Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 16:24 Úkraínskur hermaður á víglínunni í austurhluta landsins. AP/Evgeniy Maloletka Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. Fyrr í dag hafði Andrei Turchak, þingmaður og háttsettur meðlimur Sameinaðs Rússlands, slegið á svipaða strengi og sagt að flokkurinn hefði miklar áhyggjur af vopnasendingum til Úkraínu, samkvæmt frétt Moscow Times. Skömmu eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 gerðu aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu vart um sig og lögðu undir sig hluta landsins. Rússar hafa stutt við bakið á þeim og meðal annars með því að senda hermenn og vopn til þeirra. Vert er að benda á að loftvarnaeldflaugin sem aðskilnaðarsinnar notuðu til að skjóta niður farþegaþotuna MH17 árið 2014. Sjá einnig: Saka Bandaríkin um að auka spennu í Austur-Evrópu Yfirvöld í Kænugarði áætla að átökin í austurhluta landsins hafi kostað um fimmtán þúsund manns lífið. Nú hafa Rússar komið tugum þúsunda hermanna fyrir við landamæri Úkraínu og halda umfangsmiklar heræfingar hringinn í kringum landið. Óttast er að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Ráðamenn í Rússlandi krefjast þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Ekki stendur til að verða við þessum kröfum. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Yfirvöld í Kænugarði hafa á undanförnum dögum sagt að Rússar séu ekki með nægilega marga hermenn til staðar til að gera allsherjarinnrás í Úkraínu. Úkraína Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Myndi íhuga að refsa Pútín sjálfum geri Rússar innrás Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að hann myndi íhuga að beita Vladímir Pútín, forseta Rússlands, persónulegum refsiaðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu. 25. janúar 2022 20:26 Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. 23. janúar 2022 11:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Fyrr í dag hafði Andrei Turchak, þingmaður og háttsettur meðlimur Sameinaðs Rússlands, slegið á svipaða strengi og sagt að flokkurinn hefði miklar áhyggjur af vopnasendingum til Úkraínu, samkvæmt frétt Moscow Times. Skömmu eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 gerðu aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu vart um sig og lögðu undir sig hluta landsins. Rússar hafa stutt við bakið á þeim og meðal annars með því að senda hermenn og vopn til þeirra. Vert er að benda á að loftvarnaeldflaugin sem aðskilnaðarsinnar notuðu til að skjóta niður farþegaþotuna MH17 árið 2014. Sjá einnig: Saka Bandaríkin um að auka spennu í Austur-Evrópu Yfirvöld í Kænugarði áætla að átökin í austurhluta landsins hafi kostað um fimmtán þúsund manns lífið. Nú hafa Rússar komið tugum þúsunda hermanna fyrir við landamæri Úkraínu og halda umfangsmiklar heræfingar hringinn í kringum landið. Óttast er að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Ráðamenn í Rússlandi krefjast þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Ekki stendur til að verða við þessum kröfum. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Yfirvöld í Kænugarði hafa á undanförnum dögum sagt að Rússar séu ekki með nægilega marga hermenn til staðar til að gera allsherjarinnrás í Úkraínu.
Úkraína Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Myndi íhuga að refsa Pútín sjálfum geri Rússar innrás Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að hann myndi íhuga að beita Vladímir Pútín, forseta Rússlands, persónulegum refsiaðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu. 25. janúar 2022 20:26 Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. 23. janúar 2022 11:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Myndi íhuga að refsa Pútín sjálfum geri Rússar innrás Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að hann myndi íhuga að beita Vladímir Pútín, forseta Rússlands, persónulegum refsiaðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu. 25. janúar 2022 20:26
Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24
Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. 23. janúar 2022 11:30