Vilborg pólfari opnar sig um heimilisofbeldi: „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 15:59 Vilborg Arna Gissurardóttir, segir ofbeldið hafa fengið mikið á sig og styður frásögn annars þolanda. Vísir/Vilhelm Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, segist hafa staðið í sömu sporum og kona sem opnaði sig um ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi fjallagarpsins Tomaszar Þórs Verusonar. Kona, sem er leiðsögumaður, sagði frá reynslu sinni í pistli sem hún birti á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Síðan þá hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru slitið samstarfi við Tomasz vegna ásakananna. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í færslu á Facebook að hún hafi verið í sömu sporum og konan sem greindi frá ofbeldinu, en Vilborg og Tomasz voru um tíma í sambandi. „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa. Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt,“ skrifar Vilborg í færslu sem hún birti í dag. „Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg,“ skrifar Vilborg. Hún segir sinn bakpoka ansi þungan eftir lífreynslu síðustu ára sem hafi markað hana á ýmsan hátt þó hún beri það ekki utan á sér. Ofbeldið hafi haft á hana afleiðingar sem tekið hafi tíma að vinna úr og sú vinna haldi áfram. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi. Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðustu vikum,“ skrifar Vilborg. Hún segir miklu máli skipta að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ Ekki hefur náðst í Vilborgu vegna málsins í dag. Heimilisofbeldi Fjallamennska MeToo Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Kona, sem er leiðsögumaður, sagði frá reynslu sinni í pistli sem hún birti á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Síðan þá hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru slitið samstarfi við Tomasz vegna ásakananna. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í færslu á Facebook að hún hafi verið í sömu sporum og konan sem greindi frá ofbeldinu, en Vilborg og Tomasz voru um tíma í sambandi. „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa. Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt,“ skrifar Vilborg í færslu sem hún birti í dag. „Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg,“ skrifar Vilborg. Hún segir sinn bakpoka ansi þungan eftir lífreynslu síðustu ára sem hafi markað hana á ýmsan hátt þó hún beri það ekki utan á sér. Ofbeldið hafi haft á hana afleiðingar sem tekið hafi tíma að vinna úr og sú vinna haldi áfram. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi. Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðustu vikum,“ skrifar Vilborg. Hún segir miklu máli skipta að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ Ekki hefur náðst í Vilborgu vegna málsins í dag.
Heimilisofbeldi Fjallamennska MeToo Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira