reykjavíkur hafi verið eðlilegt viðbragð við áskorunum og lausnum þess tíma. Afsprengi þeirrar sögu er líka í grunninn frábær borg með mörg tækifæri. Tækifæri sem þarf að varðveita og styrkja en einnig tækifæri til að breyta og búa til enn betra borgarumhverfi. Stundum held ég að núverandi aðstæður hafi jafnvel verið hugmynd höfunda Aðalskipulags Reykjavíkur 1960 - að byggja dreift og víða en skilja eftir óskilgreindar eyður þar á milli. Þær væru framtíðarinnar að fylla upp í. Útkoman eru úthverfi borgarinnar sem eru hverju öðru skemmtilegra. Hvert með sitt einkenni og sterka tengingu við náttúruna sem umlykur og fléttar sig inn í borgina. Á milli þeirra liggur hinsvegar vandinn, stórar umferðargötur og gatnamót sem aðskilja borgina í afmörkuð hólf og magn bílaumferðar sem er úr öllu samhengi við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Lausnir 20. aldarinnar eiga ekki við lengur en í raun má segja að margar lausnir 19. aldar séu nær því að vera það sem okkur vantar núna. Lausnir sem bjuggu til það iðandi mannlíf sem var í litla bænum Reykjavík. Við þurfum að vera vistvænni og treysta á eigin orku til að ferðast á milli staða. Við eigum að labba og hjóla meira styttri vegalengdir og um leið gera kröfu um að sú þjónusta sem er okkur nauðsynleg sé í kallfæri. Við þurfum meiri þéttleika og til að sinna honum öflugar almenningssamgöngur sem nýta landrýmið á skynsamlegan máta og tengja úthverfin með vistvænum hætti við atvinnu- og menntakjarnann vestar í borginni. Einhverskonar 19. aldar sporvagnalausn fyrir 21. öldina. #borgarlinan. Meiri borg snýst um að spila úr núverandi gæðum Reykjavíkur þannig að fjölskrúðugt mannlif þrífist í návist við öfluga þjónustu og starfsemi. Meiri borg eru fjölbreyttar samgöngur sem fólk getur notað eftir hentugleika. Hjóla í vinnuna, labba í búðina, Borgarlínan á barinn. Meiri borg er að standa vörð um grænu lungun okkar en flétta þau saman við nýja byggð eins og kostur er. Meiri borg er þéttari en líka nánari, með meiri mannleg samskipti og tengsl við samborgarana með því að deila borgarrýminu og vera samferða. Meiri borg er afstaða. Viljum við vera lítil eða meiri? Hér eru allar aðstæður til staðar til að búa til frábært borgarumhverfi en það er okkar að grípa tækifærin sem liggja í loftinu og þora fylgja þeim eftir. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Birkir Ingibjartsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Stærð borga snýst að mörgu leiti meira um afstöðu íbúanna frekar en íbúafjölda, hæð húsa eða flatarmál. Ég hef komið í litla bæi sem eru meiri borg en Reykjavík en líka stórar, fjölmennar borgir sem eru meiri þorp. Ég vil að Reykjavík verði meiri borg. Ekki endilega hærri hús eða margfalt fleiri íbúar. Alls ekki meiri umferð. Ég vil meira af iðandi mannlífi, grænum svæðum og grósku. Þegar maður skoðar gamlar myndir frá Reykjavík fær maður oft á tilfinninguna að svona hafi þetta verið ef við flettum nokkra áratugi aftur. Borgin var minni en það var meiri borg þar sem hún var. Bakarí á einu horni, apótek á því næsta og rakarastofa handan götunnar og ekki einn einasta bíl að sjá. Þéttleikinn var meiri og fólkið á götunum fleira. Auðvitað eru þetta draumar um horfna tíma með sinn eigin vanda en það tapaðist margt úr bæjarlífinu þegar nálægðin milli ólíkra starfsgreina hvarf. Þegar Reykjavík var þanin út og borgarhlutar aðskildir með stofnbrautum og mislægum gatnamótum. Ekki misskilja mig, ég held að skipulagssaga 20. aldar Reykjavíkur hafi verið eðlilegt viðbragð við áskorunum og lausnum þess tíma. Afsprengi þeirrar sögu er líka í grunninn frábær borg með mörg tækifæri. Tækifæri sem þarf að varðveita og styrkja en einnig tækifæri til að breyta og búa til enn betra borgarumhverfi. Stundum held ég að núverandi aðstæður hafi jafnvel verið hugmynd höfunda Aðalskipulags Reykjavíkur 1960 - að byggja dreift og víða en skilja eftir óskilgreindar eyður þar á milli. Þær væru framtíðarinnar að fylla upp í. Útkoman eru úthverfi borgarinnar sem eru hverju öðru skemmtilegra. Hvert með sitt einkenni og sterka tengingu við náttúruna sem umlykur og fléttar sig inn í borgina. Á milli þeirra liggur hinsvegar vandinn, stórar umferðargötur og gatnamót sem aðskilja borgina í afmörkuð hólf og magn bílaumferðar sem er úr öllu samhengi við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins. Lausnir 20. aldarinnar eiga ekki við lengur en í raun má segja að margar lausnir 19. aldar séu nær því að vera það sem okkur vantar núna. Lausnir sem bjuggu til það iðandi mannlíf sem var í litla bænum Reykjavík. Við þurfum að vera vistvænni og treysta á eigin orku til að ferðast á milli staða. Við eigum að labba og hjóla meira styttri vegalengdir og um leið gera kröfu um að sú þjónusta sem er okkur nauðsynleg sé í kallfæri. Við þurfum meiri þéttleika og til að sinna honum öflugar almenningssamgöngur sem nýta landrýmið á skynsamlegan máta og tengja úthverfin með vistvænum hætti við atvinnu- og menntakjarnann vestar í borginni. Einhverskonar 19. aldar sporvagnalausn fyrir 21. öldina. #borgarlinan. Meiri borg snýst um að spila úr núverandi gæðum Reykjavíkur þannig að fjölskrúðugt mannlif þrífist í návist við öfluga þjónustu og starfsemi. Meiri borg eru fjölbreyttar samgöngur sem fólk getur notað eftir hentugleika. Hjóla í vinnuna, labba í búðina, Borgarlínan á barinn. Meiri borg er að standa vörð um grænu lungun okkar en flétta þau saman við nýja byggð eins og kostur er. Meiri borg er þéttari en líka nánari, með meiri mannleg samskipti og tengsl við samborgarana með því að deila borgarrýminu og vera samferða. Meiri borg er afstaða. Viljum við vera lítil eða meiri? Hér eru allar aðstæður til staðar til að búa til frábært borgarumhverfi en það er okkar að grípa tækifærin sem liggja í loftinu og þora fylgja þeim eftir. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun