Enn bætist á vandræði Borisar Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 15:11 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er undir miklum þrýstingi þessa dagana. AP/Leon Neal Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytis Bretlands sakaði í desember Johnson um að hafa lagt meiri áherslu á að koma gæludýrum frá Afganistan en fólki þegar óreiðan þar var hvað mest við yfirtöku Talibana í fyrra. Það sagði Johnson að væri „algjör þvættingur“. In December, Boris Johnson described claims he had authorised Afghan animal evacuation as "complete nonsense"New leaked emails suggest he was personally involved in ensuring animals and charity workers were evacuated from Kabul#BBCRealityCheck https://t.co/V9PlXnlJJZ pic.twitter.com/6SFuM4kJsI— BBC Politics (@BBCPolitics) January 26, 2022 Utanríkismálanefnd breska þingsins, sem hefur verið að rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Johnsons varðandi brottförina frá Afganistan, opinberaði hins vegar í dag tölvupósta þar sem fram kemur að forsætisráðherrann gaf sjálfur heimild til að kettir og hundar á vegum góðgerðafélags yrðu flutt frá Afganistan. Í frétt Sky News kemur fram að málið snýr að góðgerðafélaginu Nowzad sem rekið er af Pen Farthing, fyrrverandi landgönguliða í breska hernum. Þegar varnir stjórnarhers Afganistans féllu eins og spilaborg í haust lagði Farthing mikið kapp á að koma dýrum sínum frá landinu og leigði til þess flugvél. Yfirvöld Bretlands veittu Farthing heimild til að fljúga til og frá Afganistan til að sækja dýrin. Strax í kjölfarið heyrðist gagnrýni á þá leið að verið væri að leggja meiri áherslu á að sækja dýr en fólk og þar á meðal menn sem höfðu unnið með breska hernum. Raphael Marshall sakaði svo ríkisstjórn Johnsons í desember um mikið skipulagsleysi í tengslum við brottflutningana. Hann sagði einnig að Jonhson hefði ákveðið að forgangsraða dýraflutningana og sagði þá ákvörðun hafa komið beint niður á brottflutningi breskra og afganskra ríkisborgara. Í tölvupóstunum segir berum orðum að forsætisráðherrann hafi veitt heimild til að flytja dýr Nowzad frá Afganistan og sömuleiðis starfsmenn góðgerðasamtakanna, sem hefðu ekki verið fluttir til Bretlands án inngrips Johnsons, samkvæmt einum tölvupóstinum. Talsmaður forsætisráðuneytisins segir það enn satt að Johnson hafi aldrei skipað embættismönnum að grípa til sérstakra aðgerða, samkvæmt svörum við fyrirspurn Sky News. Stjórnarandstaðan var fljót að gagnrýna Johnson vegna tölvupóstanna og hefur hann meðal annars verið sakaður um að ljúga „enn og aftur“ að bresku þjóðinni. Bretland Afganistan Tengdar fréttir Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytis Bretlands sakaði í desember Johnson um að hafa lagt meiri áherslu á að koma gæludýrum frá Afganistan en fólki þegar óreiðan þar var hvað mest við yfirtöku Talibana í fyrra. Það sagði Johnson að væri „algjör þvættingur“. In December, Boris Johnson described claims he had authorised Afghan animal evacuation as "complete nonsense"New leaked emails suggest he was personally involved in ensuring animals and charity workers were evacuated from Kabul#BBCRealityCheck https://t.co/V9PlXnlJJZ pic.twitter.com/6SFuM4kJsI— BBC Politics (@BBCPolitics) January 26, 2022 Utanríkismálanefnd breska þingsins, sem hefur verið að rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Johnsons varðandi brottförina frá Afganistan, opinberaði hins vegar í dag tölvupósta þar sem fram kemur að forsætisráðherrann gaf sjálfur heimild til að kettir og hundar á vegum góðgerðafélags yrðu flutt frá Afganistan. Í frétt Sky News kemur fram að málið snýr að góðgerðafélaginu Nowzad sem rekið er af Pen Farthing, fyrrverandi landgönguliða í breska hernum. Þegar varnir stjórnarhers Afganistans féllu eins og spilaborg í haust lagði Farthing mikið kapp á að koma dýrum sínum frá landinu og leigði til þess flugvél. Yfirvöld Bretlands veittu Farthing heimild til að fljúga til og frá Afganistan til að sækja dýrin. Strax í kjölfarið heyrðist gagnrýni á þá leið að verið væri að leggja meiri áherslu á að sækja dýr en fólk og þar á meðal menn sem höfðu unnið með breska hernum. Raphael Marshall sakaði svo ríkisstjórn Johnsons í desember um mikið skipulagsleysi í tengslum við brottflutningana. Hann sagði einnig að Jonhson hefði ákveðið að forgangsraða dýraflutningana og sagði þá ákvörðun hafa komið beint niður á brottflutningi breskra og afganskra ríkisborgara. Í tölvupóstunum segir berum orðum að forsætisráðherrann hafi veitt heimild til að flytja dýr Nowzad frá Afganistan og sömuleiðis starfsmenn góðgerðasamtakanna, sem hefðu ekki verið fluttir til Bretlands án inngrips Johnsons, samkvæmt einum tölvupóstinum. Talsmaður forsætisráðuneytisins segir það enn satt að Johnson hafi aldrei skipað embættismönnum að grípa til sérstakra aðgerða, samkvæmt svörum við fyrirspurn Sky News. Stjórnarandstaðan var fljót að gagnrýna Johnson vegna tölvupóstanna og hefur hann meðal annars verið sakaður um að ljúga „enn og aftur“ að bresku þjóðinni.
Bretland Afganistan Tengdar fréttir Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08
Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47