Qvist til liðs við Breiðablik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2022 23:00 Mikkel Qvist og Viktor Karl Einarsson verða liðsfélagar næsta sumar. Vísir/Hulda Margrét Danski varnarmaðurinn Mikkel Qvist hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu næsta sumar. Hann kemur til félagsins frá AC Horsens í Danmörku. Hinn hávaxni Mikkel Qvist þekkir vel til hér á landi en hann lék með KA sumarið 2020 og svo síðari hluta síðasta tímabils. „Mikkel er örvfættur varnarmaður og er hann 2,03 á hæð. Hann hefur staðið sig vel með KA mönnum og var lykilmaður í sterkri vörn norðanpilta undanfarin tvö ár," segir í tilkynningu Blika. Mikkel Qvist til Blika https://t.co/zxlFhAUXJW— Blikar.is (@blikar_is) January 26, 2022 Þá er hinn 28 ára gamli Qvist þekktur fyrir sín löngu innköst en hann getur grýtt boltanum endanna á milli virðist vera. Hvort þetta þýði að Breiðablik sé að íhuga að fara í þriggja manna vörn á næstu leiktíð verður ósagt látið en þeir Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson stóðu sig með prýði í hjarta varnarinnar á síðustu leiktíð. Þá binda Blikar miklar vonir við að Elfar Freyr Helgason sé loks búinn að ná sér af meiðslum. Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðustu leiktíð eins og frægt er orðið. Deildin mun fá nýtt nafn fyrir komandi tímabil og er ljóst að Blikar ætla sér þann stóra í ár. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Hinn hávaxni Mikkel Qvist þekkir vel til hér á landi en hann lék með KA sumarið 2020 og svo síðari hluta síðasta tímabils. „Mikkel er örvfættur varnarmaður og er hann 2,03 á hæð. Hann hefur staðið sig vel með KA mönnum og var lykilmaður í sterkri vörn norðanpilta undanfarin tvö ár," segir í tilkynningu Blika. Mikkel Qvist til Blika https://t.co/zxlFhAUXJW— Blikar.is (@blikar_is) January 26, 2022 Þá er hinn 28 ára gamli Qvist þekktur fyrir sín löngu innköst en hann getur grýtt boltanum endanna á milli virðist vera. Hvort þetta þýði að Breiðablik sé að íhuga að fara í þriggja manna vörn á næstu leiktíð verður ósagt látið en þeir Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson stóðu sig með prýði í hjarta varnarinnar á síðustu leiktíð. Þá binda Blikar miklar vonir við að Elfar Freyr Helgason sé loks búinn að ná sér af meiðslum. Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildar karla á síðustu leiktíð eins og frægt er orðið. Deildin mun fá nýtt nafn fyrir komandi tímabil og er ljóst að Blikar ætla sér þann stóra í ár.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira