Erlent

FDA sam­þykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sérfræðingar segja lyfin marka tímamót í baráttunni gegn lekanda.
Sérfræðingar segja lyfin marka tímamót í baráttunni gegn lekanda. Getty

Lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimila notkun tveggja lyfja sem hafa reynst vel gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum sem valda kynsjúkdómnum lekanda. Greiningum hefur verið að fjölga og telja nú um 82 milljónir á heimsvísu en á sama tíma hefur ónæmi aukist verulega.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni hefur ónæmi lekanda baktería gegn þeim tveimur lyfjum sem helst eru notuð gegn sjúkdómnum, ceftriaxone og cefixime, aukist úr 0,8 prósent í 5 prósent  fyrir fyrrnefnda og úr 1,7 prósent í 11 prósent fyrir síðarnefnda á árunum 2022 til 2024.

Nuzolvence, sem inniheldur virka efnið zoliflodacin, var samþykkt af FDA þann 12. desember síðastliðinn og þá hefur stofnunin einnig samþykkt notkun gepotidacin, sem hingað til hefur verið notað gegn þvagfærasýkingum, gegn lekanda.

Bæði lyf hafa reynst vel gegn ónæmum lekanda bakteríum en zoliflodacin reyndist virka í 90 prósent tilvika; jafnvel og sú meðferð sem hefur verið algengust hingað til, sem hefur falið í sér sprautu af ceftriaxone og azithromycin í töfluformi.

Zoliflodacin var þróað af samtökunum Global Antibiotic Research & Development Partnership í samstarfi við lyfjafyrirtækið Innoviva. Samkvæmt skilmálum samstarfsins má GARDP skrá og framleiða lyfið í öllum lágtekjuríkjum heims, flestum miðtekjuríkjum og nokkrum hátekjuríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×